Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Qupperneq 17
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007 • 17
endurhæfingar yrði viðstaddur allar
kennslustundir á vegum kennara Iðn
skólans. Allt hefur þetta gengið eftir og
í dag er námshluti endurhæfingarinnar
metinn til sex eininga á framhalds
skólastigi að ákveðnum skilyrðum upp
fylltum.
Janus endurhæfing og heilbrigð
iskerfið
Janus endurhæfing hefur sérstöðu
innan heilbrigðiskerfisins. Má þar fyrst
nefna að uppbygging starfseminnar er
óvenjuleg. Iðjuþjálfar halda um stjórn
völinn og hinar svokölluðu ,,stoðstéttir“
eru í aðalhlutverki. Þar sem um atvinnu
endurhæfingu er að ræða ætti það ekki
að vera óeðlilegt fyrirkomulag þar sem
reiknað er með að þátttakandinn sé
búinn í öllum stærri læknisfræðilegum
rannsóknum og aðgerðum.
Starfsfólk Janusar endurhæfingar
hefur átt gott samstarf við aðra með
ferðaraðila í heilbrigðiskerfinu sem og
annars staðar í samfélaginu. Þátttak
endur koma í endurhæfingu fyrir at
beina þeirra og/eða fara frá okkur í
annað endurhæfingarúrræði allt eftir
þörfum hvers og eins. Við tökum á
móti þátttakendum frá öðrum endur
hæfingarúrræðum sem vilja gera breyt
ingar á endurhæfingu sinni og taka
næsta/nýtt skref. Við fylgjum einnig
þátttakendum okkar í heimsóknir á
aðra endurhæfingarstaði sem gætu
hentað þeim betur.
Frá því einstaklingur þarf að hætta
vinnu vegna heilsubrests og þar til
atvinnuþátttaka hefst á ný fer hann í
gegnum mörg mismundandi stig þar
sem eitt úrræði þarf að taka við af öðru
ef vel á að vera. Það er því mikilvægt að
boðið sé upp á fjölbreytta þjónustu. Á
síðari árum hafa fleiri möguleikar í
endurhæfingu bæst við t.d. Hugarafl,
Fjölmennt, iðjuþjálfun í heilsugæslu
og sjálfstætt starfandi geðhjúkrunar
fræðingar. Fólkið sem sækir atvinnu
endurhæfingu hjá Janusi endurhæfingu
er að fóta sig í samfélaginu á nýjan hátt
og því nýtist sú þjónusta sem er fyrir
utan stofnanir þátttakendunum mjög
vel. Í flóru þeirrar þjónustu sem er í
boði er Janus endurhæfing oft síðasti
hlekkur endurhæfingar, brúin yfir
hindrunina, út í atvinnulífið á nýjan
leik.
Eftirfylgd hefur alltaf verið stór
þáttur í starfsemi Janusar endurhæf
ingar. Þátttakendur hafa fengið ráðgjöf
og stuðning eftir að formlegri atvinnu
endurhæfingu er lokið þ.e.a.s. á meðan
þeir hafa verið að taka skrefin út í
atvinnulífið eða almennt skólanám. Til
að byrja með var sú þjónusta ekki viður
kennd sem hluti af endurhæfingar
ferlinu hjá þeim aðilum sem keyptu
þjónustu hjá Janus endurhæfingu. Það
tókst hinsvegar eftir talsverða braut
ryðjendavinnu að fá kaupendur þjón
ustunnar til að skilja mikilvægi
eftirfylgdar og er þessi þáttur nú viður
kenndur innan kerfisins. Eftirfylgd er í
dag stór hluti af þjónustu Janusar
endurhæfingar og greinilegt að hún ríð
ur oft bagga muninn í endurhæfingar
ferli þátttakenda.
