Morgunblaðið - 28.09.2015, Síða 24

Morgunblaðið - 28.09.2015, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert stoltur yfir eigin afrekum en skalt ekki ætlast til að aðrir séu það. Allt er á sínum stað og ekkert að vanbúnaði til að njóta lífsins til fulls með ástvinum sínum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt mann langi mikið í einhvern hlut er ekki ástæða til þess að setja allt úr skorðum hans vegna. Hann er náttúruafl í sjálfu sér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt þú sjáir ekki alla hluti fyrir er ástæðulaust að sitja með hendur í skauti. Haltu nú ótrauður áfram á þessum sviðum. Daður hefur aldrei reynst þér jafn auðvelt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Eitthvert óvænt happ rekur á fjörur þínar og þú skalt ekki hika við að taka við því og njóta þess góða sem það færir þér. Nú er tími til kominn að slaka á. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það getur eitt og annað komið upp á yfirborðið þegar menn rökræða málin af full- um þunga. Hugsaðu þig vel um áður en þú hellir þér út í samræður við annað fólk. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ef þú sýnir öðrum samstarfsvilja muntu koma ótrúlega miklu í verk. Gefðu þér tíma til að líta inn á við og vittu hvort þú kemst ekki að niðurstöðu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Eitthvað hvílir þungt á þér og hindrar þig í að afreka mikið. Frelsi þitt og sjálfstæði til eigin verka er í húfi. Ferðalög koma líka til álita. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú átt það alveg skilið að lyfta þér upp, ef þú bara gætir þess að hóf er best á hverjum hlut. En mundu að vandi fylgir veg- semd hverri. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Haltu ró þinni á hverju sem geng- ur og líttu bara á bjartar hliðar tilverunnar. Búðu þig undir spennandi tækifæri á næstu vikum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt eitthvað kunni að blása á móti um stundarsakir. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú getur stólað á vin að vera of seinn, pirra þig og vera dónalegur á sinn ein- staka máta. Hið rétta er að ráðast strax að rót vandans og kippa hlutunum í lag áður en þeir ganga of langt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Djúpt innra með þér er vera sem lang- ar til þess að spígspora. Stjörnurnar hafa beðið lengi eftir þessum degi fyrir þig, svo þú ættir að reyna að standa þig. Það var fjör á Leirnum í síðustuviku. Kristján frá Gilhaga orti þessa fallegu hauststemningu á miðvikudaginn: Haustið skapar litadásemd dagsins dulúð vekur hvað sem augað sér, í roðableikum reifum sólarlagsins að rökkurdjúpi sýnin hverfur mér. Hjálmar Freysteinsson gat ekki lengur orða bundist á fimmtudag- inn enda „Dýrt spaug“. Á því verður einhver bið að efnahagur batni. Vaðlaheiðar helvítið hún er full af vatni. Ármann Þorgrímsson skrifaði „ný afþreying“ og bætti við: „Ferðaskrifstofur hugsa sér gott til glóðarinnar. Mengunarlaus skemmtisigling í Vaðlaheiði. Engir bílar trufla kyrrðina. Umsögn túristans gæti verið … Engu lík, af öðru bar einskis framar guð ég beiði. Fann ég sömu friðsæld þar í Feneyjum og Vaðlaheiði.