Morgunblaðið - 28.09.2015, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
SvandísSvavars-dóttir,
þingflokks-
formaður VG, og
Ásmundur Einar
Daðason, þing-
flokksformaður Framsókn-
arflokksins, ræddu málin í
útvarpsþættinum Sprengi-
sandi í gærmorgun og fóru
meðal annars yfir ástæður
ágætra horfa í rekstri ríkis-
sjóðs um þessar mundir.
Svandís vildi helst ekki
ræða fortíðina, sem er skilj-
anlegt í hennar tilfelli, og
sama má raunar segja um
þáttarstjórnandann. En
Svandísi var þó mjög í mun
að koma því á framfæri að
hún teldi að vinstristjórnin
hefði stuðlað að þeirri stöðu
sem nú er í ríkisfjármálum
og að staðan væri enn betri
ef núverandi ríkisstjórn
hefði ekki lækkað skatta.
Þetta er sami málflutning-
urinn og hefur ítrekað
heyrst hjá stuðnings-
mönnum vinstristjórn-
arinnar, sem landsmenn
höfnuðu eftirminnilega í síð-
ustu kosningum. Stuðnings-
mennirnir, og virðist einu
gilda hvort þeir koma úr
VG, Samfylkingu eða ein-
hverri annarri átt, sakna
mjög skattahækkananna
sem dundu á landsmönnum
á síðasta kjörtímabili og
telja sig hafa bjargað fjár-
hag ríkissjóðs með stefnu
sinni.
Í því sambandi horfa þeir
framhjá því að hafa ekki að-
eins tafið fyrir hagvexti með
yfirgengilegum skatta-
hækkunum og með því að
sundra landsmönnum og sóa
orkunni í mál sem komu
efnahagsuppbyggingu ekk-
ert við eða unnu jafnvel
gegn henni. Þeir horfa einn-
ig framhjá því að þeir
reyndu ítrekað og með
blekkingum og bolabrögðum
að hengja óbærilegan
skuldaklafa á þjóðina, sem
hún bar gæfu til að hafna.
Skiljanlegt er að þeir sem
studdu vinstristjórnina vilji
ekki ræða fortíðina nema til
að endurskrifa hana sér í
hag. En hlustendur þess út-
varpsþáttar sem nefndur
var hér að framan nutu þess
að þar var nokkur fyrirstaða
í Ásmundi Einari sem var
ekki tilbúinn að skrifa upp á
endurritun Svandísar um
hverjar meginástæðurnar
væru fyrir því að fjárhags-
staða ríkissjóðs lítur jafn vel
út um þessar
mundir og raun
ber vitni.
Ásmundur Ein-
ar sagðist telja
að þrennt réði
því einkum að
staða Íslands væri nú mun
betri en margra Evrópu-
landa sem einnig hefðu lent í
efnahagsáfallinu. Í fyrsta
lagi væru það „neyðarlögin
og sú vinna sem var unnin í
Seðlabankanum strax eftir
efnahagshrunið“ sem gerði
það að verkum að við þurft-
um ekki að þjóðnýta skuldir.
„Í öðru lagi var það baráttan
gegn Icesave-samningunum
hér á síðasta kjörtímabili
sem líka sneri að því að
þjóðnýta ekki skuldir. Svo í
þriðja lagi núna uppgjörið
við þrotabú föllnu bankanna
sem líka snýr að því að þjóð-
nýta ekki skuldir.“
Vissulega hlýtur að vera
erfitt fyrir stjórnmálamenn,
og raunar ekki síður hvers
kyns fjölmiðlamenn og álits-
gjafa, sem alla jafna leggj-
ast á árarnar með röngum
málstað, að sitja nú uppi
með það að hafa tafið efna-
hagsuppbyggingu landsins
og að hafa reynt að hengja
óbærilegar skuldabyrðar
annarra á þjóðina.
Skiljanlegt er að slíkir
vilji síður ræða fortíðina, en
þeir komast ekki undan
henni þegar niðurstaða Ice-
save-málsins liggur nú fyrir
og þegar við blasir að vinstri
stjórnin gekk allt of langt í
aðgerðum sínum.
Skattahækkanir hennar
voru ekki knúnar áfram af
brýnni þörf á auknum
tekjum, enda skila hófstilltir
skattar meiri tekjum en
óhóflegir vegna þess vaxtar
í efnahagslífinu sem hóf-
stilltir skattar ýta undir en
óhóflegir hamla gegn.
Skattahækkanirnar voru
keyrðar áfram af löngun
vinstrimanna til að umbylta
samfélaginu, eins og aðgerð-
ir á öðrum sviðum sýna
glöggt.
Fyrsta hreina vinstri-
stjórnin skyldi setja mark
sitt á samfélagið svo um
munaði og svo eftir yrði tek-
ið, enda óvíst hvenær slíkt
tækifæri gæfist næst. Þetta
tókst því miður, og þó að
þjóðin hafi hafnað því alfar-
ið að þurfa að þola vinstri-
stjórn áfram líður hún enn
fyrir þá samfélagstilraun
sem vinstriflokkarnir stóðu
fyrir á síðasta kjörtímabili.
