Skólavarðan - 01.10.2007, Qupperneq 12

Skólavarðan - 01.10.2007, Qupperneq 12
12 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 7. ÁRG. 2007 og skólastjóra og tryggja stöðugleika í starfsmannamálum og fagmennsku í skólastarfi um langa framtíð.“ Í framsöguerindi síðar á ráðstefnunni sagðist Eiríkur álíta aðalatriði í komandi samningum að allir peningar væru settir í launaliðinn, grunnlaun hækkuð og kynbundnum launamun útrýmt. Ein grundvallarspurning væri hvort fólk vildi miðstýrða, dreifstýrða eða blandaða samninga, þetta þyrfti að ræða og einnig hvort kennarar vildu sameiginlega launa- töflu og samræmdan samningstíma. Um það hvort einkavæðing leysti einhvern vanda sagði Eiríkur að ef svo væri myndu kennarar í tónlistarskólum vera með hæstu launin en eins og kunnugt er þá er staðan ekki þannig. Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ flutti mjög upplýsandi fyrirlestur þar sem hann reifaði samspil efnahagsástands og kjarasamninga. Hann sagði mikla óvissu framundan og mikinn undirliggjandi verð- bólguþrýsting sem gerði að verkum að mjög snúið væri að ná góðum samningum. Hann vildi þó ekki meina að komandi samningar yrðu nein „katastrófa“ og sagði að þótt ekki væri eins bjart framundan og í síðustu samningalotu væru aðstæður „miðlungs, ef til vill örlítill slaki“. Ólafur Darri sagðist jafnframt álíta að óráðlegt væri að víkja frá þeirri stefnu sem ASÍ markaði árið 1990 að leggja áherslu á kaupmátt í stað hárra prósentuhækkana. Athyglisvert er að sjá hver framvindan verður en þegar þetta er ritað eru Starfs- greinasambandið og Samtök atvinnulífsins að hefja kjaraviðræður og heyrst hefur að það fyrrnefnda muni ekki sætta sig við minna en 30% hækkun á lægstu laun. Í máli Ole Petter Blindheim sem stýrir samningamálum norskra kennara í Utdann- ingsforbundet kom margt athyglisvert fram og meðal annars lagði hann þunga áherslu á hversu mikilvægt væri að tryggja víðtæka samstöðu um aðgerðir og eins að kennarar þyrftu að vera hundrað prósent vissir um að verkfall væri leiðin til þess að það skilaði einhverju. Þá væri það jafnframt veiklun ef fjölmiðlamenn gætu fundið kennarahópa sem væru á móti kröfugerð heildarsamtakanna – allir þyrftu að tala einni röddu því einungis þannig næðist umtalsverður árangur. Í Noregi eru kennarar í samfloti með hjúkrunarfræðingum og ýmsum öðrum stéttum í næststærstu launþegasamtökum landsins, Unio. Ole Petter sagði að þótt hlutirnir væru oft flóknir væri mikill styrkur fólginn í stærðinni. Þegar samið var við sveitarfélögin árið 2006, en þá náðu kennarar fram umtalsverðum kjarabótum, ákváðu stærstu launþegasamtök Noregs, LO, að setja fram svipaðar kröfur og Unio og að mati Ole Petter varð það til þess að sveitarfélögin gáfu eftir. Þau voru hreinlega ofurliði borin. „Hvernig eru réttlát laun fundin?“ spurði Elín Björg Jónsdóttir varaformaður BSRB og fjallaði um starfsmat sem mikil-vægt hjálpartæki í því skyni. Hún lýsti reynslu BSRB frá 1987 af því að nota starfsmatskerfi og samninga um nýtt kerfi 2001 sem er að stofni til breskt. „Markmiðið er sömu laun fyrir sambærileg störf,“ sagði Elín Björg og lagði áherslu á að starfið væri metið en ekki einstaklingurinn. Það sem vegur þyngst í starfsmatinu er þekking KJARAMÁLARÁÐSTEFNA KÍ Verst er ástandið í launamálum grunnskólakennara, svo slæmt raunar að það ógnar skólastarfi. Það er því ekki vanþörf á að ýta þessari umræðu úr vör og má líta á ráðstefnuna sem upphafið á undirbúningi kjarasamninga kennara. Elna Katrín Jónsdóttir

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.