“ En Fía á Sandi er og hugsar eins og þingeyskur bóndi: Göngin nýtast ekki enn því auðna brúkar hrekki. Í Vaðlaheiði vaða menn en veiði finnst þar ekki. Gústi Mar er á öðrum nótum: Göngin eru hulin hjúp og hitaskýjum megnum. Full af vatni, víð og djúp og vel má sigla gegnum. Höskuldur Jónsson spinnur áfram: Í hliði dökku hokir spenna til heljar sálir togar. En varla munu bátinn brenna blautir vítislogar. Er nema von að Pétri Stef- ánssyni verði hugsað til hins hæsta: Vantar bæði völd og auð og vinsældir á jörðu hér. Býsna oft í basli og nauð bið ég guð að hjálpa mér. 16. september skrifaði Davíð Hjálmar Haraldsson í Leirinn: „Formaður Skotvís segir að veiðar skerpi skilningarvitin; menn heyri betur og sjái og lyktarskynið eflist. Nú er veiðin unun ein, æstur byssu-þundur í þaula skoða þúfu og stein og þefar eins og hundur.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hauststemning og af Vaðlaheiðargöngum Í klípu „ÞÚ ÞARFT AÐ STANDA MEÐ SJÁLFUM ÞÉR, EÐA Í ÞAÐ MINNSTA SITJA BEINN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ANNAR KOSTUR VIÐ ÞETTA HÚS, ER AÐ ÞAÐ ER STEINSNAR FRÁ NOKKRUM SKÓLUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir AF HVERJU ERU ENGAR GÓÐAR BÍÓMYNDIR UM POLKA? ÞAR KOM AÐ ÞVÍ! ÉG ÁTTI GÓÐAN DAG ÞANGAÐ TIL NÚ! VIÐ HRÓLFUR ERUM MEÐ SAMKOMULAG Á LAUGARDÖGUM... ...OG ÉG LÆT SEM MÉR SÉ ALVEG SAMA! HANN HANGIR Í RÚMINU ALLAN DAGINN... ... að kyssast í skíða- lyftu. Flestir krakkar sem Víkverji hittirsegja að þeim finnist gaman í skólanum sínum. Lýsingar þeirra eru með ýmsu móti, en brosið sem leikur um andlit er staðfesting á því að skólinn sé skemmtilegur. Þetta er mikil breyting frá fyrri tíð. x x x Ótalmargir hafa frá æskuárumsagt frá skólagöngu sem var lík- ust því sem farið væri um svipugöng. Ekki síst hefur það verið fólk sem á barnsaldri átti undir högg að sækja. Nú er komið miklu betur til móts við þá krakka. Stuðningsnetið er þétt- riðið og svonefndir tossabekkir eru aflagðir. Það er kannski besta breyt- ingin; krakkar í þeim deildum voru gjarnan hráefni hrekkjusvína sem í smæð sinni höfðu gaman af því að atast í öðrum. Fyrr á tíð var þetta að mestu látið óátalið, enda voru afleið- ingar sem gætu hlotist af fæstum ljósar þá. x x x Um þessar mundir stendur yfirsöfnunarátakið Á allra vörum þar sem safnað er peningum til að koma á fót samskiptamiðstöð fyrir þolendur eineltis. Framtakið er frá- bært þó að velta megi fyrir sér hvort byrjað sé á réttum enda. Að koma í veg fyrir einelti sem oft hefur svo hræðilegar afleiðingar hlýtur að vera mikilvægasta viðfangsefnið. Að hugarfarið breytist, svo gerendur láti af háttalagi sínu, skiptir mestu. x x x Einelti hefur annars margar birt-ingarmyndir. Á síðustu miss- erum hefur fjöldi íþróttamanna stig- ið fram og lýst reynslu sinni af geðsjúkdómum, svo sem þunglyndi og kvíða, sem virðist meðal annars mega rekja til þess að kröfur frá til dæmis foreldrum, þjálfurum og stuðningsmönnum séu slíkar að jafna megi við einelti. Sögur þessa unga fólks eru átakanlegar og mik- ilvægt að þeim sé gefinn gaumur. Íþróttirnar eru í eðli sínu leikur og eiga ekki að brjóta fólk niður og gera að flakandi sárum. Átak gegn andlegu ofbeldi í sportinu virðist verðugt og ætti að vera næsta mál á dagskrá, þegar skólar hafa tekið svo vel á þessum málum. víkverji@mbl.is Víkverji Því að þín vegna býður hann út engl- um sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. (Sálm. 91:11) Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is Hurðir og gluggar í miklu úrvali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.