Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Síða 16

Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Síða 16
1 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007 Í janúar árið 2000 hófst starfsemi Janusar endurhæfingar ehf. Undir­ búningur hafði staðið lengi yfir eða allt frá árinu 1996. Á þessum árum var mikil umræða í gangi í þjóðfélaginu um vaxandi fjölda öryrkja og úrræða­ leysi í þeirra málum. Að frumkvæði þáverandi framkvæmdastjóra Samein­ aða Lífeyrissjóðsins var ákveðið að leita leiða til að koma á fót atvinnu­ endurhæfingu fyrir þá sem höfðu verið lengi frá vinnumarkaði en höfðu samt vilja til að freista þess að komast aftur inn á þann markað. Það voru iðjuþjálfar sem undirbjuggu starfið og mótuðu hugmyndafræðina. Frá upp­ hafi var gert ráð fyrir að starfsemin yrði staðsett fyrir utan hefðbundnar endurhæfingarstofnanir og færi fram í beinni tengingu við samfélagið. Litið var þannig á að innviðir samfélagsins nýttust vel í endurhæfingu þátttakenda en þessa innviði þyrfti að sameina svo atvinnuendurhæfingin heppnaðist sem best. Þetta var og er gert í sam­ ræmi við eðli atvinnuendurhæfingar en hún stefnir að virkri samfélags­ þátttöku skjólstæðinga. Janus endur­ hæfing hefur náð að útfæra þessa hug­ myndafræði á síðastliðnum árum. Hinsvegar er þróunarvinnunni engan vegin lokið þrátt fyrir að starfsemin sé orðin föst í sessi enda tekur útfærsla á hugmyndafræði sem þessari í raun aldrei enda. Nýtt ,,líkan” í atvinnuendurhæfingu Þegar Janus endurhæfing tók til starfa stóð atvinnuendurhæfing á Íslandi á byrjunarreit. Til voru vernd­ aðir vinnustaðir og örfáir staðir þar sem fólk átti kost á starfsþjálfun. Flestir þessara staða voru á vegum Svæðis­ skrifstofu um málefni fatlaðra. Með tilurð Janusar endurhæfingar komu nýir straumar inn í málefni atvinnu­ endurhæfingar. Lykillinn að starfsem­ inni var samstarf heilbrigðis­ og menntakerfis. Atvinnuendurhæfingin var því staðsett úti í þjóðfélaginu í, einum stærsta framhaldsskóla landsins, Iðnskólanum í Reykjavík. Einnig hófst áður óþekkt samstarf við hina ýmsu lífeyris­ og sjúkrasjóði, banka og Ráð­ gjafastofu um fjármál heimilanna svo eitthvað sé nefnt. Þessi nýja hugsun og framkvæmd varð til þess að hægt var á áður óþekktan hátt að vinna með heildrænum hætti að æskilegum lausn­ um málefna þátttakenda Janusar endur­ hæfingar og gefa þeim þannig færi á að fóta sig á öruggari hátt að nýju inn á atvinnumarkaðinn. Janus endurhæfing og mennta­ kerfið. Janus endurhæfing hefur frá upphafi haft samstarf við Iðnskólann í Reykja­ vík um framkvæmd atvinnuendurhæf­ ingarinnar. Það gefur auga leið að það var ekki gert í einu vetfangi að fá tvö stór kerfi, heilbrigðis­ og menntakerfið til að starfa saman að ákveðnu verkefni. Það tók tíma fyrir báða aðila að skilja áherslur hvors annars og þá miklu möguleika sem fólust í samstarfinu. Þarfir þátttakenda atvinnuendurhæf­ ingarinnar voru oft þess eðlis að erfitt var fyrir menntakerfið að koma til móts við þær þrátt fyrir góðan vilja. Dæmi um þetta er til að mynda að þátt­ takendur í atvinnuendurhæfingunni þurftu og þurfa ,,sérhæfða“ kennslu. Fólk var og er með misjafnan bakgrunn í námi enda inntaka í endurhæfinguna byggð á allt öðrum forsendum en inn í menntakerfið. Í samstarfi iðjuþjálfa og kennara skólans var lagður grunnur að því hvaða fög og efni skyldi kenna í atvinnuendurhæfingunni sem og sú nálgun sem höfð yrði að leiðarljósi í kennslunni. Það var ákveðið að engin próf yrðu viðhöfð en í þeirra stað yrðu ákveðin verkefni og þátttakendur færu í gegnum atvinnuendurhæfinguna/ námið hver á sínum hraða. Út frá at­ vinnuendurhæfingarsjónarmiði var einnig ákveðið að starfsmaður Janusar ■ Kristín Siggeirsdóttir iðjuþjálfi, MSc. framkvæmdastjóri Janusar endurhæfingar ehf. Janus endurhæfing ehf. Atvinnuendurhæfing, þróun í þjóðfélagsins þágu ■ Guðrún Áslaug Einarsdóttir iðjuþjálfi og guðfræðingur, sviðsstjóri hjá Janusi endurhæfingu ehf. ■ Unnur Stefanía Alfreðsdóttir iðjuþjálfi Janus endurhæfinga ehf. Með tilurð Janusar endurhæfingar komu nýir straumar inn í málefni atvinnuendurhæfingar. ■ LykiLorð: Atvinnuendur­ hæfing, atvinnulegendur­ hæfing, starfsendurhæfing, heilbrigðiskerfi, menntakerfi ■

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.