Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Qupperneq 4
Nú er hið frábæra 30 ára afmælisár að baki og við taka önnur en ekki síður spennandi verk
efni. Allir atburðir afmælisársins tókust
einstaklega vel, jafnt málþingin, sem
skólatöskudagar og ekki síst ráðstefnan
í lok september og glæsilegt afmælishóf
í lok hennar. Þetta er einungis mögu
legt vegna þess að félagsmenn eru virk
ir, bæði í að leggja fram efni sem og að
mæta og taka þátt í umræðum. Á ráð
stefnunni kynntu 80 iðjuþjálfar rann
sóknir sínar í erindum og á veggspjöld
um. Geri aðrir betur í 189 manna
félagi.
Mikil aukning hefur orðið á um
fjöllun um iðjuþjálfun í fjölmiðlum á
undanförnum árum. Þetta hefur skilað
sér í því að fleiri landsmenn þekkja
hvaða þjónustu iðjuþjálfar veita og
eftirspurn eftir þjónustu iðjuþjálfa
hefur aukist. Fólk sem þarf á þjónustu
heilbrigðiskerfisins að halda, gerir kröf
ur um að njóta þjónustu iðjuþjálfa en
því miður er hún allt of víða af skorn
um skammti. Dæmi um það er mann
ekla á stærsta sjúkrahúsi landsins, Land
spítala Háskólasjúkrahúsi en þar eru
yfir 10 stöður iðjuþjálfa ómannaðar á
öllum deildum spítalans. Sömu sögu er
að segja um fleiri staði. Það liggur í
augum uppi að eftirspurn eftir þjónustu
iðjuþjálfa er langt umfram framboð.
Þrátt fyrir mikla fjölgun í stéttinni með
tilkomu námsbrautar í iðjuþjálfun við
Háskólann á Akureyri næst engan veg
inn að anna eftirspurn, útskrifa þarf
fleiri iðjuþjálfa. Á nýafstöðnum aðal
fundi Iðjuþjálfafélags Íslands kynnti
Guðrún Pálmadóttir, brautarstjóri í
iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri,
tölulegar upplýsingar um nýliðun í
stéttinni út frá brautskráningu frá
Háskólanum á Akureyri. Frá fyrstu
brautskráningu árið 2001 hafa 77 iðju
þjálfar lokið námi eða að meðaltali 13
á ári. Fyrstu 2 árin sem námsbrautin
starfaði var fjöldatakmörkun 15 nem
endur á ári en 1999 var hún hækkuð í
18. Af þessum 77 iðjuþjálfum sem hafa
brautskráðst eru 33 búsettir á Norður
landi eystra, 30 á höfuðborgarsvæðinu,
8 annars staðar á landinu og 6 eru
búsettir utan Íslands. Alltaf eru ein
hverjir sem kjósa að fara til náms í
öðrum löndum og teljast þeir ekki með
í þessum upplýsingum.
Það er vissulega ánægjulegt hversu
margir iðjuþjálfar eru starfandi á lands
byggðinni og hversu fjölbreyttum störf
um þeir sinna en það er nokkurt
áhyggjuefni ef ekki tekst að manna
stöður á höfðuðborgarsvæðinu.
Það er ljóst að eitt af megin verk
efnum stjórnar IÞÍ á næstu árum er að
stuðla að fjölgun í stéttinni með öllum
ráðum. Það er einnig mikilvægt að allir
félagsmenn taki þátt í að kynna
iðjuþjálfun ekki síst fyrir ungu fólki
sem er að velta fyrir sér framtíðarstarfi.
Haldið áfram því góða starfi sem þið
vinnið því þau eru mikilvægsta auglýs
ingin.
Lilja Ingvarsson formaður
Pistill formanns
■ Lilja Ingvarsson, formaður IÞÍ
• IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007