Morgunblaðið - 28.09.2015, Síða 18

Morgunblaðið - 28.09.2015, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * ** Viktor Orban, for- sætisráðherra Ung- verjalands, hvetur Evrópusambandið til að styrkja uppbygg- ingu fyrir flóttafólk í nágrannaríkjum Sýr- lands. Í viðtali við þýzka blaðið Bild legg- ur hann til framlag til þess um 450 milljarða króna, ekki dugi minna til að stemma stigu við straumi sýrlenzks flóttafólks til Evrópu. Þetta er ánægjuleg uppástunga forsætisráðherrans ungverska, sem glíma hefur þurft við gríðarlegan straum flóttamanna og farandfólks í gegnum landið á síðustu vikum. Hann vill að stuðningurinn renni til Tyrklands, Jórdaníu og Líbanons; þar dvelja milljónir Sýrlendinga í flóttamannabúðum við lakan kost og versnandi. Styrkinn eigi að nýta til að bæta kjör flóttafólks, svo að það freistist síður til þess að halda för sinni áfram til Evrópu. Hvert ESB-land þurfi að borga 1% meira en það gerir í dag í sameiginlega sjóði sambandsins til að fjármagna þessa áætlun, segir Orban. Dugi það ekki, beri að hækka fjárstuðn- inginn „unz flóttamannastraum- urinn fjarar út“. Þetta er jákvæðara framlag til lausnar stærstu vandamála en sú róttæka tillaga varakanzlarans þýzka, Sigmars Gabriel, að tekin verði inn hálf milljón flóttamanna á þessu ári og meira í framhaldinu. Takið einnig eftir þessu viðhorfi Viktors Orban: „Fólk sem kemur frá Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu er ekki að flýja lífshættu, að hans sögn, það sé þegar komið í skjól. Það haldi ekki til Evrópu í leit að öryggi, heldur betra lífi, þýzku lífi eða kannski sænsku. Fólk eigi hins vegar enga grundvallarkröfu til betra lífs, aðeins til þess að lifa við öryggi og mannlega reisn.“ (Rúv sagði frá.) Það skyldi þó ekki verða svo, að sá evr- ópski stjórnmála- maður, sem hvað mest hefur verið skammaður fyrir hörku í garð innflytj- enda á liðnum vikum, reynist, þegar upp er staðið, hinn nýtasti tillögumaður og hreinn bjarghringur fyrir Evrópusam- bandið, sem er komið í algert klúður í sín- um flóttamannamálum? Athyglisvert var að heyra frétta- flutning Ingólfs Bjarna Sigfússonar í hádegisútvarpi Rúv 12. þ.m. Þar kom m.a. fram, að farið er að flokka flóttafólkið gróft séð í „tvær þvögur fólks“, og er önnur fjöl- skyldufólk, en hin ungir karlmenn, og er sú þvagan mun stærri! Og þetta eru karlmenn á her- skyldualdri, menn frá átakalandinu Sýrlandi, en einnig að hluta frá Pakistan, Afganistan, Sómalíu og Erítreu. Sér það ekki hver maður með vitglóru í kollinum, að þarna hefur róttækum samtökum islamista ge- fizt tækifæri til að lauma til Evr- ópu sínum útsendurum, sem síðan fá búsetu í hverju landinu á eftir öðru? Hvar er eftirlitið og öryggið, sem Schengen-samkomulagið átti að tryggja?! Schengen hefur í reynd verið varpað fyrir róða – öllu heldur fyrir múslimska hálfmán- ann! Það er nákvæmlega ekkert ómannúðlegt við þá tillögu Viktors Orban, að byggð verði upp góð að- staða fyrir flóttafólk í nágranna- ríkjum Sýrlands. Tómt mál er að tala um uppbyggingu í Sýrlandi sjálfu í bili, þótt taka megi undir þá tillögu háttsetts manns hjá SÞ, að stórveldin geri allt hvað þau geti til að enda stríðið, það eigi að geta tekizt á einum mánuði. En þvert gegn