Morgunblaðið - 28.09.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2015
Einu sinni sem oftar færðu þing-menn stjórnarandstöðunnar
fundarstjórn forseta í tal síðastlið-
inn fimmtudag. Að þessu sinni sner-
ist umræðan um „fundarstjórn“ um
rammaáætlun.
Svo virðist semstjórnarand-
stöðunni verði venju
fremur mál að ræða
fundarstjórn þegar
rammaáætlun er til
meðferðar í þinginu
og að þessu sinni
þurfti að verja 40
mínútum í þessa um-
ræðu um ekki neitt.
Vandlætararþingsins komu upp í röðum,
sumir oftar en einu sinni, og voru
ámóta málefnalegir og venja er.
Katrín Júlíusdóttir taldi brýnt aðkoma þessu á framfæri:
„Menn höfðu það svo náðugt í sum-
arfríinu að þeir ákveða að þetta
gangi nú ekki lengur og nú þurfi að
henda í eina átakaköku. Sú kaka
var bökuð í morgun.“
Róbert Marshall átti ekki síðra erindi í ræðustól Alþingis með
sögu um múrmeldýr. Hún hófst
með þessum orðum: „Það mun vera
hægt vestra að segja til um lengd
vetrar miðað við það hvenær eitt-
hvert tiltekið múrmeldýr sýnir sig
út úr holu sinni.“ Óþarft er að vitna
frekar í þessa ræðu; hver maður sér
hvílíkur vísdómur þar var á ferð.
Stjórnarandstaðan hefur hafiðsama leik og á liðnu þingi þar
sem hún gekk ekki aðeins fram af
almenningi í landinu heldur sjálfri
sér einnig.
Þess vegna lofaði hún bót ogbetrun, en hvar eru efndirnar?
Katrín
Júlíusdóttir
Múrmeldýrið og
kökubaksturinn
STAKSTEINAR
Róbert Marshall
Veður víða um heim 27.9., kl. 18.00
Reykjavík 9 skýjað
Bolungarvík 10 rigning
Akureyri 10 léttskýjað
Nuuk 2 skýjað
Þórshöfn 12 skúrir
Ósló 15 heiðskírt
Kaupmannahöfn 16 heiðskírt
Stokkhólmur 13 heiðskírt
Helsinki 12 léttskýjað
Lúxemborg 15 heiðskírt
Brussel 16 léttskýjað
Dublin 16 skýjað
Glasgow 17 léttskýjað
London 17 léttskýjað
París 17 heiðskírt
Amsterdam 16 léttskýjað
Hamborg 15 léttskýjað
Berlín 16 heiðskírt
Vín 16 skýjað
Moskva 20 heiðskírt
Algarve 25 léttskýjað
Madríd 26 léttskýjað
Barcelona 21 léttskýjað
Mallorca 25 léttskýjað
Róm 22 léttskýjað
Aþena 23 skýjað
Winnipeg 15 skýjað
Montreal 17 léttskýjað
New York 18 heiðskírt
Chicago 20 alskýjað
Orlando 28 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
28. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:28 19:10
ÍSAFJÖRÐUR 7:34 19:14
SIGLUFJÖRÐUR 7:17 18:57
DJÚPIVOGUR 6:58 18:39
Árin segja sitt1979-2015
Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans
Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás.
Laugarásvegi 1
104 Reykjavík • laugaas.is
)553 1620
Verið velkominn
Lauga-ás hefur frá 1979
boðið viðskiptavinum
sínum uppá úrval af
réttum þar sem hráefni,
þekking og íslenskar
hefðir hafa verið hafðar
að leiðarljósi.
Í þingsályktunartillögu sem var lögð
fram síðasta fimmtudag er lagt til að
Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni
að stuðla að því á alþjóðavettvangi að
komið verði á skatti á fjármagns-
hreyfingar – Tobin skatti. Þá álykti
Alþingi að fela fjármálaráðherra að
skipa starfshóp er kanni hvort fýsi-
legt sé að taka upp slíkan skatt á Ís-
landi með það að markmiði að hann
verði þá innleiddur 1. janúar 2017.
Fjármálaráðherra kynni Alþingi nið-
urstöðu starfshópsins eigi síðar en
15. mars 2016.
Að tillögunni standa Ögmundur
Jónasson, Valgerður Bjarnadóttir,
Frosti Sigurjónsson og Birgitta
Jónsdóttir. „Taldi Tobin að skattur á
fjármagnsflutninga, einkum þegar
um skammvinna fjármálagerninga
væri að ræða, gæti reynst hentugt
stjórntæki til að fást við afleiðingar
spákaupmennsku á fjármálakerfi
ríkja og benti auk þess á skattinn
sem haldbæra leið til tekjuöflunar til
ýmissa brýnna opinberra viðfangs-
efna,“ segir í greinargerð með þings-
ályktunartillögunni. Þá kemur fram
að framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins lagði haustið 2011 fram til-
lögu að tilskipun um skatt á fjár-
magnshreyfingar í löndum
Evrópusambandsins þar sem gert er
ráð fyrir 0,1% skatti á hluta- og
skuldabréf og 0,01% skatti á afleiðu-
viðskipti. isb@mbl.is
Vilja skatt gegn spákaupmennsku
Þingsályktun-
artillaga lögð fram
um Tobin-skatt
Morgunblaðið/Golli
Skattheimta Tobin-skatturinn er
lagður á fjármagnshreyfingar.
Trúfélagið Vegurinn í Kópavogi
hefur sótt um lóð í sveitarfélaginu
undir starfsemi kirkjunnar. Um-
sóknin var til afgreiðslu á fundi
bæjarráðs Kópavogs 24. september
síðastliðinn, en erindinu var vísað
til bæjarstjóra til afgreiðslu.
Að sögn Ásdísar Bjargar Krist-
insdóttur, forstöðumanns kirkj-
unnar, eru áform um lóðarkaup þó
ekki ákveðin og hugmyndin um
framtíðarhúsakost safnaðarins
ekki fullmótuð.
„Við sendum inn formlega beiðni
um lóð. Þetta er langtímaplan og
ekkert í hendi. Kirkjan er að íhuga
hvaða möguleikar eru í stöðunni,
við erum nú á annarri hæð og það
er ekki lyfta í húsinu. Þar af leið-
andi komast fatlaðir einstaklingar
og gamalmenni ekki upp. Það er
okkar þrá að komast á jarðhæð og
þess vegna ákváðum við að skoða
möguleikann á því hvort þetta væri
hagstæðast eða þá að við myndum
kaupa hús á jarðhæð,“ segir Ásdís.
Að hennar sögn gæti tekið mörg
ár að verða við beiðninni og vanga-
veltur kirkjunnar séu á frumstigi.
Aðspurð hvort söfnuðurinn hafi
stækkað síðustu ár segir Ásdís að
meðlimum hans hafi fjölgað lítil-
lega. Aðalástæðan fyrir því að
kirkjan leiti húsnæðis sé þó tengd
aðgengismálum. jbe@mbl.is
Trúfélagið
Vegurinn
sækir um lóð