Morgunblaðið - 28.09.2015, Side 28

Morgunblaðið - 28.09.2015, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015 Sarah er rótlaus og afskipturunglingur. Foreldrar henn-ar eru fráskildir. Efst ádagskrá hjá þeim er að rækta nýju samböndin sín og þeir hafa engan tíma fyrir unglingsdótt- urina. Síðasta afmælisveislan henn- ar var ömurleg vegna þess að pabbi hennar komst ekki og nú ætla for- eldrarnir að losa sig við hana í sum- arbúðir. Söruh er einfaldlega nóg boðið og hún grípur til sinna ráða með allsvakalegum afleiðingum. Við skrímsli er mikið fjölskyldu- drama. Þar er varpað fram spurn- ingunni hversu langt foreldrar séu tilbúnir að ganga til þess að vernda barnið sitt. Foreldrar Söruh eru greinilega reiðubúnir til að trúa hverju sem er upp á dóttur sína, líta á hana sem hálfgert skrímsli, en eru sannfærð um að það myndi ríða henni að fullu að þurfa að svara fyrir gjörðir sínar. Þegar upp er staðið kemur í ljós að skrímslin leynast víða. Foreldrarnir vilja forða henni frá vandræðum. Þau eru dótturinni reið fyrir að leyfa þeim ekki að halda áfram lífsför sinni, en um leið nagar þau samviskan fyrir að hafa látið hana sitja á hakanum. Þessar sálarflækjur greiða fyrir háskalegri atburðarás, sem foreldr- arnir sogast inn í skref fyrir skref. Sú þróun er Söruh litlu síst á móti skapi því að langt er síðan fráskildir foreldrar hennar hafa eytt jafn mikl- um tíma saman. Mehdi Nebbou túlkar angist og tilfinningasveiflur föðurins af sann- færingu og Ulrike C. Tscharre gefur honum ekkert eftir í hlutverki móð- urinnar. Janine Fautz á fína spretti í hlutverki unglingsins. Við skrímsli er vel leikin og gríp- andi mynd. Frásögnin er fumlaus þótt ekki séu allar vendingarnar í henni sannfærandi og kvikmynda- takan er oft notuð skemmtilega til að undirstrika tilfinningarót persóna og fjarlægðina á milli þeirra. Á köfl- um er erfitt að trúa hversu langt for- eldrarnir eru tilbúnir að ganga, en undir niðri blundar spurningin hvernig maður brygðist við sjálfur þegar framtíð afkvæmisins er í húfi. Ljósmynd/Martin Valentin Menke Háski Nebbou túlkar angist og tilfinningasveiflur föðurins af sannfæringu og Tscharre gefur honum ekkert eftir í hlutverki móðurinnar. Erum við skrímsli? RIFF Við skrímsli/Wir Monster bbbmn Leikstjóri: Sebastian Ko. Leikarar: Mehdi Nebbou, Ulrike C. Tscharre, Jan- ina Fautz, Ronald Kukulies, Britta Hammelstein, Daniel Drewes og Marie Bendig. Þýskaland, 2015. 95 mín. Flokk- ur: Vitranir. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Háskólabíó: Fim 1. okt, kl. 18:00, spurt og svarað. Bíó Paradís: Fös 2. okt, kl. 18:00, spurt og svarað. Þýska kvikmyndagerðarkonan Margarethe von Trotta, annar af tveimur heiðursverðlaunahöfum RIFF í ár, býður upp á meistara- spjall í Norræna húsinu á morgun kl. 15. Von Trotta mun ræða um verk sín, vinnuaðferðir og per- sónusköpun. Þrjár mynda hennar eru sýndar á hátíðinni, Þýsku systurnar (Die bleierne Zeit, 1981), Rosenstrasse (2003) og Í týndum heimi (Die abhandene Welt, 2015). Von Trotta er eitt þekktasta nafnið í þýskri kvik- myndagerð og var hluti af þeim kjarna leikstjóra sem hófu þýskar kvikmyndir til virðingar eftir langvarandi lægð. Heiðursgestur Von Trotta stýrir meistaraspjalli með Elísabetu Ronaldsdóttur. Meistaraspjall með von Trotta RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Pawn Sacrifice 12 Snillingurinn Bobby Fischer mætti heimsmeistaranum Boris Spassky í einvígi í Reykjavík árið 1972. Æðsti titill skáklistarinnar var að veði en einnig var einvígið uppgjör milli fulltrúa risa- velda kalda stríðsins. Metacritic 66/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00 Háskólabíó 20.00, 22.30 The Intern Sjötugur ekkill sér tækifæri til að