Morgunblaðið - 28.09.2015, Side 9

Morgunblaðið - 28.09.2015, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015 Golfsettið ferðast frítt! + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is Aðild að Icelandair Golfers er innifalin fyrir korthafa Premium Icelandair American Express® ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 66 19 3 10 /1 3 SKÁK Helgi Ólafsson helol@simnet.is Skákfélagið Huginn og Taflfélag Reykjavíkur hafa algera yfirburði yfir önnur lið í 1. deild Íslandsmóts Skákfélaga en fimm umferðir af níu fóru fram fyrri hluta keppninnar í Rimaskóla frá fimmtudagskvöldi og fram á sunnudag. Munurinn á lið- unum er vart marktækur og skilur aðeins ½ vinningur sveitirnar að og þær eiga eftir að tefla saman í seinni hlutanum sem samkvæmt hefð fer fram í kringum Reykjavíkur- skákmótið í marsmánuði nk. Á milli þrjú og fjögur hundruð skákmenn tóku þátt í Íslandsmótinu um helgina og var teflt í fjórum deildum. Alls tóku á fjórða hundrað skák- menn þátt í keppninni um helgina. Huginn tefldi fram tveim erlend- um stórmeisturum en Taflfélag Reykjavíkur hafði innan sinna vé- banda eingöngu íslenska skákmenn með Hannes Hlífar Stefánsson á 1. borði og Margeir Pétursson á 4. borði. Staðan í 1. deild er þessi: 1. Huginn 32 v. 2. Taflfélag Reykjavík- ur 31 ½ v. 3. Skákfélag Akureyrar 23 v. 4. Fjölnir 21 v. 5. Víkingaklúbb- urinn 20 ½ v. 6. Huginn b-sveit 18 ½ v. 7. Bolungarvík 16 v. 8. 10. KR – skákdeild, Skákfélag Akureyrar og Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 12 ½ v. Nokkrir skákmenn náðu afbragðs árangri um helgina. Hollending- urinn Van Kampen og Þröstur Þór- hallsson sem tefldu fyrir Skákfélagið Huginn unnu allar fimm skákir sínar og það gerði einnig Björn Þorfinns- son fyrir Taflfélag Reykjavíkur. Í keppni 2. deildar hefur Skák- félag Reykjanesbæjar mikið forskot með 19. vinninga af 24 mögulegum. Þar teflir á 1. borði Björgvin Jóns- son og vann hann allar fjórar skákir sínar um helgina rétt eins og Hauka- maðurinn Sverrir Þorgeirsson. Í 3. deild leiðir Vinaskákfélagið með Róbert Harðarson sem vann allar skakir sínar á 1. borði og í 4. deild eiga í harðri keppni Hrókar alls fagnaðar með 20 vinninga en Taflfélag Vestmannaeyja sem byrj- aði aftur 4. deild kemur skammt á eftir með 18 vinninga. Mikið var um óvænt úrslit á mótinu. Jón Kristinsson sem varð Íslandsmeistari 1971 og aftur 74 hef- ur lítið teflt undanfarna áratugi en ekki er langt síðan hann vann Hen- rik Danielsen. Á fimmtudagskvöldið sýndi hann styrk sinn og vann stór- meistarann Stefán Kristjánsson. Nýr liðsmaður Skákfélags Akureyr- ar, Björn Ívar Karlsson, vann TR- inginn Jón Viktor 3. umferð: Björn Ívar Karlsson (SA) – Jón Viktor Gunnarsson (TR) Skileyjarvörn 1. Rf3 c5 2. e4 Rc6 3. Bb5 g6 4. Bxc6 bxc6 5. O-O Bg7 6. He1 e5 7. b4! Eftir að Bobby Fischer lék þess- um skarpa leik í seinna einvíginu við Spasskí í Sveti Stefan árið 1992 hef- ur afbrigðið sem hefst með 6. .. e5 verið talið næstum því óteflandi fyrir svartan. 