Janus endurhæfing og hagkerfið
Algengt er að langvinn veikindi og
fjarvistir frá vinnumarkaði hafi verulega
neikvæð áhrif á fjárhag. Þátttakendur
Janusar endurhæfingar fara ekki var
hluta af þessu og oft hindrar slæm
fjárhagsstaða framgang atvinnuendurh
æfingarinnar. Til þess að taka á þessum
fjárhagserfiðleikum fá þátttakendur að
stoð við að koma reglu á eigin fjár
reiður. Samkvæmt hugmyndafræði
Janusar endurhæfingar er því gott
samstarf við Ráðgjafastofu um fjármál
heimilanna og bankastofnanir. Þessi
samvinna er liður í því að nýta þá
innviði þjóðfélagsins sem þegar eru til
staðar og hafa ákveðna sérþekkingu
sem nýtist þátttakendum okkar vel. Í
dag er samvinna við Glitni og KB
banka og vilji til að þróa hana enn frek
ar. Samvinna eins og hér um getur
skiptir miklu máli og hefur í vissum
tilfellum gefið þátttakendum nýja von
og auðveldað þeim að ná markmiðum
sínum í endurhæfingunni. Ásamt því
að hafa opnað augu ýmissa aðila fyrir
því hve miklu hægt er að áorka þegar
kerfin vinna saman.
Janus endurhæfing hefur síðustu árin
verið að þróa mikilvæga og ánægjulega
samvinnu við sjúkra og lífeyrissjóði.
Þessi samvinna er í mörgum tilfellum
nauðsynleg þátttakendum í atvinnu
endurhæfingu því með þessu móti fá
þeir mun fyrr tækifæri til samfelldrar
atvinnuendurhæfingar og með því
aukast líkur þeirra á því að ná þeim
árangri sem þeir stefna að.
Janusi endurhæfingu hefur tekist að
ávinna sér traust og velvilja innan
hagkerfisins og mætt góðum stuðningi
og skilningi á þörf þessarar þjónustu.
Frá upphafi hefur Janus endurhæfing
notið trausts lífeyris og sjúkrasjóða
sem hafa lagt sig fram um að leita eftir
samvinnu við hina ýmsu innviði sam
félagsins, þátttakendum okkar og sam
félagi til góðs. Fulltrúum hagkerfisins
er ljóst að allra hagur er fólginn í ein
staklingi sem er í vinnu, skapar verð
mæti, framfleytir sér og fjölskyldu sinni
og er fullur þátttakandi í hagkerfinu.
Janus endurhæfing og þjónustan
við þátttakendur
Hlutverk Janusar endurhæfingar
gagnvart þátttakendum er að búa þeim
umhverfi þar sem þeir geta þjálfað
aftur færni sína til starfa á almennum
vinnumarkaði.
Atvinnuendurhæfingin fer fram í
venjulegu framhaldsskóla umhverfi,
þátttakendur eru með þessu móti virkir
í samfélaginu og búa heima við öll þau
áreiti sem þar eru til staðar. Þeir vinna
með raunveruleg verkefni í skóla
umhverfi og takast um leið á við sín
vandamál með aðstoð sterks stuðnings
nets. Þannig fá þátttakendur tækifæri á
að skoða úthald sitt til starfa á almenn
um vinnumarkaði og vinna með sína
heilsu á raunhæfum forsendum. Þátt
takendur fá þjálfun í að bera ábyrgð á
eigin heilsu og hvatningu til að nýta
sér þau úrræði sem til eru í þjóðfélaginu
sem eflt geta þeirra heilsu.
Þátttakendur Janusar endurhæfingar
eru í raun við stjórnvöl endurhæfingar
sinnar, halda virðingu og reisn eða
endurheimta að nýju sé þörf á því. Þeir
eru „skipstjórinn á skútunni“ en hafa
sér til stuðnings sérfræðinga sem leið
beina þeim inn á braut hins almenna
vinnumarkaðar. Tímalengd atvinnu
endurhæfingarinnar er mismunandi.
Tekið er tillit til einstaklingsbundinna
þarfa og tímalengd ákveðin með hverj
um og einum útfrá framvindu endur
hæfingarinnar.
Uppbygging á starfsemi Janusar end
urhæfingar og umhverfið gefur tals
verða möguleika á sveigjanleika í at
vinnuendurhæfingunni. Þetta nýta
Janus endurhæfing hefur
sérstöðu innan heilbrigðis
kerfisins... iðjuþjálfar halda
um stjórnvölinn og hinar
svokölluðu „stoðstéttir” eru í
aðalhlutverki.
■