Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 27

Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 27
RITdóMUR, FRéTTIR OG TILKYNNINGAR Það kemur í ljós að þegar tekið er tillit til hegðunar barna og brugðist faglega við henni þá geta allir starfsmenn skóla haft mikil áhrif á vellíðan barna og fjölskyldna þeirra. ályktun fulltrúafundar Félags framhaldsskólakennara 12. mars 2009 Stöndum vörð um menntun og skólastarf! Á krepputímum er mikilvægt að efla fremur en draga úr jafnrétti til náms. Ef starfsemi og þjónusta leik- og grunnskóla við börn og unglinga og fjölskyldur þeirra er skert vegna fjárhagslegs niðurskurðar er höggvið þar sem hlífa skyldi. Slíkur niðurskurður bitnar oftast þyngst á þeim sem síst mega við því, efnahagslega og félagslega. Framhaldsskólarnir eru í lykilaðstöðu til að opna dyr sínar fyrir því fólki á öllum aldri, sem vill bæta menntun sína til að fá aðgang að frekara námi og styrkja hæfni sína og stöðu á vinnumarkaði. Þetta er því aðeins fært að skólarnir fái rekstrarfé til að halda uppi nægilega mikilli og fjölbreyttri starfsemi. Fjármunum til menntunar er vel varið, hvort sem vel árar eða illa. Samfélagið þarf alltaf á mannauði og menningu skól- anna að halda. Vanhugsaðar ákvarðanir um mikinn sparnað í skólakerfinu geta valdið óbætan- legum skaða um mörg ókomin ár. Fundurinn hvetur ríkistjórn og Alþingi til dáða og væntir þess að fulltrúar þjóðarinnar hafi kjark til að standa gegn niðurskurði í menntakerfinu. Fróðleiksfýsn fyrr og nú Menntun – skóli – sjálfsmenntun, erindi og námskeið fyrir skóla Oft þarf baksýnisspegil til að átta sig á nútímanum og halda áfram vegferð sinni til framtíðar. Skólinn er ein þeirra stofnana sem þarfnast endurmats á umbreytingatímum. Ein þeirra spurninga sem spyrja þarf er hvort áhugahvöt barna til sjálfsnáms hafi minnkað síðan á 19. öldinni þegar þau fengu ekki að ganga í skóla eða hvort hún hafi einfaldlega breyst. Ýmsir fræðimenn í ReykjavíkurAkademíunni hafa velt þessu fyrir sér og skoðað skólastarf með gagnrýnum gleraugum. ReykjavíkurAkademían býður nú starfsfólki í grunn- og framhaldsskólum erindi eða námskeið um ýmislegt er varðar menntun, skóla og sjálfsmenntun. ReykjavíkurAkademían er vettvangur sjálfstætt starfandi fræðimanna á helstu sviðum hug- og félagsvísinda. Akademían er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir, taka viðkvæm efni til umræðu og hrinda af stað rannsóknum á nýstárlegum fræðasviðum. Störf fræðimanna ReykjavíkurAkademí- unnar vísa veginn inn í 21. öldina en þó með sterkri vísan til fortíðarinnar. Með því að skoða nútíð, jafnt sem fortíð og framtíð, geta fræðimenn ReykjavíkurAkademíunnar unnið með kennurum sem finnst þessi nálgun áhugaverð í að varpa nýju ljósi á störf þeirra. Nánari upplýsingar má finna á vef Akademíunnar www.akademia.is eða hjá Ásthildi Valtýsdóttur skrifstofustjóra í netfanginu ra@akademia.is Frá og með 1. janúar 2009 greiðir Sjúkrasjóður KÍ út fæðingarstyrki til félagsmanna í stað Fjölskyldu- og styrktarsjóðs áður. Upphæðin er kr. 200.000 (kr. 125.600 eftir skatt) miðað við fullt starf í sex mánuði fyrir fæðingu barns eða samkvæmt meðalstarfshlutfalli þann tíma. Skilyrði er að sjóðfélagi/félagsmaður fari með forsjá barnsins og taki að lágmarki þriggja mánaða fæðingarorlof. Vegna fjölburafæðinga eru greiddar kr. 70.000 fyrir hvert barn umfram