Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 13
13
ÁRSFUNdIR
þrettán fundi vítt og breitt um landið. Þar
var farið yfir ýmis mál sem tengjast fjár-
málakreppunni og einnig mál sem tengjast
réttindum félagsmanna. Fundasókn var
misgóð eins og gengur en segja má að hér
hafi verið gerð fyrsta tilraun til að bjóða upp
á fræðslu til félagsmanna sem var ætluð
öllum, burtséð frá félagsaðild. Vonandi
verður hægt í framtíðinni að bjóða upp á
fleiri þætti hjá KÍ þar sem mörkum milli
félaga er ýtt til hliðar og fræðsla miðuð við
atriði sem varða alla burtséð frá félagsaðild.
Þetta kæmi að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir
fræðslustarfsemi á vegum félaganna heldur
væri hér um að ræða viðbót.
Fjölmargir Íslendingar hafa orðið fyrir
miklu fjárhagslegu tjóni á undanförnum
mánuðum. Þegar ljóst var að bankarnir væru
komnir á hliðina óttuðumst við í fyrstu að KÍ
hefði orðið fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni
þrátt fyrir þá staðreynd að mikill hluti fjár-
muna sambandsins og sjóða væri í vörslu
BYRS. Þó að tapið sé umtalsvert er það
minna sem hlutfall af heildareignum en
búast mátti við enda hefur verið rekin var-
færin stefna í fjárfestingum KÍ á undan-
förnum árum. Um afkomu KÍ og sjóða er að
öðru leyti vísað til reikninga sambandsins
en þar eru þessir þættir tíundaðir.
Tíminn frá áramótum hefur verið
mjög sérstakur svo að ekki sé meira sagt.
Mótmælin sem hófust í haust undu smátt
og smátt upp á sig og þegar þing kom
saman eftir áramót sauð endanlega upp úr.
Þjóðinni var og er misboðið. Allt stoðkerfi
efnahagslífsins hafði brugðist sem og
stjórnmálamennirnir. Kennarasambandið
tók strax þá ákvörðun að vera ekki virkur
þátttakandi í mótmælaaðgerðum og einnig
að setja ekki fram kröfur um afsögn einstakra
stjórnmálamanna eða embættismanna. Ég
tel þetta rétta afstöðu þar sem ekki er hefð
fyrir því að Kennarasambandið setji fram
kröfur af þessu tagi og mál sem þessi hafa
ekki verið til umræðu á þingum sambandsins
hingað til. Ég spyr mig hins vegar oft þeirrar
spurningar hvort ekki sé nauðsynlegt að
breyta þessu að einhverju leyti þegar litið er
til framtíðar. Ég er í þessu sambandi ekki að
tala um að Kennarasambandið eigi að vera
flokkspólitísk samtök heldur hvort það eigi
ekki að láta álit sitt í ljós þegar augljóst er
að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir
standa, láta hagsmuni sína og síns flokks
ganga fyrir þjóðarhag.
Nokkur atriði til umhugsunar í þessu
sambandi.
Er eðlilegt að alþingismenn ákveði að
veita stjórnmálaflokkunum þrjú til fjögur
hundruð milljónir króna af almannafé
meðan ekki eru til peningar til að standa
undir lögbundnum verkefnum? Þetta er gert
þrátt fyrir að bókhald stjórnmálaflokka sé
ekki að fullu opið almenningi.
Er eðlilegt að þingmenn ræði á Alþingi
dögum saman um tæknileg atriði á borð við
hvort ekki verði að rjúfa þing þennan daginn
eða hinn til að uppfylla meint skilyrði um
lágmarkstíma frá þingrofi til kosninga?
Er eðlilegt að eyða mörgum klukkutímum
í umræðu um mál sem allir eru sammála
um, eins og raun varð á í umræðunni um
útgreiðslu séreignarsparnaðar?
Er eðlilegt að þetta gerist meðan ekki
er hægt að taka til umræðu mál sem varða
framtíð þjóðarinnar?
Við hljótum að gera þá kröfu til Alþingis
Íslendinga að sandkassaleiknum linni.
Það virðist sama hver er í stjórn og hver í
stjórnar-andstöðu, hegðun þingmanna og
ráðherra er þeim oft og tíðum til skammar og
í fullkomnu ósamræmi við vilja þjóðarinnar.
Við verðum að vona að þingkosning-
arnar framundan verði upphaf að mótun
nýs samfélags. Það er tími til kominn að
menn hafni græðginni og snúi bökum
saman við að byggja upp þjóðfélag þar
sem einstaklingurinn er settur í öndvegi og
Mammoni vikið til hliðar.
Ágætu ársfundarfulltrúar. Við eigum fyrir
höndum langan vinnudag. Auk lögbundinna
verkefna ársfundar höfum við fengið til liðs
við okkur fjölda frummælenda til að fjalla
um mörg mikilvæg mál á sviði kjara- og
skólamála. Ég vona að við eigum eftir að
eiga saman ánægjulegan dag og að við
getum snúið heim margs vísari.
Sameiginlegur ársfundur KÍ og ársfundur
skólamálaráðs KÍ er settur.
er eðlilegt að alþingismenn ákveði að veita stjórnmála-
flokkunum þrjú til fjögur hundruð milljónir króna af
almannafé meðan ekki eru til peningar til að standa undir
lögbundnum verkefnum?
kennarasamband Íslands ákvað fljótlega eftir fjármálahrunið
að skoða með hvaða hætti sambandið gæti best stutt við
félagsmenn sína og þar með skólastarfið í heild.