Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 10
10
SKóLAvERKEFNI UMbOÐSMANNS bARNA
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009
Leik- og grunnskólabörn vinna verkefni með
umboðsmanni barna
Embætti umboðsmanns barna hleypti af
stokkunum skólaverkefninu Hvernig er að
vera barn á Íslandi? sl. haust sem felst í að
nemendur tjá sig um þessa spurningu með
því að fylla póstkort með myndum, sögu,
ljóði, ljósmynd eða á hvern þann hátt sem
þau kjósa. Tugir leik- og grunnskóla eru búnir
að tilkynna þátttöku, fá sent kynningarefni
og margir hafa líka fengið heimsókn frá
embættinu. Verkefnisstjóri er Eðvald Einar
Stefánsson.
Kynningarbréf voru send til skólastjórn-
enda og þeir kennarar sem sýndu verk-
efninu áhuga fengu svo senda kynningu
á því hvernig hægt er að leggja það fyrir
nemendur. Loks fengu nemendur sent bréf
með upplýsingum fyrir sig. Í kynningarbréfi
til nemenda sem taka þátt segir meðal
annars:
Eitt af því sem umboðsmaður barna
gerir er að hlusta á raddir barna. Hann vill
fá að vita hvað börn eru að hugsa og hvað
þeim finnst um ýmsa hluti sem snerta þau
og nánasta umhverfi þeirra. Hann vill fá að
vita hvernig það er að vera barn á Íslandi
í dag. Þess vegna hefur þú fengið í hendur
póstkort. Á það getur þú skrifað, teiknað
eða jafnvel límt ljósmynd sem þú sjálf/
sjálfur hefur tekið af einhverju sem er mjög
mikilvægt fyrir þig.
Verkefnið tekur mið af 12. og 13. grein
Barnasáttmálans og tilgangur þess er að
gefa börnum tækifæri að láta raddir sínar
heyrast á fjölbreyttan hátt. Á Degi barnsins
sunnudaginn 24. maí, verður haldin sýning
á póstkortum barnanna.
„Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“
segir Eðvald verkefnisstjóri aðspurður en
hann hefur ferðast um allt land að heim-
sækja skóla í tengslum við verkefnið. „Við
sóttum meðal annars heim níu barna
grunnskóla í Þistilfirði sem var í senn gaman
og sérstakt. Við erum í reglulegu sambandi
við þátttökuskólana og erum nú þegar búin
að fá póstkort frá einum skóla, en það er
Rimaskóli í Reykjavík. Krakkar í 2. og 5.
bekk tóku þátt í verkefninu þar og við höfum
átt mjög gott samband við Helga Árnason
skólastjóra. Í hverjum skóla er tengi-liður,
í mörgum tilvikum er það einhver í stjórn-
unarstöðu en sums staðar sjá kennarar um
verkefnið. Í sumum skólum taka nokkrir
kennarar þátt í verkefninu en í öðrum bara
einn – það er enginn skuldbundinn til
þátttöku þótt skólastjóra lítist vel á! Þetta
er þróunarverkefni og bara rétt að byrja.
Skólar geta því enn skráð sig til þátttöku,
við erum tilbúin með póstkort fyrir næsta
ár og vonumst auðvitað til að þátttaka verði
hundrað prósent áður en yfir lýkur.
Þótt við séum bara búin að fá skil
frá einum skóla eru engu að síður sterk
skilaboð fólgin í póstkortunum. Þeim var
skilað í desember sl. og það má sjá þrjú
þemu í póstkortum barnanna. Í fyrsta lagi
vináttuna og fjölskylduna. Það er greinilegt
hvað þetta skiptir börnin miklu máli og að
þeim finnst mikilvægast að vera ekki ein. Í
öðru lagi fjalla þau mikið um einelti, hvað
þeim líður vel þegar allir eru vinir og hversu
illa þeim líður þegar aðrir eru vondir við
þau. Að stríða, leggja í einelti og útiloka eru
þættir sem koma fram aftur og aftur. Í þriðja
Hvernig er að vera barn á Íslandi?
12. grein Barnasáttmálans:
Börn eiga rétt á að láta í
ljós skoðanir sínar í öllum
málum er varða þau og að
tekið sé réttmætt tillit til
skoðana þeirra í samræmi
við aldur þeirra og þroska.
Eðvald Einar Stefánsson