því eru Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar annars vegar og Rússar hins vegar að stefna þar að enn meiri átökum með virkri að- stoð við gagnstæða stríðsaðila. Í nágrannaríkjum Sýrlands er töluð sama arabískan og flestir Sýrlendingar tala, ennfremur er þar sama trúin að mestu og gagn- kvæm aðlögun því auðveldari en í Norðurálfunni. Verði þessum 450 milljörðum króna (og helzt meira) varið til að byggja upp atvinnu- tækifæri, veita fólki húsaskjól og virðingarverða neyðarhjálp á með- an, auk skólahalds fyrir börnin, þá gæfust þarna tækifæri til að grafa brunna, hefja áveitur, rækta upp eyðilönd og ýta úr vör blómlegu at- hafnalífi fyrir þetta stríðshrjáða fólk … og atvinnulausa. Styrkurinn (sem myndi raunar borga sig afar vel fyrir ESB sjálft og fyrir friðarhorfur framtíðar) gæti þannig auðgað móttökulöndin að nýjum efnahagshvata og öflugu framlagi nýrra ríkisborgara til upp- byggingar betra samfélags, jafnvel framhaldsskóla allt upp í háskóla. Og það er engin ástæða til að und- anskilja lönd eins og Jórdaníu og Saudi-Arabíu frá aðstoðinni. Og sérstök ástæða væri fyrir Ísrael til að sýna nú lit á því að leggja fram skerf til þessara mála líka. Þetta gæti orðið bezta leiðin til að vestræn menning og miðaust- urlenzk nái saman um það sem já- kvætt er og gefandi, í stað alls þess haturs og árekstra, allra þessara uppreisna, borgarastyrjalda og inn- rása, sem hafa verið einkennandi fyrir samskipti ríkja Mið-Austur- landa og annarra utanaðkomandi frá því seint á síðustu öld. Því ber að fagna þessu góða framtaki Vikt- ors Orban. Frábær ungversk lausn á flóttamannavanda Eftir Jón Val Jensson » Þetta gæti orðið bezta leiðin til að vestræn menning og miðausturlenzk nái saman um það sem já- kvætt er og gefandi. Jón Valur Jensson Höfundur er guðfræðingur, ættfræðingur og prófarkalesari. Fátt er meira rætt en húsnæðisleysi ungra Íslendinga sem vart komast heiman frá foreldrum sínum til að leigja eða kaupa íbúð á sanngjörnu verði. Eins á fjöl- skyldufólk og þeir sem eldri eru margir hverj- ir í erfiðleikum með að halda húsnæði sínu eða finna nýtt. Gæti þéttur kjarni smáhýsa svar- að kalli þessa fólks? Horfum til breytinga í örugg, falleg og þægileg bjálka- eða timburhús í burstabæj- arstíl. Staðsetning slíkrar smáhýsa- byggðar gæti verið víða, ég nefni Álftanes í Garðabæ og Geldinganes í Reykjavík. Margir aðrir staðir koma til greina. Hagur margra Smáhýsabyggð er góður val- kostur fyrir Reykjavíkurborg og ná- grannasveitarfélög sem gætu lækk- að kostnað nýbygginga á höfuð- borgarsvæðinu. Margir tækju því fagnandi að fá tækifæri til að festa kaup á eða leigja smáhýsi í bursta- bæjarstíl á fallegum stað við strönd- ina. Fýsilegur kaupendahópur eru Ís- lendingar heima og erlendis, hót- eleigendur og viðskiptamenn sem gætu séð sér hag í því að fjárfesta í slíkri byggð. Borgarhlið Reisulegt borgarhlið stendur við smáhýsabyggðina sem skartar há- reistum þökum og gefur henni fal- legt og tignarlegt yfirbragð. Í borg- arhliðinu er aðstaða fyrir starfs- menn sem sjá um öryggismál og rekstur svæðisins. Smáhýsabyggðin sam- anstendur ekki ein- ungis af íbúðarhúsum heldur er þar ýmis þjónusta eins og mat- vöruverslun, kaffihús og banki. Markaðstorg