Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 7
7 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009 KjARAMÁL Í þetta sinn ætla ég að fjalla almennt um veikindarétt og helstu atriði sem honum tengjast, svo sem veikindi starfsmanns, vottorð, hvernig veikindaréttur endurnýjast eftir langtímaveikindi og rétt vegna veikinda barna. Veikindaréttur miðast við starfsaldur og verður mest 360 dagar eftir 18 ár í starfi. Í veikindum greiðast, auk mánaðarlauna, föst yfirvinna og meðaltal tilfallandi yfirvinnu. Laun í veikindum eru þó ekki greidd lengur en ráðningu er ætlað að standa. Ef starfs- maður flytur sig milli skóla eða sveitarfélaga flyst veikindaréttur með viðkomandi. Á fyrstu þremur mánuðum samfelldrar ráðningar skal þó fyrri þjónustualdur ekki metinn nema viðkomandi starfsmaður hafi unnið samfellt hjá fyrri launagreiðendum í tólf mánuði eða lengur. Veikindi að hluta Starfsmaður getur að læknisráði og með leyfi yfirmanns unnið skert starf, t.d. 50% starf og 50% veikindi, og er greiðsla veik- indalauna miðuð við það starfshlutfall sem vantar á að hann vinni fullt starf. Taki starfsmaður hins vegar að sér meiri vinnu en vottorð læknis gerir ráð fyrir er litið svo á að hann sé vinnufær að stærri hluta en talið var og taki því veikindalaun að því sem nemur minni hluta, allt að fullum dagvinnulaunum. Vottorð Ef starfsmaður verður óvinnufær vegna veikinda eða slyss þarf að tilkynna það yfirmanni þegar í stað sem svo ákveður hvort læknisvottorðs skuli krafist og hvort það skuli vera frá trúnaðarlækni hlutaðeigandi stofnunar. Ef starfsmaður er óvinnufær vegna veikinda eða slyss um langan tíma, verður viðkomandi að endurnýja læknisvottorð sitt eftir nánari ákvörðun yfirmanns en þó ekki sjaldnar en mánaðarlega. Frá þessu má þó veita undanþágu eftir tillögu trúnaðarlæknis ef ljóst er að um lengri veikindafjarvist verði að ræða. Yfirmaður getur krafist vottorðs hvenær sem er, ef þörf þykir á, og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða skammtíma, eða lang- tímaveikindi. Starfsmaður þarf aftur á móti ekki að gefa yfirmanni nákvæma lýsingu á veikindum sínum þar sem yfirmaður á rétt á að senda viðkomandi til trúnaðarlæknis og fá vottorð ef þörf þykir. Rétt er að benda á að launagreiðandi skal endur- greiða starfsmanni gjald vegna læknisvott- orða sem krafist er og einnig gjald vegna viðtals hjá lækni vegna öflunar vottorðs. Ef slys verður á vinnustað skal launagreiðandi einnig greiða öll útgjöld sem starfsmaður verður fyrir og slysatryggingar almanna- trygginga bæta ekki. Þetta getur til dæmis verið kostnaður vegna læknisheimsóknar, vottorða, sjúkraþjálfunar o.þ.h. Þegar starfsmaður hefur verið óvinnufær vegna veikinda eða slysa samfellt í einn mánuð ber honum að skila svokölluðu starfs- hæfnisvottorði þegar hann hefur störf á ný. Starfsmaður má ekki hefja störf án þess að læknir votti að heilsa hans leyfi og heimilt er að krefjast vottorðs trúnaðarlæknis. Það er mjög mikilvægt fyrir starfsmann að skila inn 100% starfshæfnisvottorði að loknum veikindum þar sem hann byrjar ekki að ávinna sér veikindarétt að nýju nema það sé gert. Veikindaréttur fullnýttur Þeir sem fullnýta veikindarétt sinn geta sótt um sjúkradagpeninga til Sjúkrasjóðs KÍ sem greiðast í allt að 360 daga vegna veikinda sjóðfélaga. Ekki eru greidd laun vegna lang- tímaveikinda maka en Sjúkrasjóður greiðir þó sjúkradagpeninga vegna sjóðfélaga sem verða fyrir tekjuskerðingu sem er afleið- ing alvarlegra langtímaveikinda maka eða barna, enda hafi veikindin staðið í a.m.k. þrjá mánuði. Þegar starfsmaður er leystur frá störfum vegna heilsubrests, varanlegrar óvinnufærni eða ef hann hefur tæmt veikindarétt og/ eða haldið starfinu launalaust jafn lengi og veikindaréttur varði, þá skulu honum greidd svokölluð lausnarlaun, þ.e. þrenn mán- aðarlaun. Sama gildir um greiðslu vegna látins starfsmanns ef hann var í hjúskap, staðfestri samvist eða skráðri sambúð. Vert er að minna á að auk lausnarlauna þarf starfsmaður að fá uppgjör orlofslauna ef um uppsafnað sumarorlof er einnig að ræða. Veikindi barna yngri en þrettán ára Félag framhaldsskólakennara, leikskóla- kennara, tónlistarskólakennara: Annað for- eldri barns yngra en þrettán ára á rétt á að vera frá vinnu í samtals tólf vinnudaga (96 vinnuskyldustundir m.v. fullt starf) á hverju almanaksári og endurnýjast sá réttur um hver áramót. Ekki er nauðsynlegt að taka þessa daga út í heilum dögum heldur má taka út hálfa daga eða jafnvel nýta nokkrar klukkustundir í senn. Félag grunn- skólakennara: Annað foreldri barns yngra en þrettán ára á rétt á að vera frá vinnu í sam- tals tíu vinnudaga (80 vinnuskyldustundir m.v. fullt starf) á hverju almanaksári. Uppsögn í veikindum Veikindaréttur fellur niður við starfslok hvort heldur starfsmaður segir upp starfi eða honum er sagt upp störfum. Hafi starfsmanni borist uppsögn með venjulegum uppsagnar- fresti en veikist eftir það greiðast laun ekki lengur en til loka ráðningartímans. Hafi veik- indi hins vegar borið að áður en til uppsagnar kemur heldur starfsmaðurinn veikindarétti sínum þar til hann er vinnufær á ný eða veikindaréttur tæmdur. Vinnuveitanda er þar af leiðandi ekki heimilt að skerða veik- indarétt starfsmanns með uppsögn úr starfi. Mikilvægt er að leita upplýsinga hjá KÍ ef starfsmaður íhugar uppsögn vegna veik- inda svo að réttindum sé ekki fyrirgert með ótímabærri uppsögn. Í lokin langar mig að minna ykkur á net- fangið mitt ingibjorg@ki.is ef þið hafið frekari spurningar um veikindarétt eða annað. Ingibjörg Úlfarsdóttir Veikindaréttur Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi KÍ Lj ós m yn d : S te in un n Jó na sd ót ti r

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.