Morgunblaðið - 28.09.2015, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015
8.30-10.00 SJÁLFBÆR NÝTING AUÐLINDA
Setning
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA
Ábyrg nýting og hagsmunir atvinnulífsins
Daði Már Kristófersson, umhverfis- og auðlindahagfræðingur og
forseti félagsvísindasviðs HÍ
Auðlindagarðurinn á Suðurnesjum
Kristín Vala Matthíasdóttir, efnaverkfræðingur
Þorskurinn, pólitíkin, sagan og vísindin í 40 ár
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og rithöfundur
Forseti Íslands afhendir umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2015
Umhverfisfyrirtæki ársins útnefnt og framtak ársins verðlaunað
Kaffi og með því
10.15-12.00 MÁLSTOFUR SAMTAKA Í ATVINNULÍFINU
SAF, SFS, SFF, SI, Samorka og SVÞ bjóða upp á fjölbreytta dagskrá,
umræður og reynslusögur um atvinnulíf og umhverfismál
Dagskrá lýkur með léttri hádegishressingu og netagerð
Ráðstefnustjóri er Sigurborg Arnarsdóttir, sérfræðingur í
samfélagsábyrgð hjá Össuri
Vinsamlegast skráið þátttöku á vef SA: www.sa.is
Umhverfisdagur
atvinnulífsins 2015
MIÐVIKUDAGINN 30. SEPTEMBER KL. 8.30-12.00
Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA
Allir velkomnir – ekkert þátttökugjald.
SVIÐSLJÓS
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
„Við höfum unnið,“ kallaði héraðsfor-
seti Katalóníu, Artur Mas, fyrir fram-
an æpandi mannfjölda undir berum
himni í Barcelona í gær, þegar að-
skilnaðarsinnar í sjálfstjórnarhér-
aðinu lýstu yfir sigri í héraðsþing-
kosningunum. Áður höfðu þeir lofað
að sigur myndi þýða yfirlýsingu sjálf-
stæðis frá Spáni.
Ráðandi flokkurinn Conver-
gencia, undir forystu Mas, og vinstri-
flokkurinn Esquerra Republicana
buðu ásamt öðrum flokkum fram
sameinaðan lista undir heitinu „Junts
pel Sí“, eða „Saman fyrir já“.
Sjálfstæði innan 18 mánaða
Eftir kosningarnar er ljóst að
bandalagið hefur algjöran meirihluta
á héraðsþinginu ef það leggst á eitt
með róttæku vinstrihreyfingunni
CUP, sem einnig styður sjálfstæði
héraðsins.
Þegar 98% atkvæða höfðu verið
talin í gærkvöldi hafði Junts pel Sí
fengið tæp 40% atkvæða og 62 þing-
sæti en CUP rúm 8% atkvæða og 10
þingsæti. Saman hafa flokkarnir því
tæp 48% atkvæða og 72 þingsæti,
sem tryggir þeim meirihluta á
þinginu sem telur 135 þingmenn.
Virðist því sem ekkert sé því til
fyrirstöðu að aðskilnaðarsinnar
myndi meirihluta og sameinist þann-
ig um að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni.
Bæði Junts pel Sí og CUP höfðu lýst
því yfir fyrir kosningar að niðurstaða
sem þessi myndi gera þeim kleift að
lýsa yfir sjálfstæði innan átján mán-
aða. Yrði það gert eftir áætlun þar
sem héraðsyfirvöld kæmu sér upp
her, seðlabanka og dómskerfi.
Aðskilnaðarsinnar gætu þó
mætt ýmsum hindrunum við myndun
nýs meirihluta. „Það mun ekki reyn-
ast auðvelt,“ segir spænski stjórn-
málaskýrandinn Josep Ramoneda í
samtali við The Guardian. Flokks-
menn í CUP hafa þannig mótmælt
þeirri hugmynd að Mas myndi leiða
nýja ríkisstjórn. Því til stuðnings
benda þeir á röð spillingarhneyksla
sem skekið hafa flokkinn á und-
anförnum árum. Þá vilja þeir að-
skilnað frá Spáni ennþá fyrr, í stað
þess að bíða í þá átján mánuði sem
Junts pel Sí hefur lagt til.
Vinsamlegur aðskilnaður
Þegar Mas greiddi atkvæði sitt í
gær notaði hann tilefnið til að segja
að héraðsstjórnin hefði allan hug á að
slíta héraðið frá Spáni með vingjarn-
legum hætti.
