Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Side 25
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007 • 25
er tvíþætt. Annars vegar að efla geðsjúka
til áhrifa á geðheilbrigðisþjónustu og
hins vegar atvinnusköpun fyrir geð
sjúka í bata. Niðurstöður gæðaþróun
arinnar eru annars vegar notaðar til að
stuðla að bættri þjónustu og hins vegar
til að halda í þá þjónustu sem notendum
líkar við. Gæðaþróun í geðheilbrigðis
þjónustu, þar sem notendasjónarmið
koma fram, er nýsköpun hér á landi.
Nánari upplýsingar um Hugarafl er
meðal annars að finna á heimasíðu
félagsins www.hugarafl.is.
Viðtal við meðlim í Hugarafli
Viðmælandi okkar Garðar Jónasson,
er einn af stofnendum Hugarafls og
einn þeirra notenda sem tók þátt í NsN
verkefninu. Við fyrstu kynni virkar
Garðar rólegur, yfirvegaður og skipu
lagður maður. Fljótlega kemur í ljós að
hann er einnig glaðvær, stríðinn og
hefur góða kímnigáfu. Garðar vandar
orð sín vel og kemur máli sínu frá sér á
skemmtilegan og skýran hátt. Garðar
hefur einstakt lag á að líta á björtu
hliðar lífsins og að líta á vandamál sem
verkefni sem þarf að takast á við. Greini
legt er að hann er baráttumaður, þraut
seigur og gefst ekki upp þótt hindranir
verði á vegi hans. Þessir hæfileikar og sá
reynslu fjársjóður sem hann býr yfir
vakti áhuga okkar. Við báðum hann
því um að segja sögu sína til þess að
leyfa okkur og öðrum að læra af reynslu
hans.
Garðar glímir við líkamlega fötlun
vegna læknamistaka í fæðingu. „Líkam
lega fatlaðir hafa tilhneigingu til þess
að einangrast inni í sjálfum sér. Vegna
líkamlegrar fötlunar hef ég dregist aftur
úr og ég tel að líkamleg fötlun mín hafi
líka haft áhrif á geðheilsuna, það spilar
saman“, segir Garðar. Hann telur sig
því eiga við líkamlega og andlega fötlun
að stríða. Hann segist upplifa að fólk sé
dæmt mjög mikið út af líkamlegri
fötlun sinni. Að það sé komið fram við
líkamlega fatlað fólk á annan hátt en
aðra þjóðfélagsþegna.
Garðar komst fyrst í kynni við verk
efnið um gæðaþróun í gegnum Elínu
Ebbu iðjuþjálfa sem hefur barist mikið
fyrir því að hlustað sé á notendur og
þeirra þekkingu. Hún kynntist þessari
nálgun í Noregi árið 1999 og síðan þá
hafði hún reynt að koma verkefni sem
þessu á koppinn en enginn sá hvaða
möguleikar lágu í slíku fyrr en Garðar
heyrði um það árið 2002. Garðar segir
að það hafi enginn hlustað á hugmyndir
Elínar Ebbu fyrr en hann fór að sýna
þeim áhuga. Garðar varð strax spenntur
og sá að þarna lágu tækifæri fyrir not
endur til að hafa áhrif. Verkefnið varð
að ákveðnu hugarfóstri og gekk Garðar
með það í maganum þangað til árið
2004 en þá varð draumur hans að veru
leika.
Verkefnið Notandi spyr Notanda –
nýtt atvinnutækifæri geðsjúkra (NsN)
er byggt á norskri fyrirmynd þar sem
svipað verkefni var unnið á árunum
19982000. Verkefnið gekk það vel að
ákveðið var að halda áfram og í dag
annar hópurinn varla eftirspurn. Hér á
landi fór vinnan af stað sem tilrauna
verkefni í samstarfi við Háskólann á
Akureyri og Hugarafl, styrkt af Ný
sköpunarsjóði námsmanna með mót
framlagi frá heilbriðis og tryggingamál
aráðuneytinu. Greinilegt er að ný
sköpunarverkefni af þessu tagi er sam
starfsverkefni sem krefst hugsjónar, eld
móðs og mikillar vinnu. Í því samhengi
vill Garðar sérstaklega þakka Sæunni
Stefánsdóttur, þáverandi aðstoðarmanni
heilbrigðis og tryggingamálaráðherra
og segir að hún hafi átt stóran þátt í því
að þetta verkefni fór af stað. Án stuðn
ings utanaðkomandi aðila hefði þetta
ekki orðið að veruleika og meðlimir
Hugarafls ekki fengið tækifæri til að
sýna hvað í þeim býr.
