Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 17
17
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009
SAMRæÐA KEMUR HUGMYNDUM Í FRAMKVæMD
Jón Torfi Jónasson og Anna Kristín Sigurðardóttir fjölluðu um
kennaramenntunina í HÍ og samstarf við Kennarasambandið til
framtíðar. Anna Kristín talaði meðal annars um aðdraganda nýju
kennaramenntunarlaganna, inntak undirbúningsvinnu að fimm ára
kennaramenntun, lykilhugmyndir um kennarastarf og fagmennsku
og um næstu skref hjá menntavísindasviði að framkvæmd laganna.
Erindi Önnu Kristínar og þessari umfjöllun í heild, ásamt erindi
Braga Guðmundssonar um kennaramenntun á Akureyri, verða gerð
betri skil í apríltölublaði.
Jón Torfi var nýkominn frá Noregi og Svíþjóð og sagði að í þessum
löndum auk Danmerkur væru miklar hræringar í kennaramenntun
og jafnframt átök. Á Norðurlöndunum væru sýnu minnst átök í
þessum málaflokki í Finnlandi og hérlendis. Til dæmis væri verið
að dreifa kennaramenntun víðar en áður í fyrrnefndu löndunum.
Stjórnvöld væru meira með puttana í þessu námi en öðru
starfsnámi en eftirlitskerfið í Svíþjóð og prófakerfið í Danmörku
væri í mótsögn við hugmyndir stjórnvalda um fagmennsku. Mikið er
rætt um fagmennsku á norrænum vettvangi og spurningin er þessi:
Hvað þarf til, til að undirbúa góðan fagmann sem ræður við það
sem honum er ætlað? Að mati Jóns Torfa er ekki líklegt að sterkir
kennarar spretti fram í stórum hópum ef menntun er dreift víða.
Annað sem þyrfti að varast væri gjá á milli fræðimanna,
kennara, stjórnmálamanna og almennings. Fræðimenn væru til
að mynda mest að skrifa fyrir aðra fræðimenn. Jón Torfi bætti við
að samræða væri sú leið sem við hefðum til að gera okkur mat
úr því sem við höfum og nýta það í skólastarfi. Hann upplýsti að
skýr ásetningur væri af hálfu beggja aðila, menntavísindasviðs HÍ
og Kennarasambandsins, um virkt samstarf. Það myndi meðal
annars fela í sér samræðu um grunn- og endurmenntun kennara
og stjórnenda, vettvangstengingu námsins (Ingvar Sigurgeirsson
stýrir vettvangsráði menntavísindasviðs, innskot blm.) og vett-
vangstengingu menntavísindasviðs, rannsóknir og mótun fag-
mennsku. Þá yrði rætt um hræringar í Evrópu,flæði upplýsinga
- þ.m.t. útgáfu og mótun samstöðu ásamt fleiru.
keg
Jón Torfi Jónasson Anna Kristín Sigurðardóttir
Bragi Guðmundsson
Björg
Ólafur
Aðalheiður
ÁRSFUNdIR
Sigrún