Skólavarðan - 01.10.2007, Page 5

Skólavarðan - 01.10.2007, Page 5
5 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 7. ÁRG. 2007 GESTASKRIF: RÍKHARÐUR H. FRIÐRIKSSON Mikil áhersla hefur verið lögð á raun- greinar undanfarin ár, m.a. eftir að kom í ljós að Íslendingar voru talsverðir eftirbátar Singapore-búa í þeim efnum. Ég átti þess kost að dvelja um skeið í því ágæta borgríki þar sem ég hreifst mjög af dugnaði íbúanna við að byggja upp velmegunarþjóðfélag. Eitt var þar þó sem stakk dálítið í þegar heimsóknin var gerð upp. Ég komst að því að sáralítið af einkennum velmegunarinnar og reiknigetunnar sat eftir í huganum. Öll háhýsin bættu engu við það sem maður hefur þegar séð á mörgum öðrum stöðum. Eftir sátu staðir sem báru fortíðinni vitni; það var niðurnídda indverska hverfið, litla kínverska hverfið, gömlu veitingahúsin meðfram skurðinum, indverska hofið, moskan og glæsibyggingar Englendinga frá nýlendutímanum. Við hliðina á þessum litlu perlum urðu risavaxnir skýjakljúfar viðskiptalífsins eitthvað svo - venjulegir. Fólk fer ekki til Singapore til að hella sér út í menningarlífið þar, nema kannski sérvitringar eins og ég. Til þess er farið til staða sem eru það sem þeir eru vegna þeirrar menningar sem þar hefur verið stunduð. Vissulega hafa verið stunduð þar viðskipti í aldanna rás en það eitt og sér vekur af einhverjum ástæðum ekki upp löngun fólks til að fara þangað. Það er bara eitthvað svo – venjulegt. Af hverju kemur fólk í hrönnum til Íslands? Náttúra landsins hefur vissulega sitt að segja. Brúin yfir í hana og ástæðan fyrir því að menn vita af henni er þó oftar en ekki þekktir tónlistarmenn eins og Björk og SigurRós, eða jafnvel næturlífið í Reykjavík, fyrirbæri sem benda til að hér á landi búi fólk sem er svolítið sérstakt. Það er þess vegna sem fólk fer til Íslands en ekki Grænlands eða Síberíu. Fólk kemur til að skoða sérstöðu, eitthvað sem það sér ekki annars staðar. Sérstaða fæst ekki keypt fyrir peninga. Hún er afleiðing hugmynda sem urðu til við skapandi hugsun og verður aldrei reiknuð út, ekki einu sinni af spámönnum nútímans, hinum heilögu hagfræðingum. Á Íslandi undanfarin ár hefur efnis- hyggja eflst svo að eftir er tekið. Engu er hægt að koma í gegn nema hægt sé að reikna út í krónum og aurum hversu mikið það kostar og hversu mikill hagnaðurinn verði. Þarna er alltaf talað um skammtímagróða (og af einhverjum ástæðum aldrei um tap). Afleiðingarnar fyrir þjóðfélagið og náttúruna næstu áratugina og aldirnar eru spurningar sem ekki er tekist á við og virðast einhvern veginn ekki skipta nógu miklu máli. Þær komast ekki almennilega út í umræðuna því ekki er hægt að reikna út hagnað eða tap á núverandi kjörtímabili. Ég tek eftir þessu hjá börnunum mínum. Mikill tími fer í að hjálpa þeim með stærðfræði. Óskapleg orka fer í að leita svara við spurningum sem hafa eitt ákveðið svar sem hægt er að reikna út. Þegar kemur að því að svara spurningum sem hafa fleiri en eitt rétt svar (að ekki sé talað um ekkert rétt svar) er eins og þær skipti minna máli, ef þær eru ekki beinlínis eitthvað sem menn komast upp með að sleppa að horfast í augu við. Það er eins og þær spurningar séu ekki eins mikilvægar og hinar. Ekki hvarflar að mér annað en að kennarar í hugvísindagreinum séu fylgnir sínum fögum. Vandamálið er að þrýst- ingur þjóðfélagsins er mjög sterkur í átt að mælanlegum gildum. Hann er svo sterkur að það virðist litlu máli skipta hvað skólakerfið gerir. Ef ekki er hægt að mæla það og fá niðurstöðu í töluformi þá skiptir það ekki máli – ekki í alvörunni. Furðulegt er þó að sérfræðingarnir sem veita álit byggt á „óvéfengjanlegum“ útreikningum virðast alltaf komast að niðurstöðu sem hentar vinnuveitanda þeirra. Það eitt ætti að segja okkur heil- mikið um gildi þess að byggja lífsgildi á tölulegum niðurstöðum. Það eru semsé, við nánari athugun, fleiri en eitt rétt svar við Að mæla það ómælanlega Þankar um töludýrkun og tónlistarnám Vandamálið er að þrýstingur þjóðfélagsins er mjög sterkur í átt að mælanlegum gildum. Hann er svo sterkur að það virðist litlu máli skipta hvað skólakerfið gerir. Ef ekki er hægt að mæla það og fá niðurstöðu í töluformi þá skiptir það ekki máli – ekki í alvörunni. Ríkharður er félagsmaður í KÍ og því ekki gestur í eiginlegum skilningi en við hjá Skólavörðunni brjótum eigin lög og reglur með reglulegu millibili til að koma skoðunum starfandi kennara á framfæri og gera um leið kennara sjálfa sýnilegri. Grein Ríkharðs er áhugaverð og vafalaust verður um hana rætt í kennarahópum. Gaman væri að heyra hvað fólki finnst um það sem Ríkharður heldur á lofti og hitt sem hann beinir spjótum sínum að.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.