Morgunblaðið - 28.09.2015, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 271. DAGUR ÁRSINS 2015
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Hið sanna loks komið í ljós
2. Lét sig hverfa í 31 ár
3. Rekin fyrir átök við nauðgara
4. Tvær leitir í gærkvöldi og í nótt
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir á
litla sviðinu 1. október kl. 20 nýtt ís-
lenskt verk, Sókrates eftir Berg Þ.
Ingólfsson og Kristjönu Stefáns-
dóttur í leikstjórn Rafaels Bianci-
ottos og Bergs Þórs Ingólfssonar.
Trúðunum er ekkert óviðkomandi og
þeir ætla að þessu sinni að tækla
heimspekina og taka Sókrates sér til
fyrirmyndar og spyrja spurninga. Í
opinni og einlægri nálgun glíma þeir
við stóru spurningarnar og eru í senn
fyndnir og harmrænir, grimmir og
góðir.
Egill Ingibergsson gerir leikmynd
og lýsingu en Kristjana Stefánsdóttir
samdi tónlistina. Auk Bergs og Krist-
jönu leika í verkinu þær Kristín Þóra
Haraldsdóttir og Maríanna Clara
Lúthersdóttir.
Trúðaóperan Sókrat-
es senn frumsýnd
Franski dávaldurinn og kvikmynda-
gerðarmaðurinn Gurwann Tran Van
Gie, sem var valinn listamaður hins
árlega samstarfs á milli þriggja há-
tíða: RIFF, Hors Pistes-hátíðarinnar í
París og Air d’Islande, sýnir nýjasta
kvikmyndaverkefni sitt, Honest Ex-
perience, og verður með hóp-
dáleiðslu við lifandi tónlist að kvik-
myndasýningu lokinni.
Myndin er tilraunakennd og fjallar
um heilindi. Hún birtir fjóra ein-
staklinga, dáleidda af
Gurwann, sem spyr út í
sannleikann um það
sem knýr þá til þess
að skapa og hafa áhrif.
Sýningin fer
fer fram á
morgun í
Gerðarsafni
kl. 20.
Hópdáleiðsla í
Gerðarsafni á RIFF
Á þriðjudag Útlit fyrir vestanhvassviðri, jafnvel storm, með rign-
ingu um morguninn, síðan hægari og skúrir, en léttir smám saman
til á Austurlandi. Gengur í suðvestan 13-20 m/s og rigning.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 10-15 m/s og rigning fyrst á Suð-
austurlandi. Norðlægari fyrir vestan en hvessir fyrir austan og
bætir í úrkomu. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Austurlandi
VEÐUR
„Ég ákvað strax og ég
meiddist í febrúar að ég
ætlaði að leggja allt í söl-
urnar til þess að mæta sem
fyrst til leiks aftur með
Fram. Það er gaman að upp-
skera í dag eftir vinnu síð-
ustu mánuði,“ sagði Sigur-
björg Jóhannsdóttir,
fyrirliði handknattleiksliðs
Fram, sem lék sinn fyrsta
leik með samherjum sínum
eftir sjö mánaða fjarveru,
gegn Haukum. »8
Uppskera eftir
mikla vinnu
„Þetta er verðskuldaður Íslands-
meistaratitill og það er stórkostlegt
að hafa verið þátttakandi í því að
vinna titilinn með FH í öll þessi
skipti,“ sagði marka-
hrókurinn Atli Viðar
Björnsson eftir að
hann varð Íslands-
meistari í knatt-
spyrnu í sjöunda
sinn með FH á
laugardag-
inn. Atli Við-
ar hefur ver-
ið í liði FH í öll
skiptin sem liðið
hefur orðið Íslands-
meistari í knatt-
spyrnu karla. »1
Stórkostlegt að hafa
verið með í öll skiptin
Akureyri handboltafélag er enn, eitt
liða, án stiga í úrvalsdeild karla í
handknattleik, Olís-deildinni. Fimmta
tap liðsins á keppnistímabilinu varð
staðreynd í gær þegar liðið sótti FH-
inga heim. Litlu munaði þó hjá Ak-
ureyringum eftir að þeir náðu að
snúa vonlítilli stöðu upp í jafnan leik
á síðustu mínútunum. FH marði sigur
með einu marki, 28:27. »4
Akureyringar bíða enn
eftir fyrsta sigrinum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Kristján Baldursson bygginga-
tæknifræðingur hefur sannarlega
breytt um takt í lífi sínu. Er hættur í
byggingunum og farinn að kenna
jóga. Má segja að hann fylgi í kjölfar
konu sinnar, Þóreyjar Eyþórsdótt-
ur, sem segist
alltaf hafa komið
draumum sínum í
framkvæmd.
„Þótt við séum
bæði komin af
léttasta skeiði þá
er viljinn til að
njóta lífsins ávallt
til staðar – og
ekki er verra ef
aðrir vilja njóta
þess með okkur,“ segir Þórey.
