Skólavarðan - 01.03.2005, Qupperneq 22

Skólavarðan - 01.03.2005, Qupperneq 22
22 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 5. ÁRG. 2005 Framundan er Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2005. Margir skólar hafa nú þegar hafið undirbún- ing hennar. Keppnisflokkarnir eru ferns konar: Uppfinningar, útlits- og form- hönnun, hugbúnaður og þemaverk- efnið Slysavarnir, en það síðastnefnda er á vegum Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. Hægt er að senda inn hug- myndir til 26. mars. Tilhögun keppninnar er sú að nem- endur fylla út þar til gert eyðublað/-blöð og senda til Kennaraháskóla Íslands eða á netinu, sjá www.nkg.is Hugmyndirnar fara síðan fyrir matsnefnd. Í henni eru um tíu manns sem meta þær og velja 60 - 70 hugmyndir sem fara áfram í vinnu- smiðjur. Að lokum velur dómnefnd hvaða hugmyndir skuli fá verðlaun og eru veitt þrenn verðlaun í hverjum af flokkunum fjórum. Þau eru í formi ríkisskuldabréfa. Sumir skólar leggja áherslu á sérstök atriði í samstarfinu. Sem dæmi má nefna að Foldaskóli hefur tekið að sér vinnu- smiðjurnar og hafa þær verið þar undan- farin þrjú ár og gengið sérlega vel. Þær verða þar núna 10. og 11. sept. Frumkvöðull og helsti hvatamaður NKG, Paul Jóhannsson, sagði í viðtali við Skóla- vörðuna að Marel hf. hefði nú stofnað til samstarfs við keppnina næstu þrjú árin og var samningur þar að lútandi undirritaður sl. haust. Tilgangur Marels væri að auka vægi nýsköpunar og stefna að því að vera fyrirmynd annarra fyrirtækja á Íslandi. Fyr- irtækið veitir beinan fjárstuðning, svo sem að gefa verðlaun, veita verðlaunapeninga og duglegasta skólanum farandbikar, og margvíslega faglega aðstoð eins og að láta þátttakendur njóta reynslu fyrirtæk- isins og þekkingar á sviði sýningarhalds og kynninga. Þá hefur náðst samkomulag milli Marels hf., Garðabæjar og NKG um að ráða kennsluráðgjafa í raungreinum og nýsköpun fyrir grunnskóla Garðabæjar og mun hann einnig verða starfsmaður NKG og hafa aðstöðu í Sjálandsskóla. Að sögn Pauls er engan bilbug að finna á aðstandendum NKG og munar mikið um meðbyrinn sem m.a. kemur fram með framlagi Marels hf. og Garðabæjar. Kennaraháskóli Íslands, Stakkahlíð, 105 Reykjavík, merkt: Nýsköpunarkeppni grunn- skólanemenda og Marel hf. 2005. NKG Marel hf. styður og styrkir keppnina næstu þrjú ár. Kjarna, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, Sími: 5868180 www.lesblind.com, Tölvuskeyti: lesblind@lesblind.is Umboðsaðili Davis® kerfisins á Íslandi Námskeið í Davis námstækni Vilt þú sem kennari: • Ná betur til nemenda þinna óháð námsstíl þeirra? • Hafa betri stjórn í skóla- stofunni? • Efla almennan námsárangur? • Fyrirbyggja námsörðugleika, td. vegna lesblindu? Fyrir kennara 5-9 ára barna Hvernig Davis-kerfið virkjar hæfileikana sem búa að baki námsörðuleikum • Lesblinda • Skrifblinda • Reikniblinda • Verkstol • Ofvirkni (ADHD) • Athyglisbrestur (ADD) Skráning á lesblind@lesblind.is eða síma 586 8180 Námskeiðið fer fram 14.-16. júní í Mosfellsbæ og kostar kr. 89.000.- Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og Marels hf. 2005

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.