7. … cxb4 8. a3 b3 9. Bb2 d6 10. cxb3 Bg4? Eftir þennan leik er svarta staðan erfið. Hann varð að reyna að spyrna á móti framrás d-peðsins og leika 10. … c5 t.d. 11. b4 Hb8 o.s.frv. 11. d4! exd4 12. Bxd4 Bxf3 13. gxf3 Dg5+ 14. Kf1 Be5 15. Bxe5 dxe5 16. Rd2! Skeytir engu um h2-peðið, ridd- arinn er á leiðinni til c4. 16. … Dxh2 17. Rc4 Hd8 18. Dd4 f6 19. Had1 Df4 20. Rxd6 + Kf8 21. Dxa7! Vinningsleikurinn. 21. … Hxd6 22. Db8+ Kg7 Jón sá að léki hann 22. .. Ke7 kæmi 23. e5! Hxd1 24. exf6+ Kf7 25. Dxf4 með auðunnu tafli. En nú er eftirleikurinn auðveldur. 23. Dxd6 Dxf3 24. Dc7+ Kh6 25. Dh2+ Kg5 26. Hd8 Rh6 27. Hxh8 Rg4 28. Dg2 – og svartur gafst upp. Morgunblaðið/Golli Að tafli Keppendurnir á Íslandsmóti skákfélaga voru á ýmsum aldri. Hörkubarátta Hugins og TR á Íslandsmóti skákfélaga Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Þeim starfsmönnum leikskólanna sem eru með leikskólakennara- menntun hefur fækkað, þrátt fyrir að störfum á leikskólum hafi fjölgað. Þeir eru nú um þriðjungur starfs- fólks við uppeldi og menntun leik- skólabarna. Ung- um leikskólakenn- urum fækkar á milli ára, en þeim eldri fjölgar. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofu Ís- lands. Formaður Félags leikskólakennara segir þetta vera áhyggjuefni. Á tölunum, sem voru birtar fyrir helgi, má m.a. sjá að í desember í fyrra störfuðu 6.019 á leikskólum landsins. Þar af voru 1.836 menntaðir leikskóla- kennarar og hafði þeim þá fækkað um 124, eða 6,3 % frá árinu á undan þegar þeir voru 1.960. Hlutfallslega varð mesta fækkunin í hópi yngstu leik- skólakennaranna, eða 20%. Af þessum 1.836 leikskólakenn- urum voru flestir, 617 kennarar, í ald- urshópnum 40-49 ára og næstflestir eða 499 voru 50-59 ára. 432 leikskóla- kennarar voru 30-39 ára, 162 voru 60- 66 ára, 14 voru 67 ára og eldri og í yngsta aldurshópnum, 20-29 ára, voru 112 leikskólakennarar. Haraldur Freyr Gíslason, formað- ur Félags leikskólakennara, segist ekki vita hvers vegna þróunin hafi orðið á þann hátt að leikskólakenn- urum hafi bæði fækkað og að með- alaldur í stéttinni hafi hækkað. „Auð- vitað er þetta áhyggjuefni. Við myndum gjarnan vilja sjá lægri með- alaldur. En ég bendi á að við erum samt yngsta kennarastéttin innan Kennarsambandsins,“ segir Har- aldur. „Leikskólastigið hefur þróast mjög hratt og við höfum ekki náð að fjölga leikskólakennurum nægilega mikið í takt við þróunina.“ Ná ekki viðmiðinu á næstunni Samkvæmt lögum um leikskóla eiga tveir þriðju hlutar starfsmanna að vera menntaðir leikskólakennarar. Töluvert vantar upp á að það náist. „Sum sveitarfélög hafa reyndar náð þessu takmarki, Akranes og Ak- ureyri, og ég hvet öll sveitarfélög á landinu til að gera allt sem þau geta til að fjölga leikskólakennurum og keppast við að verða þriðja sveitarfé- lagið í hópnum,“ segir Haraldur sem segist skynja mikinn vilja hjá sveit- arfélögunum til að fjölga leik- skólakennurum. Hann segir að bætt kjör leikskóla- kennara hljóti á endanum að leiða til þess að fjölgi í stéttinni. „En það tek- ur tíma og það er ljóst að við náum ekki tveimur/þriðju-viðmiðinu á næstunni.“ Morgunblaðið/Þórður Á leikskóla Leikskólakennurum fækkar og meðalaldur í stéttinni hækkar. Eldri og færri leikskólakennarar Haraldur Freyr Gíslason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.