Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 7

Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 7
en eiga erfitt með að taka fyrsta skrefið. Líkamsræktin er í umsjón sjúkraþjálfara en iðjuþjálfi frá Ljósinu er einnig á staðnum til að halda utan um einstakl­ ingana. Stofnaður hefur verið aðstand­ endahópur og fengum við til liðs við okkur prest og hjúkrunarfræðing sem bæði hafa mikla reynslu af að vinna í hópum og unnið mikið með sorgar­ samtökunum Nýrri dögun. Tvisvar sinnum í viku göngum við meðfram sjónum við Ægissíðuna og kennum þeim sem vilja stafgöngu í leiðinni. Mikið er um sjálfboðastörf í Ljósinu og fullt af fólki sem hefur margvísleg hlutverk við að leiðbeina öðrum t.d. handverkshúsinu. Lækningarmáttur felst í því að fá að hjálpa öðrum og margir hafa á þann hátt fundið nýjan tilgang og ný hlutverk í lífinu. Ég sem iðjuþjálfi átti þann draum að byggja upp starfsemi sem væri heildræn og tæki tillit til þarfa neytenda. Eftir þetta fyrsta ár er ég sannfærð um að allt er hægt ef trúin á verkefnið er nægi­ lega sterk. Mikilvægt er að þeir einstaklingar sem koma í Ljósið fái tækifæri til að byggja upp sínar sterku hliðar svo auðveldara verði að takast á við lífið í breyttum aðstæðum. Lífið verður aldrei alveg eins og áður þar sem sú reynsla að greinast með krabbamein fylgir þeim ætíð. Sumir eru tímabundið í endurhæfingu og fara aftur í sömu hlutverkin og þeir voru í fyrir greiningu, aðrir þurfa að skipta yfir í ný hlutverk. ■ Það er vel við hæfi að fjalla um fjórða kafla siðareglna félagsins í blaði sem einmitt er tileinkað þessum málaflokki. Það er grein 4.2 sem er til umfjöllunar nú. Eins og áður er hér um að ræða stuttan pistil þar sem velt er upp nokkrum atriðum sem varða þessa grein. Það er mikilvægt að leyfa siða­ reglunum að tala til sín, velta þeim fyrir sér og merkingu þeirra. 4.2 Iðjuþjálfi eflir og bætir iðjuþjálfun í takt við þróun og breytingar í sam­ félaginu. Breytingar eru hluti af lífinu. Sumir sækjast í að breyta til, öðrum líkar betur við að halda sig við það sama. Í grein 4.2 í siðareglunum er bent á að gagnvart faginu okkar höfum við ekkert val. Það er hluti af starfi iðjuþjálfa að vera vak­ andi fyrir því að þróa fagið þannig að það svari sem best þörfum samfélagsins á hverjum tíma. Iðja fólks breytist og starf okkar sem iðjuþjálfar á að taka mið af þeim breytingum. Viðhorf okkar til lífsins eru okkur ekki alltaf meðvituð. Er ég fastheldin eða fagna ég breyt­ ingum? Hver sem viðhorf mín eru, er mikilvægt að staldra við og skoða hvaða áhrif þau hafa á mig sem fagmann. Þarf ég e.t.v. að vera opnari fyrir umhverfinu? Eða þarf ég að taka meira tillit til umhverfisins? Það er eðli fags að þróast og við tökum þátt í því á einn eða annan hátt. Við höfum misjafnar áherslur og sumum fellur betur en öðrum að láta til sín taka varðandi eflingu fagsins. Nýjum hugmyndum þarf að vinna fylgi og jafnvel breyta viðhorfum. Það er gott að allir eru ekki eins og mikilvægt að tileinka sér jákvæðni gagnvart þeim sem hafa þrek og þor til að vinna nýjar lendur innan fagsins. En um leið muna eftir því að allir hafa eitthvað að gefa til þróunar fagsins, hver á sinn hátt. Fyrir hönd Siðanefndar Iðjuþjálfafélags Íslands Guðrún Áslaug Einarsdóttir Pistill frá Siðanefnd – 4. Kafli iðjuþjálfi og samfélagið IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007 • 7

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.