Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Qupperneq 16
1 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007
Í janúar árið 2000 hófst starfsemi
Janusar endurhæfingar ehf. Undir
búningur hafði staðið lengi yfir eða
allt frá árinu 1996. Á þessum árum
var mikil umræða í gangi í þjóðfélaginu
um vaxandi fjölda öryrkja og úrræða
leysi í þeirra málum. Að frumkvæði
þáverandi framkvæmdastjóra Samein
aða Lífeyrissjóðsins var ákveðið að
leita leiða til að koma á fót atvinnu
endurhæfingu fyrir þá sem höfðu
verið lengi frá vinnumarkaði en höfðu
samt vilja til að freista þess að komast
aftur inn á þann markað. Það voru
iðjuþjálfar sem undirbjuggu starfið og
mótuðu hugmyndafræðina. Frá upp
hafi var gert ráð fyrir að starfsemin
yrði staðsett fyrir utan hefðbundnar
endurhæfingarstofnanir og færi fram í
beinni tengingu við samfélagið. Litið
var þannig á að innviðir samfélagsins
nýttust vel í endurhæfingu þátttakenda
en þessa innviði þyrfti að sameina svo
atvinnuendurhæfingin heppnaðist
sem best. Þetta var og er gert í sam
ræmi við eðli atvinnuendurhæfingar
en hún stefnir að virkri samfélags
þátttöku skjólstæðinga. Janus endur
hæfing hefur náð að útfæra þessa hug
myndafræði á síðastliðnum árum.
Hinsvegar er þróunarvinnunni engan
vegin lokið þrátt fyrir að starfsemin sé
orðin föst í sessi enda tekur útfærsla á
hugmyndafræði sem þessari í raun
aldrei enda.
Nýtt ,,líkan” í atvinnuendurhæfingu
Þegar Janus endurhæfing tók til
starfa stóð atvinnuendurhæfing á
Íslandi á byrjunarreit. Til voru vernd
aðir vinnustaðir og örfáir staðir þar
sem fólk átti kost á starfsþjálfun. Flestir
þessara staða voru á vegum Svæðis
skrifstofu um málefni fatlaðra. Með
tilurð Janusar endurhæfingar komu
nýir straumar inn í málefni atvinnu
endurhæfingar. Lykillinn að starfsem
inni var samstarf heilbrigðis og
menntakerfis. Atvinnuendurhæfingin
var því staðsett úti í þjóðfélaginu í,
einum stærsta framhaldsskóla landsins,
Iðnskólanum í Reykjavík. Einnig hófst
áður óþekkt samstarf við hina ýmsu
lífeyris og sjúkrasjóði, banka og Ráð
gjafastofu um fjármál heimilanna svo
eitthvað sé nefnt. Þessi nýja hugsun og
framkvæmd varð til þess að hægt var á
áður óþekktan hátt að vinna með
heildrænum hætti að æskilegum lausn
um málefna þátttakenda Janusar endur
hæfingar og gefa þeim þannig færi á að
fóta sig á öruggari hátt að nýju inn á
atvinnumarkaðinn.
Janus endurhæfing og mennta
kerfið.
Janus endurhæfing hefur frá upphafi
haft samstarf við Iðnskólann í Reykja
vík um framkvæmd atvinnuendurhæf
ingarinnar. Það gefur auga leið að það
var ekki gert í einu vetfangi að fá tvö
stór kerfi, heilbrigðis og menntakerfið
til að starfa saman að ákveðnu verkefni.
Það tók tíma fyrir báða aðila að skilja
áherslur hvors annars og þá miklu
möguleika sem fólust í samstarfinu.
Þarfir þátttakenda atvinnuendurhæf
ingarinnar voru oft þess eðlis að erfitt
var fyrir menntakerfið að koma til
móts við þær þrátt fyrir góðan vilja.
Dæmi um þetta er til að mynda að þátt
takendur í atvinnuendurhæfingunni
þurftu og þurfa ,,sérhæfða“ kennslu.
Fólk var og er með misjafnan bakgrunn
í námi enda inntaka í endurhæfinguna
byggð á allt öðrum forsendum en inn í
menntakerfið. Í samstarfi iðjuþjálfa og
kennara skólans var lagður grunnur að
því hvaða fög og efni skyldi kenna í
atvinnuendurhæfingunni sem og sú
nálgun sem höfð yrði að leiðarljósi í
kennslunni. Það var ákveðið að engin
próf yrðu viðhöfð en í þeirra stað yrðu
ákveðin verkefni og þátttakendur færu
í gegnum atvinnuendurhæfinguna/
námið hver á sínum hraða. Út frá at
vinnuendurhæfingarsjónarmiði var
einnig ákveðið að starfsmaður Janusar
■ Kristín Siggeirsdóttir
iðjuþjálfi, MSc. framkvæmdastjóri
Janusar endurhæfingar ehf.
Janus endurhæfing ehf.
Atvinnuendurhæfing, þróun í þjóðfélagsins þágu
■ Guðrún Áslaug Einarsdóttir
iðjuþjálfi og guðfræðingur,
sviðsstjóri hjá Janusi
endurhæfingu ehf.
■ Unnur Stefanía Alfreðsdóttir
iðjuþjálfi Janus endurhæfinga ehf.
Með tilurð Janusar
endurhæfingar komu nýir
straumar inn í málefni
atvinnuendurhæfingar.
■
LykiLorð: Atvinnuendur
hæfing, atvinnulegendur
hæfing, starfsendurhæfing,
heilbrigðiskerfi, menntakerfi
■