sjávar og sveita Nálægð við sjóinn býður upp á marg- víslega möguleika með góðri aðkomu báta að svæðinu. Björgunarsveitir gætu haft hag af siglingum til og frá byggðinni. Miðað við staðsetningu slíkrar byggðar við ströndina er tilvalið að hafa opið svæði sem hægt er að nýta til ýmissa uppákoma árið um kring. Má þar nefna markaðstorg þar sem íslenskar afurðir eru kynntar og seldar gestum og gangandi. Fjöldi Íslendinga, ásamt straumi ferða- manna, kæmi á slíkan stað. Fyrstu skrefin Smáhýsabyggð við sjávarsíðuna með fegurð sólseturs og fjallasýnar verður seint metin til fjár. Þarna verður eftirsótt að búa fyrir fólk á öllum aldri. Garðabær eða Geldinga- nes gætu orðið fyrstu staðirnir þar sem farið yrði í að reisa slíka byggð smáhýsa, öllum til góðs. Margir gætu fylgt á eftir. Garðabær eða Geldinganes Eftir Gísli Holgersson Gísli Holgersson » Smáhýsabyggð við sjávarsíðuna með fegurð sólseturs og fjallasýnar verður seint metin til fjár. Höfundur er kaupmaður. Það að vera á móti eða hafa efasemdir um sniðgöngu Reykja- víkurborgar á ísr- aelskum vörum hefur ekkert með ást eða hatur á mannrétt- indum að gera. Fyrir það fyrsta þá er það nánast öruggt að ákvörðun borg- arinnar er brot á stjórnarskrá sem bannar mismunun á grundvelli þjóðernis, trúarbragða, litarháttar og þess háttar atriða. Svo má benda á ýmsar skuld- bindingar sem Íslendingar hafa gengist undir á alþjóðavettvangi sem hreinlega ganga gegn slíkri sniðgöngu. Ákvörðun borgarinnar hefur akk- úrat ekkert lögformlegt gildi, held- ur má frekar líta á hana sem van- hugsaða yfirlýsingu sem skaðað gæti bæði alþjóðlega og viðskipta- lega hagsmuni Íslendinga. Þegar þetta er skrifað hafa borist fréttir af því að víða hafi erlendir birgjar afþakkað íslenskar vörur, annríki verið í mörgum sendiráðum okkar og afpantanir ferðamanna á ferðum hingað stóraukist. Allt vegna þessa fádæmalausa kjána- skapar borgarstjórnarmeirihlutans. Það sýnir kannski best sjálf- hverfu meirihlutans að hann telur aðgerðirnar í lagi, þar sem þær skaði ekki borgina beint. Það að meirihlutinn hafi nánast talið þessa sniðgöngu sitt einkamál og varla meira en góða kveðju- gjöf til fráfarandi borg- arfulltrúa setur sjálf- hverfu meirihlutans í meistaraflokk og má meirihlutinn eflaust vænta doktorsgráðu eða Nóbelsverðlauna fyrir sjálfhverfu. Ég tel að ríkisstjórn Íslands verði að taka af skarið og fordæma þennan kjánaskap borgarstjórnarmeiri- hlutans og beita meiri- hlutann þrýstingi til þess að falla frá þessari ákvörðun sinni, sem valdið getur margfalt meiri skaða fyrir þjóðarbúið en nokkur getur ímyndað sér. Hann er bara ekki í boði lengur sá valkvæði misskiln- ingur meirihlutans að telja starfs- svið sitt allt annað en lög gera ráð fyrir. Það er bara engan veginn í lagi að brjóta lög og ganga gegn alþjóð- legum skuldbindingum okkar, þótt okkur finnist einhverjir ein- staklingar eða þjóðir brjóta lög eða mannréttindi. Doktorsgráða í sjálfhverfu Eftir Kristin Karl Brynjarsson Kristinn Karl Brynjarsson » Það er bara ekki í boði lengur sá val- kvæði misskilningur meirihlutans að telja starfssvið sitt allt annað en lög gera ráð fyrir. Höfundur er annar varaformaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.