Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Síða 9

Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Síða 9
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007 • 9 Karen Jacobs. Undirbúningsnefndin sá um að koma viðeigandi gögnum í prentun og koma þeim út til þátt­ takenda. Panta þurfti tvöfalt magn gagna og svo mikil var eftirspurnin að öll gögn kláruðust. Við undirbúning og vinnslu gagn anna var meðal annars unnið í samvinnu við undir bún ings­ nefnd IÞÍ fyrir 3L EXPÓ sýninguna sem haldinn var í Egilshöll í byrjun september 2006. Undirbúnings nefndin hefur tekið saman tölfræði legar niður­ stöður sem bár ust nefnd inni og sent þær áfram til Banda ríkjanna þar sem AOTA vill halda utan um slíkar upp­ lýsingar víðs vegar að úr heiminum. Fræðsla og forvarnir Skólatösku­ daganna fór þannig fram að iðju þjálfar voru með fyrirlestur fyrir bekki eða bekkjardeildir. Í flestum tilfellum fór fram sýnikennsla á því hvernig nota á skólatösk una og hvernig á ekki að nota hana. Einnig var farið yfir hvernig á að raða og pakka niður í skólatöskuna. Nem endum var boðið upp á að vigta skóla töskurnar sínar sem og sig sjálfa og í framhaldi var reiknað út hlutfall þyngdar tösku af eigin þyngd nem enda. Nem endur fengu allir blað með sér heim með fræðslu af sama tagi og fór fram í skóla stof­ unni sem eink um var ætlað til að leiðbeina foreldr­ um. Lagt var til líkt og gert er í Banda­ ríkjun um að heim­ sóttir yrðu nemend­ ur á mið stigi þar sem taskan þyngist eftir því sem börnin eldast. Auk þess sem reynsla iðju þjálfa sem hafa tekið þátt í Skóla töskudögum sýnir að álags ein kenni eru tíðari í efri bekkj ar deildum. Þeir iðjuþjálfar sem tóku þátt í verk­ efninu voru í mismunandi að stöðu. Sumir unnu þetta í sjálf boða vinnu en annars staðar féll þessi viðburður undir skilgreiningu á vinnu iðjuþjálfanna til dæmis í skólum. Aðrir voru á vettvangi með vilyrði frá vinnu veitanda þó svo að þessi nálgun félli ekki undir skil­ greiningu á daglegri vinnu þeirra. Þeir sem buðu fram krafta sína höfðu nokkuð frjálsar hend ur um framkvæmd­ ina. Þeir höfðu sam band við skóla að eigin vali, hvort heldur sem það var í nágrenni við vinnu staðinn, sem þeir tengdust vegna barna sinna eða skólar sem þeir unnu í. Þá höfðu þátttakendur frjálsar hendur með hversu marga bekki eða skóla þeir myndu heim sækja. Undir búnings nefndin óskaði eftir að fá að vita fyrirfram hvaða skólar yrðu fyrir valinu svo hægt væri að stýra því ef margir ætluðu í sama skólann sem og til að halda utan um fjölda gagna sem þurfti að panta úr prent un. Við brögð skól anna voru með eindæm um góð og höfðu nokkr ir skólar samband að fyrra bragði. Alls tóku 38 iðjuþjálfar beinan þátt í Skólatöskudögum 2006. Nokkuð var um að nemar fóru með iðjuþjálfum í skólana auk þess að Karen Jacobs var stödd hér á landi og tók virkan þátt. Heimsóttir voru um fjórð ungur grunn­ skóla landsins, 36 á landsbyggðinni og 17 á höfuð borgar svæðinu, alls 54 skólar. Tölulegar upp lýsingar bárust frá 33 skólum um rúm lega 2000 grunn­ skólanemendur eða tæplega 5% ís­ lenskra grunnskólabarna. Skólatöskudagar eru góð markaðs­ setning fyrir fagið og kynning á hlut­ verki iðjuþjálfa í samfélaginu. Umfjöll­ un um dagana var töluverð í fjöl miðl um. Fréttir birtust í Morg­ unblaðinu, Fréttablaðinu, Blað inu, Ríkis sjónvarpinu og viðtal var við iðjuþjálfa í þætti á Skjá einum. Þá voru fjölmargir svæðis fjölmiðlar með um­ fjöllun um þessa daga. Penn inn­ Eymund son hafði sam band við Iðju­ þjálfafélagið að fyrra bragði og óskaði eftir að styrkja átakið. Þeir kostuðu til prentun á stórum hluta gagnanna og maður á þeirra snærum sendi út frétta­ til kynningu og veitti ráð varðandi um­ fjöllun í fjölmiðlum. Þetta er fyrsta árið sem Skóla tösku­ dagar eru framkvæmdir á veg um félags­ ins á landsvísu. Undir búningsnefnd varð vör við mikinn áhuga á skóla tösku­ dögum innan skólakerfisins. Nokkr ir skólastjórn endur höfðu sam band að fyrra bragði og óskuðu eftir að fá fræðslu fyrir sína nemendur. Áhugi er hjá Iðjuþjálfafélagi Íslands á að halda Skólatöskudaga árlega sem fræðslu og markaðssetningu fyrir fagið. Mikilvægt er að virkja sem flesta í félaginu því að á þann hátt verða iðjuþjálfar mjög sýni­ legir í íslensku samfélagi. Höfundar eru iðjuþjálfar og unnu í undirbúningsnefnd IÞÍ fyrir Skólatöskudaga 2006 Skólataskan Skólataskan þarf að f alla þétt að hrygg barnsins og not a skal festingar yfir mjaðmar- og/eða brjóst. Stillið allar festingar s vo taskan haldist sem næst líka ma barnsins. Taskan má ekki vega meira en 10-20% af líkamsþyng d barnsins. Neðsti hluti töskunnar á að hvíla við mjóbakið og taskan á aldrei að ná lengra en 10 cm fyrir neðan mitti. Raðið í töskuna þanni g að hlutirnir renni ekki til í henni o g þyngstu hlutirnir eiga að vera sem næst baki barnsins.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.