eitt. Útfylla þarf sérstakt eyðublað sem nálgast má á www.ki.is. Umsókn skal fylgja ljósrit af fæðingarvottorði barns, staðfesting launagreiðanda um meðalstarfshlutfall síðustu sex mánuði fyrir fæðingu barnsins og staðfesting skólastjóra á samningi um töku a.m.k. þriggja mánaða fæðingarorlofs. Fæðingarvottorð eru gefin út af Hagstofunni. Allar umsóknir sem berast fyrir 20. hvers mánaðar eru afgreiddar um næstu mánaðamót. Með kveðju, María Norðdahl fulltrúi Sjúkrasjóða KÍ umsókn um styrki úr menntunarsjóði til blindrakennslu Auglýst er eftir styrkjum til sérnáms í kennslu og ráðgjöf við blinda og sjónskerta einstaklinga fyrir árið 2009. Tilgangur Menntunarsjóðsins er að styrkja kennara og annað fagfólk til sérnáms hérlendis og erlendis sem tengist kennslu og þjónustu við blinda og sjónskerta einstaklinga. Styrkir mega nema skólagjöldum, kostnaði við námsgögn og ferðakostnaði vegna náms erlendis. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2009 og ber að skila umsóknum á eyðublöðum sem fást á heimasíðu Blindrafélagsins www.blind.is (sjá undir Nýtt á vefnum) Umsóknum ásamt prófskírteinum úr háskólanámi og upplýsingum um starfsferil og um áformað nám skal skila til Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík, merktum ,,Menntunarsjóður til blindrakennslu“. Um meðferð umsókna fer samkvæmt úthlutunarreglum sem nálgast má á heimasíðu Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi: www.blind.is/fraedin/ menntunarsjodur-til-blindrakennslu Bent er á upplýsingar á vef Blindrafélagsins um skóla erlendis sem bjóða nám til kennslu og ráðgjafar við blinda og sjónskerta einstaklinga. Fæðingarstyrkur heiminum til skýringar á mikilvægi tengsla á milli fólks. Heimildir um hagnýtar leiðir til að bregðast við vanda nemenda á grunni þessara kenninga eru hins vegar nýlegri eða frá því í kringum aldamótin 2000. Það skortir frekari heimildir um hvaðan náms- þríhyrningurinn kemur og er það miður ef lesandinn myndi vilja kynna sér hann betur. Það sem mér þótti athyglisverðast við bókina var tengingin á milli fræða og hag- nýtingar í starfi. Þessi tenging gerir bókina að ágætri faglegri leiðsögn fyrir kennara og áhugasama sem vilja leggja sig fram um að bæta samskipti við nemendur og börn þannig að þeir geti skilið hegðun þeirra, brugðist faglega við og náð árangri í að bæta líðan þeirra. Lesandinn kynnist helstu kenningum á fræðasviðinu og fær raun- veruleg dæmi sem leiðbeina honum um hvernig hægt er að sjá einkenni um óörugg tengsl hjá börnum. Fram koma útskýringar og ráð um hvernig hægt er að nálgast börnin og vinna með þeim í að byggja sig upp á ýmsan hátt, en slíka umfjöllun hefur mér fundist vanta í fræðibækur á þessu sviði. Bókin nær að mínu mati að gefa les- andanum heildarmynd af því hvernig hægt er að tengja kenningar og hagnýta þekkingu saman í starfi með börnum. Hún er því gagnleg upprifjun fyrir kennara með reynslu ásamt því að vera góð kynning fyrir alla sem vilja kynna sér málefnið og leggja sitt af mörkum til að bæta samskipti sín við börn. Rósbjörg S. Þórðardóttir Höfundur er nemi í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Geddes, H. (2006). Attachment in the classroom: The links between children´s early experience, emotional well-being and performance in school. London: Worth Publishing. 27

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.