Með tilkomu gæðaþróunarverkefnis
ins gátu notendur geðheilbrigðisþjónus
tunnar haft áhrif á þá þjónustu sem var
í boði. Garðar segist hafa upplifað
misbeitingu innan geðdeilda og sú
upplifun olli því að hann fékk áhuga á
þessu verkefni. Hann sá möguleika á að
hugarfarsbreyting gæti orðið innan
„geðbatterísins“, bæði hjá stjórnendum
og starfsfólki og sem einstakt tækifæri
fyrir notendur til að koma sjónarmið
um sínum á framfæri. Á geðdeildunum
upplifði hann að starfsfólk hlustaði
ekki á sjónarmið notenda. Garðar segir
algengt að notendur hafi verið lyfjaðir
niður og ekki hlustað á þá. Telur hann
að þessu þurfi að breyta, að nauðsynlegt
sé að hlusta á rödd notandans og taka
mark á henni. Í sambandi við þá mis
beitingu sem Garðar upplifði á geð
deildinni telur hann að gera þurfi skýrar
kröfur við ráðningu starfsmanna svo
sem að farið sé fram á hreint sakavottorð
og að starfsfólk fái frekari fræðslu um
nálgun og framkomu við notendur.
Eins og áður segir fékk Garðar strax
mikinn áhuga á hugmyndinni um
NsN. Árið 2004 fór verkefnið af stað
og boltinn að rúlla. Garðar upplifir að
þetta hafi verið krefjandi en umfram
allt mjög gefandi og þroskandi tímabil
þar sem rödd notenda fékk í fyrsta
skipti að heyrast. Gæðaþróunarverkefnið
náði til þriggja geðdeilda á Landspítala
Háskólasjúkrahúsi (LSH). Sett voru
saman þrjú vinnuteymi innan Hugar
afls þar sem hver og einn meðlimur
hafði hlutverk við hæfi. Hvert teymi
aflaði gagna á einni deild LSH en innan
teymisins voru spyrjandi, meðspyrjandi,
ritari, meðritari og einn áheyrandi.
Einungis gafst einn mánuður í undir
búning, einn mánuður í viðtölin á
deildunum og einn mánuður í úr
vinnslu gagna. Við upplýsingaöflun
voru tekin sextán viðtöl á deildunum
þremur. Iðjuþjálfanemarnir Harpa Ýr
Erlendsdóttir og Valdís Brá Þorsteins
dóttir frá Háskólanum á Akureyri voru
hluti af hópnum sem unnu verkefnið.
Þær sáu um að stýra verkefninu og
komu að undirbúningi þess svo sem
viðtalstækni, framkomu og hópefli en
einnig að úrvinnslu gagna. Vel tókst að
þjappa hópnum saman og náðist góð
tenging milli hópmeðlima, þar sem allir
unnu á jafningjaplani. Eftir hvert
einasta viðtal var sest niður og farið yfir
gögnin. Garðar telur að mikilvægt hafi
verið að fara strax yfir gögnin og einnig
að fá að „pústa út“ eftir krefjandi viðtöl.
Segir hann iðjuþjálfanemana hafa
reynst mjög vel í því og einnig við
úrvinnslu gagnanna. Þær Harpa Ýr og
Valdís Brá unnu ítarlega skýrslu 2004
um niðurstöðu verkefnisins sem þær
svo sendu til ráðuneytanna. Að lokum
var haldinn blaðamannafundur þar sem
farið var yfir skýrsluna. Í viðtölum voru
eingöngu notendur, enginn fagaðili, og
upplifir Garðar það sem stórkostlegan
árangur fyrir notendur. Hann telur að
það sé ýmislegt sem notendur hafa
innra með sér, sem þeir þora ekki að
segja við starfsfólk vegna þess að þeir
halda að ekki sé tekið mark á þeim
„Mér fannst ég hafa fengið happa
drættisvinning þegar ég vissi að verk
efnið væri að fara í loftið“. Fyrir honum
var þetta stórkostlegur sigur. Garðar
segist hafa lagt upp með það að takast á
við þetta verkefni eins og að vera í
vinnu.
Garðar fékk tækifæri til að taka þátt í
NsN, einnig var honum veitt val um
hvaða hlutverki hann gegndi innan