Skólavarðan - 01.03.2005, Síða 12

Skólavarðan - 01.03.2005, Síða 12
12 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005 SKÓLAHEIMSÓKN Tónlistarskóli Garðabæjar, sem var upphaflega rekinn af Tónlistarfélagi Garðahrepps, bjó lengi vel við þröngan húsakost en haustið 1999 flutti hann í nýtt og glæsilegt hús að Kirkjulundi 11. Nemendur eru 480 í söng- og hljóð- færanámi en kennarar eru 27. Skólinn skiptist í þrjár deildir, rekstrardeild, píanó- og söngdeild og blásara- og strengjadeild. Mikil áhersla er lögð á samleik og samsöng nemenda og starfandi eru blásarasveitir og strengja- sveit, ásamt ýmsum samspilshópum. Agnes Löve hefur gegnt starfi skóla- stjóra frá árinu 2000. Skólavarðan fór í heimsókn í Garðabæ og leitaði upplýs- inga um skólann sem bæjarbúar hafa lagt svo mikinn metnað í. Eðlilegt að fjármagn fylgi hverjum nemanda Agnes var spurð að því hvort Garðbæingar væru músíkalskir. Hún hló við og sagði að þeir hefðu hvað sem öðru liði sótt mjög í tónlistarskóla og skólinn hefði alltaf verið mjög öflugur þótt bæjarfélagið hefði ekki verið stórt. Núna búa um 9000 manns í bænum og nemendur eru vel á fimmta hundrað. Aðspurð um það hvort nemendur kæmu úr öðrum bæjarfélögum sagði Agnes að það hefði farið minnk- andi sl. tvö ár vegna breyttra reglna um greiðslu skólagjalda milli sveitarfélaga. Agnes metur það svo að þetta sé neikvætt því það sé gott að nemendur geti valið sér tónlistarskóla og fylgt þeim kennurum sem þeir óska sér. Hún sagði að í grunnskólum Garðabæjar fylgdi fjármagnið nemand- anum og eðlilegt væri að það sama gilti um tónlistarnám. Skólinn til bæjarbúa - bæjarbúar í skólann Skólinn heldur nú upp á fjörutíu ára starfs- afmæli sitt og af því tilefni er mikið um dýrðir í skólastarfinu. Þegar ég kom í heim- sókn unnu nemendur með þemað samspil til að undir- búa heimsóknir víðs vegar um bæinn. Þeir voru að undirbúa að koma fram á ýmsum stofnunum bæjarins og fjöl- mennum stöðum til að vekja athygli á því sem þeir hafa fyrir stafni. Hádegistónleikar höfðu verið haldnir í skólanum, fimm í sept- ember og fimm í janúar, og þar komu fram fyrrverandi burtskráðir nemendur skólans og starfandi kennarar. Þetta voru hálftíma tónleikar og var aðgangur ókeypis. Þetta var gert til að fá Garðbæinga til að koma í skólann og sjá og heyra hvaða árangri hann skilar. Að sögn Agnesar gekk þetta afar vel og var mjög jákvætt. Fyrirmyndar húsnæði Sennilega er Tónlistarskólinn í Garðabæ sá tónlistarskóli á Íslandi sem býr við hvað bestan húsakost.. Þar eru þrettán kennslustofur, tvær fyrir hópkennslu og ellefu litlar og stórar stofur fyrir hljóð- færakennslu. Tveir glæsilegir tónleikasalir eru í húsinu, annar er æfingasalur fyrir hljómsveitir og hópa en hinn er með upp- hækkað svið og bólstruð sæti fyrir 100 gesti. Þar er Steinway-flygill og þar fara allir tónleikar skólans fram. Nemendur geta hreiðrað um sig í biðstofu meðan þeir bíða eftir að komast að hjá kennara sínum og öll aðstaða fyrir kennara og annað starfsfólk er rúmgóð og falleg. Í anddyri skólans tekur músíkalskt listaverk eftir Gerði Gunnarsdóttur á móti gestum Tónlistarfræjum sáð í Garðabæ Agnes Löve skólastjóri Tónlistarskóla Garðabæjar. Ásgeir Jón Ásgeirsson gítarkennari með nemanda. 40Tónlistarskóli Garðabæjar fagnar 40 ára starfsafmæli

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.