Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 26
26
RITdóMUR
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009
Rósbjörg S. Þórðardóttir rýnir í bókina
Attachment in the classroom: The links
between children´s early experience,
emotional well-being and performance in
school eftir dr. Heather Geddes.
Höfundur bókarinnar er kennsluráðgjafi
(educational therapist) og hefur unnið sem
kennari og sérkennari á mismunandi stig-
um skólakerfisins, við handleiðslu barna og
í geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga.
Hún hefur einnig starfað sjálfstætt sem
kennsluráðgjafi og stendur fyrir þjálfun
kennsluráðgjafa, til dæmis á Caspari stofn-
uninni í Bretlandi.
Bókin er byggð á doktorsrannsókn Gedd-
es og margra ára starfi hennar með börnum,
fjölskyldum og kennurum í mismunandi um-
hverfi. Með rannsókninni bar hún kennsl á
samband milli fyrri geðtengsla (attachment)
sem börn hafa myndað og tiltekins mynsturs
í viðbrögðum þeirra við kennurum og verk-
efnum. Reynslan hefur rennt stoðum undir
störf hennar og hvatt hana til að stuðla að
vakningu í þá veru að tekið sé tillit til barna
og þeim sinnt á viðeigandi hátt í skólastarfi.
Bókin er tvískipt. Í fyrri hluta eru kynntar
fræðilegar kenningar og gefin dæmi um
tengsl hegðunar og náms. Teknar eru
fyrir þekktar tengslakenningar, rætt er
sérstaklega um tengslakenningu (attachment
theory) Johns Bowlbys og rannsókn Mary
Ainsworth á geðtengslum móður og barns
þar sem fjallað er um mynstur óöruggra
geðtengsla (insecure attachment). Einnig er
vísað í aðrar rannsóknir á þessu sviði. Þá
er námsþríhyrningurinn (learning triangle)
kynntur en hann sýnir sambandið á milli
nema, kennara og verkefnis. Áhersla er lögð
á notkun tengslakenningar og fleiri kenninga
en einnig að eðli samskipta í frumbernsku
hafi áhrif á hvernig nemendum gengur að
tileinka sér námsaðferðir til að ná árangri
í námi. Til frekari skýringa eru í báðum
bókarhlutum tekin raunveruleg dæmi af
vettvangi þar sem börn eiga í vanda. Dæmin
skýra á hagnýtan hátt hvaða aðferðum er
hægt að beita við mismunandi aðstæður.
Í seinni hluta bókarinnar er fjallað
nánar um hve vitneskja um fyrri reynslu
barna er mikilvæg til að skilja hegðun
þeirra og geta brugðist við á faglegan
og árangursríkan hátt. Í hverjum kafla er
tekið fyrir tiltekið hegðunarmynstur barna
sem bendir til óöruggra geðtengsla sam-
kvæmt skilgreiningu Ainsworth. Það eru
óörugg/frávísandi mynstur (avoidant patt-
ern) þar sem nemandinn forðast eða útilokar
kennarann. Dæmi um þetta er nemandi sem
biður ekki um aðstoð. Við slíkar aðstæður
er leiðin að samskiptum í gegnum verkefni
sem höfðar til nemans. Óörugg/tvístígandi
mynstur (resistant/ambivalent pattern) eiga
við um nemanda með kvíða sem leggur
sig fram um að halda athygli kennarans.
Óöruggt/óskipulagt mynstur (disorganised
pattern) á við um nemendur sem eru óút-
reiknanlegir. Fáir tilheyra þessum hópi.
Mynstrin eru tekin fyrir og útskýrð ásamt
því að nefndir eru dæmigerðir hæfileikar
og erfiðleikar þessara barna. Útskýrt er
í hvaða heilastöðvum mismunandi virkni
fer fram og hvernig unnt er að vinna að
frekari þroska. Þá er námsþríhyrningurinn
við hvert dæmi sýndur en hann útskýrir á
myndrænan hátt hvar erfiðleikarnir liggja.
Með þríhyrningnum er skýrt hvernig hægt er
að höfða til barnanna miðað við getu þeirra
og hvaða viðbrögð eiga við í hverju tilfelli. Í
lok hvers kafla er samantekt sem tekur fyrir
aðalatriði hans.
Í bókinni er lögð áhersla á að kennarar
og starfsmenn skóla noti innsæi til að skilja
hegðun barnanna og bregðast við í samræmi
við hana. Hún fjallar ekki eingöngu um hvað
á að gera heldur hvernig á að nálgast við-
fangsefnið til að ná ákjósanlegum árangri
að bættri líðan og námsárangri nemenda.
Það kemur í ljós að þegar tekið er tillit til
hegðunar barna og brugðist faglega við
henni þá geta allir starfsmenn skóla haft
mikil áhrif á vellíðan barna og fjölskyldna
þeirra. Þegar þarfir nemenda eru virtar
aukast framfarir í námi og lífsgæði barn-
anna einnig, samkvæmt bókinni. Skólinn
hefur þá sinnt hlutverki sínu sem öruggur
grunnur að uppeldi barnsins.
Geddes nær að útskýra fræðilegar kenn-
ingar og tengja þær við hagnýt viðbrögð.
Þetta er gert á læsilegan hátt þannig að
áhugasamir geta náð samhenginu án mik-
illar þekkingar á efninu. Kenningalegur bak-
grunnur bókarinnar er ekki nýr af nálinni
en tengslakenning Bowlbys og rannsóknir
Ainsworth hafa lengi verið áberandi í fræða-
Reynsla í barnæsku og tilfinningaleg
vellíðan tengjast námsárangri
„over some years, working in a range of educational and health
settings, it has been my experience that teachers are perfectly
able to teach almost all pupils.“
Heather Geddes.