Þórey og Kristján reka Gallerí
Vest og jógastöð á Hagamel 67. Þar
er Þórey með vinnuaðstöðu fyrir
vefnað og textíl ásamt vinnustofu til
að mála. Hún notar aðallega veggina
í sýningarsalnum þegar hún sýnir
eigin verk eða annarra og því nýtist
gólfplássið Kristjáni vel til að kenna
kúndalíní-jóga.
Veikindi breyttu lífinu
„Við fluttum aftur til Noregs eftir
hrun, eftir að fyrirtækið sem ég
vann hjá hætti. Ég þekki vel til í
Noregi og fékk strax vinnu þar við
byggingastjórn,“ segir Kristján þeg-
ar hann lýsir aðdragandanum að
vinkilbeygjunni sem hann tók. Úti
veiktist hann af illkynja krabba-
meini og varð að hætta að vinna. Líf
þeirra beggja snerist um veikindin
þessi árin, annað varð að víkja.
„Ég fór að hugsa minn gang. Ég
hef alltaf haft áhuga á andlegum
fræðum, alveg frá því ég var ung-
lingur. Úti sá ég auglýst nám í jóga
og ákvað að fara í það,“ segir Krist-
ján. Það var ársnám.
Eftir að þau fluttu heim frá Nor-
egi fyrir tveimur árum sá Þórey
auglýst bakarí í verslunarmiðstöð-
inni á Hagamel 67. Það kitlaði eitt-
hvað enda búa þau þar rétt hjá og
vantaði umgjörð um áhugamálin /
vinnuna. Þegar þau sáu fram á að
þau eða dætur þeirra myndu ekki
nýta húsið sem þau áttu í mörg ár á
Akureyri og ákváðu að selja, kom í
ljós að bakaríið var enn til sölu og
þau slógu til og festu kaup á því.
Þau hafa breytt afgreiðslunni í
sýningarsal og jógastúdíó en bak-
aríið sjálft er orðið vinnuaðstaða
þeirra, sérstaklega Þóreyjar, eins og
áður segir.
Jóga heldur mér ungum
Kristján er byrjaður að kenna
jóga. „Ég bauð sérstaklega vel-
komna íbúa sem komnir eru um sex-
tugt. Það gekk ljómandi vel og ég
fékk góða aðsókn strax í upphafi. Ég
er að fara af stað með nýja dagskrá
nú í haust. Við erum tvö með nám-
skeiðin, Estrid Þorvaldsdóttir jóga-
kennari er með mér.
Kristján er ánægður með þróun-
ina sem varð eftir að hann varð að
endurmeta stöðuna. „Það er mikil-
vægt að hafa vinnu á efri árum sem
maður getur skemmt sér við. Það
hefur tekist hjá mér. Það hefur gefið
mér mikið að fara í jóganámið. Það
heldur mér ungum að stunda jóga.
Og það er verkefni mitt þessi árin að
kenna öðrum það sem ég hef lært,“
segir Kristján.
Skemmta sér við vinnuna
Reka Gallerí
Vest og jógastöð
á Hagamel
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Gallerí Vest Kristján Baldursson og Þórey Eyþórsdóttir eiga sér notalegt afdrep í bakgarðinum í Gallerí Vest.
Þórey Eyþórsdóttir sýnir á sér nýja
hlið á sýningu sem hún opnaði í
Gallerí Vest um síðustu helgi. Sýnir
auk olíumálverka, akrílverk, vatns-
litamyndir og einþrykksmyndir.
„Verkin á sýningunni hef ég mest
unnið þegar ég hef dvalið við störf
erlendis og tekið námskeið í vatns-
litun, málun, grafík og batík hjá
listamönnum af ólíku þjóðerni.“
Þórey hóf starfsferil sinn sem
vefnaðarkennari fyrir fimmtíu ár-
um. Ævistarfið átti þó eftir að ein-
kennast af ólíkum viðfangsefnum,
eins og sérkennslu, skólastjórn,
ráðgjöf, greiningu og meðferð á
sviði talmeinafræða, uppeldis- og
sérkennslufræða og sálfræði.
Listagyðjan hefur alla tíð fylgt
henni og hún hefur tekið þátt í sýn-
ingum hér á landi, í Noregi og Dan-
mörku. Þórey er heldur ekki ný-
græðingur í rekstri gallería því hún
var með Gallerí AllraHanda og
Heklusal á Akureyri í rúm 10 ár. „Ég
gleymi stað og stund. Listsköpun er
næring fyrir sálina og mér finnst
tíminn standa í stað.“
Næring fyrir sálina
ÞÓREY HEFUR FENGIST VIÐ MÖRG OG ÓLÍK VERKEFNI
Kristján
Baldursson
VEÐUR » 8 www.mbl.is