Skólavarðan - 01.12.2008, Side 28

Skólavarðan - 01.12.2008, Side 28
28 NÁMSGöGN, LESENdAbRéF SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 8. ÁRG. 2008 Á ráðstefnunni Að marka spor þann 1. des- ember sl. tilkynnti formaður Rannsóknar- sjóðs leikskóla, Ólöf Helga Pálmadóttir, að ákveðið hefði verið að leggja sjóðinn niður og færa RannUng andvirði hans, fjórar milljónir króna. Jóhanna Einarsdóttir prófessor tók við sjóðnum fyrir hönd RannUng og þakkaði það traust sem rannsóknarstofunni væri sýnt. Jóhanna sagði þetta mikla hvatningu fyrir rannsóknir í leikskólum landsins. Á mínum vinnustað berst kassinn með Skólavörðunni, trúnaðarmaður ýmist opnar hann og biður fólk að taka sér blað eða tekur blöðin og setur á borð á kennarastofunni. Fólk gluggar í blöðin í vinnunni ef það hefur tíma sem eru örfáir og eftir einhverja daga fer blaðabunkinn í endurvinnsluna þannig að mér finnst afar illa farið með peningana okkar. Það er því spurning um að senda út könnun hvort fólk vill fá blaðið sent heim, lesa það á netinu eða fá um fimm stk. til að lesa á kennarastofunni. Bestu kveðjur að norðan! Unnur Valgeirsdóttir kennari við Giljaskóla. Nú er Bína búin að læra mikið af skemmtilegum hlutum og veit að mamma kemur alltaf aftur að sækja hana í leikskólann. Bína er þess vegna brosandi og glöð. Hún hefur líka eignast góðan vin sem heitir Torfi. Kennarinn hennar Bínu ákveður að hún sé búin að læra nógu mikið til að geta byrjað í skólahópi. Bína verður óörugg. Hún hræðist nýja hluti og er ekki alveg viss um hvað er ætlast til af henni. Torfi hjálpar henni og kennarinn útskýrir hvað hún á að gera. Bína verður glöð og örugg, hún upplifir gleðina sem fylgir því að skilja og læra nýja hluti. Í skólahópnum lærir Bína að undirbúa sig fyrir lestur, þ.e.a.s að styrkja hljóðkerfisvitund. Með hljóðkerfisvitund er átt við þann hæfileika að geta hugsað og talað um hljóðkerfi málsins. Bína og hin börnin í skólahópnum þurfa að læra að málið hefur form sem kallast setningar og orð. Hljóðin eiga sér síðan fyrirmynd sem heita stafir. Hún lærir að ríma, hlusta á hljóð, flokka hljóð, setja saman orð og þekkja bókstafi. Bína lærir mest í gegnum leik. Hún leikur sér í snjónum með hinum börnum og finnur fullt af orðum sem tengjast snjó og byrja á S. Öllum börnum finnst gaman að leika og læra. Bína lærir líka að það eru ekki allir eins. Sumir eiga erfitt með að hlusta á kennarann, sitja kyrr og einbeita sér. Bína og hin börnin í skólahópnum læra hvað það er að einbeita sér. Mörg börn haga sér illa vegna þess að þau skilja ekki hvað er sagt og eiga í erfiðleikum með að tjá sig. Þau þurfa aðstoð til þess að geta hlustað og einbeitt sér. Það er mikilvægt að börn viti nákvæmlega hvað er ætlast til af þeim. Einnig þarf að mæta börnum út frá persónulegum þörfum þeirra. Það er mjög misjafnt hvað börn eru komin langt í að undirbúa sig fyrir listina að læra að lesa. Það skiptir þess vegna miklu máli að undirstöðuþættir fyrir lestur séu í lagi áður en hefðbundið lestrarnám hefst. Það er líka mikilvægt að börn læri að biðja um hjálp og hvernig þau eiga að eignast vini. Bína er búin að læra þessi grunnatriði í boðskiptum. Hún veit að hún þarf ekki að gráta, lemja eða kasta sér í gófið til þess að fá athygli. Hún kann að biðja um hjálp og er þess vegna t.d. búin að læra að klæða sig sjálf. Hún er líka örugg þó að mamma sé stundum sein að sækja hana. Bína er alveg róleg. Hún veit að mamma hefur mikið að gera, en hún kemur samt alltaf að sækja hana. Það skiptir miklu máli fyrir öll börn að upplifa öryggi og velllíðan í leikskólanum. Það er grundvöllur fyrir því að þau nái að tileinka sér þá mikilvægu kennslu sem fer fram. Rannsóknir um allan heim sýna að það eru bein tengsl á milli hljóðkerfisvitundar og lestrar. Einnig hefur verið sýnt fram á að hægt er að styrkjar hljóðkerfisvitund og hafa þannig áhrif á lestrarfærni. Góð hljóðkerfisvitund er undirstöðuþáttur til þess að geta tileinkað sér lestur. Þessi bók er tilvalin til þess að nota heima og í markvissri málörvun í leikskóla. Í bókinni koma fram skemmtilegar hugmyndir um hvernig hægt er að vinna með undirstöðuþætti fyrir lestur. Hún er tilvalin fyrir börn sem eru byrjuð í skólahóp í leikskólanum og einnig er hún skemmtileg fyrir börn sem eru byrjuð að sýna bókstöfunum áhuga. Bókin hentar einnig eldri börnum sem eiga erfitt með að tileinka sér lestur vegna erfiðleika í hljóðkerfisvitund. Bjarni þór Bjarnason myndlistamaður myndskreytti bókina. Honum tekst vel að gera myndirnar í bókinni lifandi og skemmtilegar. Bókin er gefin út af bókaforlaginu Sölku. Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur Börn og tónlist - nýr vefur fyrir kennara! Tillaga frá lesanda: Ný bók um Bínu: Bína lærir orð, hljóð og stafi HÖFUNDUR KYNNIR: Ásthildur Bj. Snorradóttir Í sambandi við þróunarverkefnið Breitt og fjölbreytt tónlistarstarf í leikskóla stofnaði Birte Harksen kennari vefinn Börn og tónlist, bornogtonlist.net, sem er hugmyndabanki um tónlistarstarf á leikskólastigi, en einnig vettvangur til gagnkvæmra samskipta fyrir áhugafólk hvaðanæva að á landinu. Ólöf Helga afhendir Jóhönnu sjóðinn. Rannsóknarsjóður leikskóla lagður niður

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.