VG og Samfylking
vilja síður að að-
gerðir vinstristjórn-
arinnar séu ræddar}
Skiljanlegur fortíðarótti
Í
vasabók Jóhanns skálds Jónssonar
(1896-1932) frá vetrinum 1918 til 1919,
þegar hann var í 5. bekk Mennta-
skólans í Reykjavík, er m.a. að finna á
einni síðu nöfn fjórtán manna, þar með
talið hans sjálfs og nokkurra annarra sem síðar
urðu þjóðkunnir fyrir skáldskap. Ég hef velt
því fyrir mér hvort þarna væri kominn bróð-
urparturinn af „sextán skáld[um] í fjórða bekk“
sem Tómas Guðmundsson orti um sem frægt
er:
Þá færðust okkar fyrstu ljóð í letur,
því lífið mjög á hjörtu okkar fékk.
Og geri margir menntaskólar betur:
Ég minnist sextán skálda í fjórða bekk.
Og samt var stöðugt yfir okkar kvartað,
og eflaust hefur námið gengið tregt.
Við lögðum aðal áherslu á hjartað,
því okkur þótti hitt of veraldlegt.
Nafnalistinn í vasabók Jóhanns er svona: „Halldór Guð-
jónsson [þ.e. Halldór Laxness], Sigurður Einarsson, Tóm-
as Guðmundsson, Guðmundur G. Hagalín, Sveinbjörn Sig-
urjónsson, Friðrik Friðriksson, Kristmundur Þorleifsson,
Sigurjón Jónsson, Richard Beck, Andrés Guttormsson,
Jón Pálsson, Jakob J. Smári, Jóhann Jónsson, Ólöf.“
Í viðtalsbókinni Svo kvað Tómas sem Matthías Johann-
essen skráði segir Tómas Guðmundsson raunar að þetta
með fjórtán skáldin sé þjóðsaga sem ekki beri
að taka of bókstaflega. En ég nefni þetta því
þegar ég var að fletta Sjömeistarasögu Hall-
dórs Laxness á dögunum rakst ég frásögn
hans af Vetrarbrautinni, hinu skammlífa félagi
ungra skálda haustið 1918. Ég held að nafna-
listi Jóhanns geti verið einhvers konar fé-
lagatal þess. Það hefur ekki áður komið í leit-
irnar.
Halldór Laxness segir í Grikklandsárinu að
hann hafi vitað um Jóhann frá því ljóð hans
„Hafið dreymir“ birtist í Landinu vorið 1918,
en þeir hafi ekki talast við eða kynnst fyrr en
sumarið 1920 og eftir það verið óaðskiljanlegir.
En hafi þeir báðir verið á eina fundi Vetr-
arbrautarinnar haustið 1918 mætti ætla að
þeir hafi a.m.k skipst á orðum. Kannski sveik
minnið Halldór? Og þá ekki í fyrsta sinn! Ann-
ars segir Halldór í Sjömeistarasögunni að hann hafi stofn-
að Vetrarbrautina ásamt Tomma (Tómasi Guðmunds-
syni), Sigga (Sigurði Einarssyni frá Holti) og „fleiri
uppljómuðum fjórðubekkíngum“ og fengið Jakob Smára
til að gerast forseta klúbbsins. Hann nefnir einnig að ein
skáldkona hafi verið í Vetrarbrautinni, strákarnir hafi
kallað hana „litlu frúna“ eftir samnefndri smásögu sem
hún hafði birt í Morgunblaðinu í mars 1918. Höfundur
þeirrar sögu er Ólöf Jónsdóttir, líklega sú sem síðar varð
þekktari undir ættarnafni eiginmanns síns, Sigurðar Nor-
dals.Vafalaust sama Ólöf og á listanum í vasabókinni.
gudmundur@mbl.is
Guðmundur
Magnússon
Pistill
Vetrarbraut skáldanna
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Yfir 100 íslensk börn og ung-menni 19 ára og yngri, þaraf 23 sem voru 14 ára ogyngri, fengu lyfinu Seroxat
ávísað í fyrra. Lyfið er notað við
þunglyndi og rannsóknir hafa sýnt að
það geti aukið líkurnar á sjálfsvígi hjá
ungu fólki.
Fjallað er um nýja rannsókn á
lyfinu í nýjasta tölublaði breska
læknatímaritsins British Medical Jo-
urnal og þar er hún sögð staðfesta
niðurstöður eldri rannsóknar frá 2001
á lyfinu sem sýndu m.a. að það getur
haft alvarlegar aukaverkanir bæði
hjá börnum og fullorðnum, en meðal
þeirra eru auknar sjálfsvígshugsanir
og sjálfskaði auk þess sem lyfinu geta
fylgt fráhvarfseinkenni. Umfjöllun
fréttaþáttarins Panorama í breska
ríkissjónvarpinu BBC árið 2003 um
fyrri rannsóknina vakti mikla athygli
og í kjölfarið bönnuðu bresk heil-
brigðisyfirvöld að lyfinu væri ávísað
til yngri en 18 ára og heilbrigðisyfir-
völd í ýmsum Evrópulöndum settu
hömlur á notkun lyfsins. Nýja rann-
sóknin staðfesti þessar fyrri niður-
stöður og að auki var þar komist að
þeirri niðurstöðu að lyfið gerði lítið
gagn við þunglyndi.