fara aftur út á vinnumark- aðinn og gerist lærlingur á tískuvefsíðu. Metacritic 50/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.35 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00 Maze Runner: The Scorch Trials 12 Mbl. bbmnn IMDb 75/100 Laugarásbíó 20.00 Smárabíó 18.00, 20.00, 22.50 Borgarbíó Akureyri 17.40 The Man From U.N.C.L.E. 12 Metacritic 55/100 IMDB 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 22.30 Straight Outta Compton 12 Metacritic 73/100 IMDB 8,4/10 Smárabíó 21.00 Love & Mercy 12 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 No Escape 16 Laugarásbíó 22.40 Vacation 12 Metacritic 34/100 IMDB 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.45, 20.00, 22.15 Sambíóin Akureyri 17.50 Absolutely Anything 12 Metacritic 34/100 Laugarásbíó 18.00 Mission: Impossible - Rogue Nation 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 75/100 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10 Skósveinarnir Metacritic 56/100 IMDB 6,8/10 Smárabíó 15.30 Knock Knock 16 Metacritic 69/100 Sambíóin Álfabakka 22.45 Inside Out Metacritic 93/100 IMDB 8,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.50 Sambíóin Akureyri 17.50 Töfrahúsið Sambíóin Álfabakka 18.00 A Gay Girl in Damascus Bíó Paradís 15.30 A Monster with a Thousand Heads Bíó Paradís 22.15 Attacking the Devil Bíó Paradís 18.00 Cartel Land Bíó Paradís 19.30 Chevalier Háskólabíó 20.00 Dreamcatcher Bíó Paradís 16.00 Eastern Promises Háskólabíó 22.00 Haida Gwaii: on the Edge of the World Bíó Paradís 15.30 Icelandic Shorts A Tjarnarbíó 20.00 Ingrid Bergman in Her Own Words Háskólabíó 18.00 Journey to the Shore Bíó Paradís 22.15 Leaving Africa: A Story About Friend- ship and Empower- ment Bíó Paradís 13.30 Lobster Soup Included Norræna húsið 18.00 Marianne and Juliane Bíó Paradís 17.30 Mediterranea Háskólabíó 20.15 Mustang Bíó Paradís 22.20 O, Brazen Age Tjarnarbíó 18.00 Pervert Park Tjarnarbíó 22.00 The Closer We Get Bíó Paradís 14.00 The Living Fire Bíó Paradís 13.30 The Misplaced World Háskólabíó 18.00 The Secret Society of Souptown Norræna húsið 16.00 The Shore Break Bíó Paradís 17.30 War of Lies Bíó Paradís 20.00 Warriors from the North Háskólabíó 18.00 Wednesday, May 9 Háskólabíó 22.15 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is RIFF 2015 Kvikmyndir bíóhúsanna Stórmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks byggð á sann- sögulegum atburði. Átta fjallgöngumenn fórust í aftaka- veðri 11. maí árið 1996, en það er alvarlegasta slys sem orðið hefur á Everest. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 66/100 IMDb 7,7/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Álfabakka 17.20, 17.20, 20.00, 20.00, 22.40, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.35 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.40 Smárabíó 17.15, 17.15, 20.00, 20.00, 22.40, 22.40 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 Everest 12 Alríkislögreglukonan Kate er ráðin í sérsveit sem vinnur á svæði við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó þar sem ríkir hvorki lög né regla, til að berjast í stríðinu gegn eiturlyfjum. Metacritic 83/100 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 22.40 Smárabíó 20.00, 22.40 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 Sicario 16 Drakúla hefur þungar áhyggjur. Afastrákurinn hans, Dennis, sem er hálfur maður og hálfur vampíra, virðist ekki hafa nokkurn áhuga á vampírskum eiginleikum sínum. IMDB 7,7/10 Laugarásbíó 18.00 Sambíóin Álfabakka 18.00 Sambíóin Egilshöll 17.20 Smárabíó 15.30, 15.30, 17.40, 17.40 Háskólabíó 17.30 Borgarbíó Akureyri 17.40 Hotel Transylvania 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.