„Ef úrslitin verða okkur hliðholl
þá munu opinberar stofnanir héraðs-
ins setjast niður og funda með
spænskum stofnunum, framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins og öðr-
um Evrópulöndum, til að reyna að
leysa þetta mál með jákvæðum hætti
fyrir okkur öll, ekki aðeins Katalón-
íu.“
Allir Spánverjar eigi að kjósa
Eftir að spænska ríkisstjórnin
hindraði héraðsstjórnina í að halda
atkvæðagreiðslu um úrsögn héraðs-
ins frá Spáni hefur Mas ítrekað sagt
að héraðsþingkosningarnar fælu í
sér óbeina kosningu um sjálfstæði.
Atkvæði „gegn sjálfstæði“ í gær
dreifðust á meðal fjölda flokka, þar á
meðal Lýðflokks forsætisráðherrans
Mariano Rajoy. Ríkisstjórn hans
hefur sagt hvers kyns ráðagerðir um
úrsögn vera „þvætting“. Hefur
Rajoy fullyrt að vegna þess að missir
Katalóníu hafi áhrif á allan Spán, sé
lýðræðislega leiðin að allir Spánverj-
ar eigi að fá að kjósa um framtíð hér-
aðsins.
Hagsæld eftir fall Francos
Hraður viðsnúningur til lýð-
ræðis eftir andlát einræðisherrans
Franco árið 1975 hafði í för með sér
visst valdaframsal til Katalóníu og
annarra héraða Spánar. Þá tók við
mikil hagsæld, þar sem Barcelona
varð fljótt ein fremsta borg álfunnar.
Kreppan hefur þó á síðustu árum
læst krumlum sínum um héraðið og
var atvinnuleysi á síðasta ári um
20%. Héraðið, sem telur 16% íbúa
Spánar, stendur undir um 20% af
þjóðarframleiðslunni. Hefur sú til-
finning verið ríkjandi að ríkis-
stjórnin taki mun meira til sín frá
Katalónum en hún gefur til baka.
AFP
Bless, Spánn Forseti héraðsstjórnarinnar, Artur Mas, veifar stuðningsmönnum sínum þar sem þeir voru saman
komnir til að fagna niðurstöðum þingkosninganna sem fram fóru í gær. Stefnir hann á aðskilnað innan 18 mánaða.
Katalónar skrefi nær sjálf-
stæði eftir þingkosningar
Aðskilnaðarsinnar sigruðu í kosningum Myndun stjórnar gæti reynst erfið
Frakkar hafa í fyrsta sinn ráðist úr
lofti á vígamenn Íslamska ríkisins í
Sýrlandi. Franskar orrustuþotur
lögðu þjálfunarbúðir í bænum Deir
al-Zour í rúst, að sögn Francois
Hollandes Frakklandsforseta.
Bandalag undir forystu Banda-
ríkjamanna hefur nú í rúmt ár stað-
ið fyrir loftárásum gegn samtök-
unum í Sýrlandi og Írak. Frakkar
hafa þó hingað til takmarkað árásir
sínar við íraska lofthelgi.
Hafa þeir lýst því yfir að alþjóða-
lög hindri þá í árásum innan Sýr-
lands. Ríkisstjórnin hefur þó nú
sæst á að baráttan gegn Íslamska
ríkinu sé það mikilvægasta á svæð-
inu, samkvæmt frétt BBC.
Frakkar gera í fyrsta
sinn loftárásir gegn
Íslamska ríkinu
AFP
Þotur Frakkar á flugi í Sýrlandi í gær.
SÝRLAND
Frans páfi
fundaði og bað
bænir með litlum
hópi fórnar-
lamba kynferðis-
ofbeldis í Fíladel-
fíu í gær. Sagði
hann „Guð
gráta“ kynferðis-
ofbeldi gegn
börnum og að
kirkjunnar menn myndu þurfa að
sæta afleiðingum gjörða sinna ef
þeir misnotuðu eða brygðust
trausti barna.
Mörg fórnarlömb kynferðisof-
beldis eru reið kirkjunni vegna
slæmrar meðhöndlunar á ásök-
unum gegn prestum og öðrum
starfsmönnum kirkjunnar í Banda-
ríkjunum.
Guð gráti kynferðis-
ofbeldi á börnum
Frans páfi
PÁFINN Í BANDARÍKJUNUM