Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 23
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009
23
„Það er áhugavert að lesa lokaskýrslu
samstarfshóps undir forystu Sir Peter
Williams um stærðfræðikennslu leik- og
grunnskólabarna á Bretlandi,“ segir Óskar
Sigurðsson en grein hans um niðurstöður
og ráðleggingar skýrsluhöfunda fer hér á
eftir. Í viðauka með skýrslunni er fjallað
um ólík kennslugögn og notkun þeirra, þ.á
m. Numicon stærðfræðikerfið. Við gefum
Óskari orðið.
Skýrslan var gerð að beiðni breskra mennta-
málayfirvalda árið 2007 og lögð fram ári
síðar. Ég fer örfáum orðum um skýrsluna og
dreg síðan saman í lokin nokkrar niðurstöður
m.t.t. Numicon kerfisins.
Skýrslan skiptist í sex aðalkafla: 1)
Skilgreining verkefnisins, 2) kennarinn
– stærðfræðikennaranám og sí- og
endurmenntun, 3) fyrstu skólaárin, 4)
árangursleysi og íhlutun – öll börn skipta
máli, 5) námskrá og kennslufræði og 6)
foreldrar og fjölskyldur. Víða var leitað
fanga og alls má finna tíu ráðleggingar til
stjórnvalda í skýrslunni.
Lögð er rík áhersla á mikilvægi fag-
menntaðra stærðfræðikennara fyrir leik-
skóla og yngsta stig grunnskólans og
kennslufræðilega hæfni þeirra til að koma
námsefni til skila. Um þetta er fjallað í
öðrum kafla. Stærðfræðigrunnur breskra
kennaranema er á heildina litið veikur og
horfurnar á að úr rætist eru rýrar nema
gripið verði til viðeigandi ráðstafana. Auka
þarf kröfur um fagþekkingu án þess að fæla
kennaranema frá námi. Slíka þekkingu má
öðlast með stöðugri sí- og endurmenntun
starfandi kennara. Of lítið er þó almennt vitað
um starfsframvindu kennara eftir að þeir
luku formlegu námi í samanburði við aðrar
breskar starfsstéttir. Þá hefur endurmenntun
kennara færst frá skipulögðum námskeiðum
yfirvalda yfir í óformlegri námskeið innan
skólanna (oft kostuð af sveitarfélögum)
og yfir til æðri menntastofnana (oft dýrari
kostur).
Ein meginniðurstaða og ráðlegging
hópsins er að ráða verði sérhæfða stærð-
fræðikennara í alla leik- og grunnskóla.
Lágmarkskrafan ætti að vera sú að a.m.k.
einn slíkur starfi í hverjum skóla og styðji
samkennara í eflingu stærðfræðikennslu.
Áætlað er að í Bretlandi þurfi um þrettán
þúsund fagmenntaða stærðfræðikennara á
næstu tíu árum til að uppfylla þetta markmið
og kostnaður er mikill en skýrsluhöfundar
álíta að um fjárfestingu til framtíðar sé að
ræða. Talið er að fyrir hvert pund sem
varið er til stærðfræðiíhlutunar hjá börnum
sparist tólf pund fyrir samfélagið.
Í skýrslunni er einnig lögð áhersla á
mikilvægan þátt foreldra og annarra upp-
alenda í að bæta námsárangur nemenda í
stærðfræði. Þó er vitað að á milli 15-20%
breskra foreldra hafa ekki nægan stærð-
fræðigrunn til að aðstoða börn sín og margir
þeirra telja sig allsendis ófæra um það.
Breska leikskólastigið er skilgreint frá
fæðingu barns að fimm ára aldri. Um þetta
skólastig er fjallað í þriðja kafla. Miklu máli
skiptir að börn á þessum aldri fái jákvæða
upplifun af stærðfræði og finni fyrir öryggi
í leik með stærðfræðileg viðfangsefni. Þá
skipta tengsl heimila og skóla miklu máli í
þessu samhengi. Áherslan er á ýmsa leiki
en hlutverk sérhæfðs stærðfræðikennara
er engu minna hér en á grunnskólastigi.
Lagður er grunnur að frekara stærðfræði-
námi leikskólabarna í talnalæsi, ýmsum
úrlausnarefnum, rökhugsun, formum, lögun
og mælingum. Nauðsynlegt er að fylgst sé
vel með árangri og framvindu leikskólabarna
og að þeim upplýsingum sé skilað yfir til
grunnskólans sem vinnur áfram með þær.
Leikskólaumsögnin skiptir miklu máli í
greiningu á stærðfræðikunnáttu barna og
vali á úrræðum í grunnskóla ef með þarf.
Hvernig á að aðstoða 5-7 ára gömul
börn sem ná ekki viðunandi árangri í
stærðfræði? Hvað veldur og hvaða leiðir
eru til úrbóta? Hvað kostar íhlutun? Hvaða
námsgögn og íhlutunarkerfi nýtast best?
Um þetta snýst fjórði kafli. Styrkja þarf
kennsluna, huga að félags- og efnahags-
legum aðstæðum og lífeðlisfræðilegum
þáttum svo sem reikniblindu (dyscalculia).
Engin ein ástæða er fyrir slökum stærð-
fræðiárangri barna og engin ein leið til
úrbóta. Íhlutun er ætlað að hjálpa nem-
endum inn á rétta braut og skýrsluhöfundar
styðjast við líkan sem kallast Bylgjurnar þrjár
(three waves). Bylgja 1: íhlutun í formi fyrsta
flokks kennslu innan bekkjarins. Bylgja 2:
íhlutun í formi hópkennslu (3-4 manna hópur
innan bekkjarins). Bylgja 3: íhlutun í formi
stuðnings- eða sérkennslu, sniðin að þörfum
einstaklingsins (oftast valin, áhrifamest og
hlutfallslega dýrust). Þetta líkan byggist því
á þeirri aðferðafræði að farið sé frá hinu
almenna til hins einstaka. Stuðst er við allar
þessar gerðir íhlutunar í breskum skólum og
ýmsum nálgunum beitt, til dæmis skimun,
greiningu og mati, einstaklingsmiðu námi,
ólíkum námsgögnum og kennslutækjum
(þ.m.t. kennsluforrit og gagnvirkar skóla-
töflur), verkefnum er byggjast á fjölskynjun
(multi-sensory approaches) og þátttöku
foreldra. Orðrétt segja skýrsluhöfundar eftir
numicon fær jákvæða umsögn
áhugaverð skýrsla um
stærðfræðikennslu ungra barna
Óskar Sigurðsson
Lj
ós
m
yn
d
f
rá
h
öf
un
d
i
STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI • STæRÐFRæÐI
„ertu með hafragraut í
stað heila!“