Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 30
30 SMIÐSHÖGGIÐ, LEIÐRéTTING SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009 undantekningarlaust að þeim hafi leiðst og liðið illa. Þegar ég spyr hvert þeir telji vera hlutverk skólans svara þeir að skólinn sé undirbúningur fyrir atvinnulífið. Geta verið tengsl á milli þessara tveggja svara? Leiðist sumum og líður illa af því að þeir upplifa skólann eingöngu sem undirbúning fyrir óljósa framtíð? Tvö meginviðhorf til menntunar hafa tekist á í aldanna rás. Annað leggur áherslu á gildi menntunar fyrir atvinnuvegi og samfélag, hitt á gildi menntunar fyrir persónuþroska einstaklinga. Samfara mik-illi efnis- og vísindahyggju á síðustu öld fór áhersla á menntun í þágu atvinnu- lífsins vaxandi. Þjóðir heims vildu tryggja sér forskot með velmenntuðu vinnuafli. En raddir hinna heyrðust þó alltaf. Raddir sem töldu skólann einblína um of á hlutverk einstaklinga á vinnumarkaði í stað þess að skoða hlutverk einstaklinga í eigin lífi. Raddir sem bentu á að skólinn undirbyggi ungmenni fyrir óljósar væntingar framtíðarinnar í stað þess að beina athygli þeirra að því krefjandi verkefni að kynnast sjálfum sér. Það eru gömul sannindi og ný að fátt er meira virði en að þekkja og virða sjálfan sig. Samfélag fólks sem nýtur eigin virðingar og annarra er virðingarvert samfélag. Lýðræði fólks með heila sjálfsmynd er heilt lýðræði. Vinnumarkaður heiðarlegs fólks er heiðarlegur vinnumarkaður. Og skóli sem hefur á að skipa leitandi og fróðleiksfúsu starfsfólki, jafnt nemendum sem kennurum, er skóli sem býr til þekkingu úr athugunum fólks á umheiminum og sjálfum sér. Sjálfsþekking er forsenda þess að önnur þekking komi að gagni - en þeir eru fáir sem verða fullnuma í sjálfum sér. Menntun er máttugt tæki Eitt af því sem ég undraðist þegar ég þóttist komin til vits og ára var hve margir komust hægar til vits en ára. Ég hafði ímyndað mér að í þeirri framtíð sem skólinn bjó okkur undir lifðu allir í sátt og samlyndi við sjálfa sig og aðra. En framtíðarlandið reyndist ólíkt því sem skólinn hafði spáð og þar kom að landsfaðir þurfti að biðja guð í beinni útsendingu að bjarga þjóð sem var orðin andlega og efnislega gjaldþrota. Við vorum svo upptekin við að vinna inn peninga að við gleymdum að vinna með okkur sjálf sem einstaklinga og samfélag. Og nú er æpt á breytingar á öllum sviðum. Menntun er máttugt tæki til breytinga. Sænskur skólamaður sagði eitt sinn að það væri eins og að færa kirkjugarð að breyta skóla því engrar hjálpar væri að vænta innan frá. Víst er skólinn bákn þaðan sem oft heyrast úrtöluraddir. En skólinn er samt virkt samfélagsafl þar sem fram fer kvik umræða sem veldur því að skólinn er í sífelldri endurnýjum. Í mínum huga er skóli hvorki kirkjugarður né framtíðarland. Hann er ekki Gettu betur eða átöppunartæki fyrir framtíða vinnuafl. Skólinn á fyrst og fremst að hlú að nemendum og hjálpa þeim að þroskast sem heilar manneskjur. Besta leiðin til að undirbúa nemendur fyrir frjóa og virka þátttöku í lýðræði og atvinnulífi er að hjálpa þeim að lifa farsælu einkalífi. En er einkalífið ekki á ábyrgð heimilanna spyrja margir. Auðvitað er það líka hlutverk heimilanna að sinna tilfinningalegum þörfum en undir það hlutverk eru ekki allir foreldrar búnir frekar en að aðstoða börn við heimanám. Þekking heimsins er orðin yfirþyrmandi sem og aðferðirnar við að afla hennar. Það er engin leið