Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 5
5
GESTASKRIF: STEFÁN EINAR STEFÁNSSON
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009
Á síðustu misserum hafa áleitnar spurn-
ingar risið um það hvernig íslenskir stór-
hugar voru búnir til þeirrar víkingar sem
þeir héldu í á síðastliðnum árum. Á tímabili
var talið að þessir „útrásarvíkingar“, eins
og þeir eru oftast nefndir, hefðu fundið
upp nýjar aðferðir til ávöxtunar fjármuna.
Gengu menn svo langt að halda því fram að
þeim hefði hugkvæmst eitthvað það sem
engum öðrum hafði dottið í hug annars
staðar á jarðarkringlunni. Var þeim hampað
hér heima sem fulltrúum nýrra tíma og
aðferðafræði þeirra var talin færa lífsgæði
þjóðarinnar á áður óþekkt stig. Litla Ísland,
sem lengst af sögu sinnar hafði barist við
erfitt tíðarfar, fátækt og vosbúð, var nú
orðið land tækifæranna.
Þá gerðist það sem enginn trúði að gæti
gerst. Þjóðin vaknaði upp af hinum sæla
draumi og velgengnin reyndist hafa verið
tálsýn og að mestu innistæðulaus. Er nú
almennt talið að áhrifamestu viðskiptamenn
landsins hafi gengið of langt og ekki hugað
nægilega að þeim afleiðingum sem gjörðir
þeirra gátu haft – afleiðingar sem nú hafa
raungerst svo að ekki verður um villst. Þá
vaknar sú spurning hvað olli því að menn
gengu fram með þessum hætti og hvað
hefði getað komið í veg fyrir atburði af þessu
tagi?
„Fjórðungi bregður til fósturs“
Þeir sem leiddu hina íslensku víkinga voru
allir af því bergi brotnir sem sameinar okkur
í einni þjóð og samfélagi. Þeir spruttu úr
sama jarðvegi og aðrir Íslendingar, fetuðu
sama menntaveg og fengu í heimanmund
það tungumál sem hér er hugsað og mælt.
Af þeim sökum hljótum við að velta því fyrir
okkur hvort eitthvað hafi skort á í þeim
undirbúningi sem víkingarnir fengu áður en
þeir tóku að vinna lönd og herja á markaði
handan hafsins. Það er í engu gert til þess
að varpa ábyrgð á gjörðum þeirra á land
eða þjóð, heldur vegna þess að líkast til
hafði Sigmundur Lambason rétt fyrir sér er
hann fullyrti að fjórðungi brygði til fósturs.
Má vera að uppeldið hafi farið úrskeiðis og
siðvitið ekki náð nægum þroska, eða var
það glýjan af gullinu sem gerði mönnum
ókleift að standast freistingarnar? Má vera
að ágirndin hafi orðið hinum gömlu góðu
gildum yfirsterkari og að lokum yfirbugað
þau með öllu?
Sitt sýnist hverjum um þetta en margt
er enn á huldu um það hvað rak menn til
þess sem þeir gerðu. Meiru skiptir á þessari
stundu að kanna hvort nægilega sé hlúð að
nemendum íslenska skólakerfisins þegar
kemur að námi í siðfræði og því sem eflt
getur siðvit þeirra. Þessarar spurningar hef
ég spurt um nokkurt skeið og oft virðist
viðkvæðið að það sé ekki hlutverk skóla-
kerfisins að móta nemendur sem persónur,
heldur miklu frekar að auka með þeim hæfni
til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni
lífsins. En hefur skólakerfið ekki víðtækara
hlutverki að gegna?
Mikilvægi uppfræðslu
Á skólagöngunni fer einstaklingurinn í
gegnum mesta mótunarferli lífsins. Það
kemur ekki til af skólagöngunni einni saman
en hún hefur þar virku hlutverki að gegna.
Í skóla ná nemendur fyrst tökum á tungu-
málinu, jafnt sínu eigin sem öðrum, og í
gegnum allt skólakerfið fá þeir innsýn og
skilning í menningu og grundvöll sinnar eigin
þjóðar. Með öðrum orðum má segja að það
geri nemendum kleift að móta sjálfskilning
sinn. Einhver mikilvægasti þáttur verundar
hvers og eins er fólginn í þeim skilningi
að maður skipti máli, beri ábyrgð á eigin
gjörðum og hafi áhrif á það umhverfi sem
maður lifir og hrærist í. Ef skólakerfinu er
ætlað að búa skjólstæðinga sína undir lífið
og fjölþættar áskoranir þess getur það ekki
skorast undan þeirri ábyrgð sem felst í því að
hlúa að sjálfskilningi nemenda. Ekki þannig
að hann sé mótaður einhliða heldur miklu
fremur þannig að hverjum og einum sé gert
kleift að þekkja sjálfan sig, rætur sínar, vilja,
„Vits er þörf þeim er víða ratar“
Stefán Einar Stefánsson
Þeir sem leiddu hina íslensku víkinga voru allir af því bergi
brotnir sem sameinar okkur í einni þjóð og samfélagi. Þeir
spruttu úr sama jarðvegi og aðrir Íslendingar, fetuðu sama
menntaveg og fengu í heimanmund það tungumál sem hér
er hugsað og mælt.