Skólavarðan - 01.09.2007, Qupperneq 26

Skólavarðan - 01.09.2007, Qupperneq 26
26 FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 7. ÁRG. 2007 Dagana 18. og 19. október verður haldið árlegt málþing Kennaraháskóla Íslands. Málþingið ber yfirskriftina Maður brýnir mann: Samskipti, umhyggja, samábyrgð. Málþingið er vettvangur þeirra sem vilja koma rannsóknum og þróunar- og nýbreytnistarfi á framfæri til fagstétta sem starfa við menntun og þjálfun. Aðalfyrirlesari í ár er dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Fyrirlesturinn nefnir hann Umhyggjan á heima í öllum skólum: Hlut- verk, viðfangsefni og sjálfsmynd kennara á 21. öld. Þetta er gífurlega spennandi og víð- feðmt viðfangsefni og gaman að heyra hvað um það verður í meðförum jafn fjölhæfs og skemmtilegs fræðimanns og Ingólfur er. Hann hyggst fara yfir breytingar á kröfum og viðhorfum til kennara og heldur því fram að umhyggja í starfi kennara sé fremur faglegt gildi en persónulegur eiginleiki einstaklinga. Hann segir meðal annars frá kenningum bandaríska heimspekingsins Jane Roland Martin um að umhyggja, áhugi og tengsl (care, concern, connection) séu hluti menningararfsins. Ingólfur veltir líka fyrir sér ólíkum kröfum til karla og kvenna í kennslu- störfum og áhrifum hnattvæðingar og breytinga á fjölskyldugerð á hlutverk og viðfangsefni kennara. Þá ræðir hann möguleika á því að skólakerfi og samfélag breyti rótgrónum hugmyndum um námsárangur þannig að þær rúmi umhyggju sem kjarna skólastarfsins. Fyrirlestur Ingólfs er kl. 14:40 – 15:30 á fimmtudeginum 18. október. Dagskráin í heild er á www.khi.is eTwinningvikur 17. september til 19. október! eTwinning, menntaáætlun ESB um rafrænt skólasamstarf, er nú komin í fullan gang við upphaf nýs skólaárs. eTwinning er einföld, óformleg en gagnleg leið til að virkja nemendur, auka vægi upplýsingatækni og styrkja alþjóðatengsl kennara og skóla. eTwinningvikur standa nú yfir og fram til og 19. október. Íslenskir kennarar sem skrá sig í eTwinning fara í lukkupott og fá tveir þeirra iPod nano af nýrri kynslóð í vinning. Einnig verður tveimur þeirra kennara sem skrá sig í verkefni boðið á stórhátíð eTwinning í Evrópu sem haldin verður í ársbyrjun. Frekari upplýsingar á www.etwinning.is Með þátttöku í eTwinning fá kennarar aðgang að eigin vefsvæði sem auðveldar leit að samstarfsaðilum og greiðir fyrir samskiptum. Þegar samstarfsverkefni er komið á laggirnar opnast aðgangur að öruggri vefkennslustofu sem auðveldar verkefnavinnuna. Aðgangur að þessum vefsvæðum kostar ekkert. Jafnframt býður eTwinning upp á stuðning og ráðgjöf endurgjaldslaust. Íslenskir skólar hafa verið virkir þátttakendur síðan áætluninni var hleypt af stokkunum í byrjun árs 2005. eTwinning er smátt og smátt að festa sig í sessi og í lok síðasta skólaárs hafði um fjórðungur grunn- og framhaldsskóla skráð sig. Í fyrra var landskeppni eTwinning haldin í fyrsta skipti. Veitt voru glæsileg verðlaun bæði í flokki grunn- og framhaldsskóla. Sigurvegarar voru Síðuskóli, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Varmárskóli og Verslunarskólinn. Í ljósi þess hve vel tókst til verður leikurinn endurtekinn á þessu skólaári. Landskrifstofa eTwinning er Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins. www.etwinning.is Maður brýnir mann Ingólfur Ásgeir með heitan fyrirlestur á málþingi KHÍ 18. og 19. október

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.