fyrir skólann að stýra þekkingarleit nemenda enda kunna nútímanemendur ótalmargt sem lærifeður þeirra hafa ekki hundsvit á. Við þurfum ekki öll að kunna það sama og það má ekki koma í veg fyrir að flinkir og fróðir krakkar læri það sem hugur þeirra stendur til að stærðfræðiformúlur og málfræðireglur vefjist fyrir þeim. Þar með er ég ekki að segja að margföldunartafla og orðflokkagreining sé ekki góð almenn menntun heldur að vanhæfni til að læra eitt megi ekki koma í veg fyrir að nemendur læri annað. Skólinn þarf að hjálpa nemendum að leita sér þekkingar en fyrst og fremst hjálpa þeim að skapa sér heimsmynd og sjálfsmynd úr þekkingarbrotunum. Náms- efni og kennsluaðferðir nútímans þurfa að ýta undir sveigjanlega, margræða og gagnrýna hugsun og kjark til að takast á við breytingar. Og þær þurfa að stuðla að vellíðan. Við höfum ekki efni á að láta fjórðungi nemenda leiðast og líða illa. Í gamalli vísu segir að í skólanum, í skólanum sé skemmtilegt að vera. Höfum það að leiðarljósi. Björg Árnadóttir Höfundur hefur kynnst skólakerfinu sem nemandi, foreldri, kennari, skólastjórnandi og embættismaður. en framtíðarlandið reyndist ólíkt því sem skólinn hafði spáð og þar kom að landsfaðir þurfti að biðja guð í beinni útsendingu að bjarga þjóð sem var orðin andlega og efnislega gjaldþrota. Það má ekki koma í veg fyrir að flinkir og fróðir krakkar læri það sem hugur þeirra stendur til að stærðfræðiformúlur og málfræðireglur vefjist fyrir þeim. Röng útgáfa af greininni „Stöndum vörð um kjarasamninga“ var prentuð í síðasta tölublaði Skólavörðunnar og olli nokkru fjaðrafoki hjá lesendum. Ástæðan var sú að auðvelt var að skilja upplýsingar um rétt atvinnulausra hjá Kennarasambandinu svo að hann væri enginn. Hér er greinarhlutinn endurbirtur um leið og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Greinin er í heild sinni á www.ki.is undir Kjaramál/Fundaröð KÍ í janúar 2009/Erna Gðumundsdóttir: Stöndum vörð um kjara- samninga. Helstu reglur sem gilda. Atvinnuleysi og aðild að stéttarfélagi Mikilvægt er að halda tengslum við stéttar- félag ef til atvinnuleysis kemur. KÍ hvetur til þess að þeir sem sækja um atvinnu- leysisbætur merki við á umsókn sinni að þeir vilji greiða stéttarfélagsgjald. Tengsl við stéttarfélag eru sérstaklega mikilvæg varðandi aðild að sjóðum, þ.e. sjúkrasjóði, starfsmenntunarsjóði og orlofssjóði, auk annarrar aðstoðar og upplýsingagjafar af hálfu félaganna. Félagsmenn athugið! réttur atvinnulausra hjá kÍ • Áskrift að Skólavörðunni og öðru efni sem Kennarasambandið gefur út falla niður þann tíma sem viðkomandi er ekki félagsmaður. • Réttur til úthlutunar orlofshúsa fellur niður þann tíma sem viðkomandi er ekki félagsmaður og punktasöfnun stöðvast sem síðan rýrir rétt til úthlutunar eftir að starf er hafið að nýju. • Réttur til úthlutunar úr Sjúkrasjóði Kenn- arasambandsins fellur niður meðan atvinnuleysið varir. Það tekur síðan 6 mánuði að ávinna sér réttinn eftir að viðkomandi hefur störf að nýju. • Réttur til úthlutunar úr Verkefna- og námsstyrkjasjóði, starfsmenntunar og vísindasjóðum fellur niður þann tíma sem viðkomandi er ekki félagsmaður. Það tekur síðan aðila að Vísindasjóði leikskólakennara 3 mánuði að ávinna sér réttinn eftir að viðkomandi hefur störf að nýju. • Aðstoð stéttarfélagsins og lögfræðinga falla niður þann tíma sem viðkomandi er ekki félagsmaður.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.