Morgunblaðið - 28.09.2015, Side 2

Morgunblaðið - 28.09.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Líf var í Lindakirkju í Kópavogi í gær, þar sem fram fór svokallað kirkjubrall. Börn úr söfn- uðinum létu ljós sitt skína í kirkjunni og töfruðu fram ýmis listaverk. Þau föndruðu fugla og fiska, máluðu á kökur, fléttuðu armbönd og mál- uðu myndir með blautu spagettíi. Öll verkefnin tengdust sköpunarsögu Biblíunnar, hvert á sinn hátt. Að föndrinu loknu var börnunum boðið upp á gómsætar pylsur. Sköpunarsagan máluð með spagettíi Morgunblaðið/Golli Ungir listamenn létu ljós sitt skína í kirkjubralli í Lindakirkju Spáð er vætutíð fram að næstu helgi, sérstaklega á vestanverðu landinu. Vænta má rigningar í dag, fyrst á Suð- austurlandi og síðan um land allt seinnipartinn. Vindstyrkur verður á bilinu 5- 13 metrar á sekúndu og bætir í þeg- ar líða tekur á daginn. Aðfaranótt þriðjudags fer djúp lægð yfir landið með hvassviðri eða stormi, jafnvel roki á austanverðu landinu. Vindstyrkur verður því mikill. Þegar komið er fram á þriðjudag og miðvikudag er ákveðin suð- vestanátt yfir landinu. Verður þá vinda- og vætusamt, sérstaklega á Suðvestur- og Vesturlandi. Á fimmtudag verður besta veðrið á Austurlandi, þar sem spáð er að hiti geti farið upp í 14 stig og vindur verður undir fimm metrum á sek- úndu. isb@mbl.is Vætutíð spáð fram að helgi Vætutíð Næstu daga mun rigna.  Blíðviðri spáð eystra á fimmtudag Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er búist við því að samn- inganefndir Eflingar og Starfs- greinasambandsins (SGS) og samninganefnd ríkisins undirriti nýjan kjarasamning í dag. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, vildi ekki staðfesta þetta í gær en sagði að góður gangur væri í viðræðum. „Maður veit aldrei,“ sagði Björn aðspurður hvort samningsaðilar yrðu með penna á lofti á fyrirhug- uðum fundi í dag. „En þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ sagði Björn. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins munu samningarnir, sem m.a. ná til hjúkrunarheimila, líkjast þeim sem undirritaðir voru á al- mennum vinnumarkaði í vor. Úr- skurður gerðardóms um laun hjúkr- unarfræðinga og félaga í BHM og nýjar tölur um launaþróun einstakra stétta munu því ekki hafa áhrif á þennan samning. Eins eru samningar á milli samn- inganefnda ríkisins og Samtaka fyr- irtækja í velferðarþjónustu (SFV) á lokastigi. Ólafur G. Skúlason, for- maður Félags hjúkrunarfræðinga, sagði í gær að einungis væri beðið eftir að gefið yrði grænt ljós fyrir fjármögnun samninganna af hálfu ríkisins. „Þessi samningur er sam- bærilegur við það sem aðrir hjúkr- unarfræðingar hafa fengið,“ sagði Ólafur. Aðspurður sagði hann að kjör hjúkrunarfræðinga sem störf- uðu undir SFV og þeirra sem störf- uðu innan almenna geirans væru sambærileg. Hjúkrunarfræðingar hjá sveitarfélögum nytu hins vegar ívið lakari kjara en aðrir úr starfs- stéttinni. 50% félagsmanna greitt atkvæði Félög opinberra starfsmanna eiga enn eftir að ganga frá kjarasamn- ingum og SFR og Sjúkraliðafélag Ís- lands munu ljúka atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun á morgun, þriðju- dag. Að sögn þeirra Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, og Krist- ínar Guðmundsdóttur, formanns Fé- lags sjúkraliða, hafa þegar yfir 50% félagsmanna greitt atkvæði, en það er markið sem til þarf svo atkvæða- greiðslan verði bindandi. Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilunni en Kristín sagðist „ekki trúa öðru“ en boðað yrði til kjarafundar fljótlega. „Ég er bjart- sýn á að kallað verði á okkur eftir helgi. Við höfum fengið fregnir um að kjarasamningur Starfsgreina- sambandsins og Eflingar liggi fyrir,“ sagði Kristín og sagði jafnframt að sjúkraliðar færu ekki fram á annað en sambærilega samninga og þar yrðu undirritaðir. Búist við undirritun í dag Morgunblaðið/Styrmir Kári Starfsgreinasambandið Búist er við að Efling og SGS skrifi undir.  Efling og Starfsgreinasambandið semja við ríkið  Hjúkrunarfræðingar hjá SFV einnig búnir að semja  Sjúkraliðar búast við sambærilegum samningi Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að fulltrúar stærstu heild- arsamtaka á vinnumarkaði, SALEK-hópsins, sem miðar að því að ná heildarsamkomulagi á vinnumarkaði til frambúðar, vinni ekki eftir tímaramma. „Menn eru nokkuð sammála um það hvernig hlutirnir gætu litið út í framtíðinni en það er annað mál að komast þangað. Megin- viðfangsefnin eru annars vegar launaskrið og hins vegar lífeyr- ismál á almenna markaðnum,“ segir Gylfi. Hann segir að menn horfi til hinna Norðurlandaþjóð- anna. „Þar hafa menn náð ákveðinni stöðu og skilningi um það hvað hafi forgang. En það tók mörg ár og upp undir áratug að ná þeirri stöðu,“ segir Gylfi. Sammála um framtíðarsýn SALEK-HÓPURINN Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pír- ata, telur að ekki sé nóg gert til að tryggja að málsmeðferðartími úr- skurðarnefndar um upplýsingamál sé styttur. Í svari við fyrirspurn hennar á Alþingi um meðal- afgreiðslutíma nefndarinnar kemur fram að biðtíminn sé um 200 dagar frá því að kæra berst nefndinni. „Það er þekkt að það tekur óhemjulangan tíma að fá úrskurð frá þessari úrskurðarnefnd. Hún er fjárvana. Það er óviðunandi að blaðamenn þurfi kannski að bíða í heilt ár eftir að fá úrskurð um hvort þeir fái aðgang að upplýs- ingum. Ég veit að það er þannig. Ef maður er að vinna að frétt, þá er hún löngu kulnuð þegar svörin koma,“ segir Birgitta og áréttar mikilvægi þess að tryggja aðgang almennings og fjölmiðla að upplýs- ingum um starfsemi stjórnvalda. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi hinn 14. september gagn- rýndi hún að nefndin fengi ekki meira fjármagn til að stytta þenn- an biðtíma. Í svari við fyrirspurn- inni sagði Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra að mjög æskilegt væri að stytta þann tíma eins og kostur væri. „Ég tel reynd- ar að það eigi að vera hægt að gera það án verulega aukins fjármagns, það þurfi ekki endilega að stranda á því, en það er þó eitthvað sem er rétt að líta til þegar menn leitast við að stytta þennan tíma, þ.e. meta hvort það þurfi að bæta í þetta fjármagni,“ sagði ráð- herrann. isb@mbl.is Meðalbiðtími eftir úrskurði um rétt til upplýsinga um 200 dagar  Birgitta Jónsdóttir segir nefndina vera fjárvana Morgunblaðið/Styrmir Kári Bið Forsætisráðherra sagði að það væri æskilegt að stytta biðtímann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.