23 börn 10-14 ára fengu lyfið
Samkvæmt upplýsingum frá
Embætti landlæknis fengu rúmlega
2.600 Íslendingar ávísað lyfjum með
innihaldsefninu Paroxetinum sem er
virka efnið í Seroxat, á síðasta ári.
Þegar aldursskiptingin er skoðuð
sést að þar af eru 23 börn á aldrinum
10-14 ára og 83 ungmenni 15-19 ára.
Ekkert barn á aldrinum 5-9 ára fékk
lyfinu ávísað í fyrra, en árin 2009-
2013 fengu á bilinu 2-6 börn á þeim
aldri lyfið.
Rúna Hauksdóttir Hvannberg,
forstjóri Lyfjastofnunar, segir að var-
að hafi verið við notkun barna á lyfinu
frá því að niðurstöður fyrri rannsókn-
arinnar lágu fyrir. Sú aðvörun var
sett í fylgiseðil með lyfinu. „Hvort
það muni breytast með tilkomu þess-
arar nýju rannsóknar get ég ekki
sagt til um. En það er alltaf verið að
breyta textum í fylgiseðlum,“ segir
Rúna.
Í síðustu viku fjallaði danska
dagblaðið Berlingske Tidende um
nýju rannsóknina á Seroxat. Þar er
haft eftir yfirlækni í danska heilbrigð-
isráðuneytinu að vitað sé til þess að
notkun lyfsins hafi leitt til sjálfsvígs
dansks ungmennis. Rúna segir að
Lyfjastofnun hafi ekki fengið upplýs-
ingar um að notkun lyfsins hafi haft
svo alvarlegar afleiðingar hér á landi.
Margir varnaglar slegnir
Magnús Jóhannsson læknir hef-
ur eftirlit með lyfjaávísunum hjá
Embætti landlæknis. Hann segir að
lyfjaframleiðendur séu oft tregir til
að gera rannsóknir á börnum þar sem
þau séu almennt minni notenda-
hópur. Því séu gjarnan slegnir miklir
varnaglar í textum varðandi börn í
fylgiseðlum með lyfjum, lyfjafyrir-
tækjunum til verndar. Nú sé í gangi
átak hjá Lyfjastofnun Evrópu til að
bæta úr þessu. „Þetta á reyndar ekki
bara við um börn, heldur líka aldrað
fólk og ýmsa sjúklingahópa,“ segir
Magnús.
Hann segir að hafa beri í huga að
allflestir sem fyrirfari sér séu þung-
lyndir og að öll lyfjameðferð við
þunglyndi geti falið í sér aukna
áhættu á sjálfsvígi. Þau þunglynd-
islyf, sem eru á markaði, auki á fram-
tak áður en þau byrji að slá á þung-
lyndi. „Það getur valdið því að
einstaklingur, sem hefur verið með
einhverjar óljósar hugmyndir eða
áætlanir um að skaða sjálfan sig, læt-
ur verða af því fyrst eftir að hann fer
að taka lyfið. Þetta vita læknar og
fylgjast því vel með sjúklingum sín-
um. Tíðnin er mjög lág, annars vær-
um við ekki að nota þessi lyf. Læknir,
sem er með sjúkling fyrir framan sig,
þarf alltaf að vega og meta gagnið og
áhættuna og það á við um öll lyf,“
segir Magnús.
Ættu börn að fá Seroxat eða
skyld lyf? „Já, þau ættu að fá þau.
Það eru til ógrynni rannsókna sem
sýna að lyfin verki vel og sterkar vís-
bendingar um að þau gagnist börn-
um.“
Fjöldi barna fær
umdeilt þunglyndislyf
Ljósmynd/lyfja.is
Seroxat Rannsóknir sýna að lyfið geti haft ýmsar aukaverkanir fyrir
börn og unglinga. Meðal þeirra séu aukin tíðni sjálfsvígshugsana og óvild.
Virka efnið í Seroxat heitir Paroxetín og lyfið tilheyrir flokki þunglynd-
islyfja sem er kallaður SSRI-lyf. SSRI stendur fyrir sértækir serótónín-
endurupptökuhemlar. Seroxat og skyld lyf auka magn serótóníns, sem er
efni í heilanum. Þunglynt fólk hefur minna af serótóníni en aðrir.
Fylgiseðil með Seroxat má lesa á vefsíðu Sérlyfjaskrár. Þar segir m.a.
að lyfið sé ekki ætlað börnum og unglingum yngri en 18 ára. „Auk þess
eru sjúklingar yngri en 18 ára í aukinni hættu varðandi aukaverkanir svo
sem sjálfsvígstilraunir, sjálfsvígshugsanir og óvild (sérstaklega árás-
argirni, mótþróa og reiði) þegar þeir taka Seroxat,“ segir í textanum.
Ýmsar aukaverkanir
EYKUR MAGN SERÓTÓNÍNS