Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 6
6 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009 GESTASKRIF: STEFÁN EINAR STEFÁNSSON veikleika, væntingar til lífsins. Sé það gert minnkar hættan á því að einstaklingar álíti framferði sitt snúa að orðspori einu saman, en á síðustu árum hefur verið lögð þung áhersla á gildi þess fyrir hvern og einn. Þegar orðsporið er þannig vegið og metið til fjár með einum eða öðrum hætti er ætíð hætta á að einstaklingurinn finni sig í þeim aðstæðum að aðeins það sem sjáist og kunngjört sé skipti máli en ekki grundvallarviðhorf og hegðan, jafnvel þar sem enginn sér til. Orðsporið eitt og sér er einskis virði ef það byggist á fölskum forsendum. Mikilvægt er að hlúa þannig að einstaklingum, ekki síst á námsferli þeirra, að þeir skynji og skilji þá veigamiklu staðreynd að persónuleiki þeirra og viðhorf til grunngilda lífsins skiptir þá sjálfa miklu en ekki aðeins þá sem verða á leið þeirra um lífsveginn. „Og þá er maður í háum skóla...“ Til þess að einstaklingar geti skilið ábyrgð sína, réttindi og skyldur, er nauðsynlegt að móta með þeim skilning og getu til að greina umhverfi sitt og samfélag. Það er ekki meðfæddur hæfileiki og þess vegna hafa foreldrar og menntastofnanir það hlutverk með höndum að innræta börnum og unglingum ákveðin viðhorf til þess sem gott getur talist og sömuleiðis þess sem forðast ber og samræmist ekki góðum siðum. Af fjölþættum verkefnum menntakerfisins má jafnvel fullyrða, ekki síst nú á dögum, að þar sé á ferðinni mikilsverðasta framlag þess til samfélagsins. Þá staðreynd orðaði dr. Sigurbjörn Einarsson biskup vel er hann sagði í predikun sem hann flutti í tilefni 75 ára afmælis Háskóla Íslands: Og þá er maður í háum skóla, þegar mest reynir á manngildi og lífsgæfan er í húfi. Hinn háa skóla og mikilsverða er sam- kvæmt honum ekki aðeins að finna í stofnunum sem kenna sig við það skólastig heldur á öllum þeim stöðum þar sem maðurinn reynir sjálfan sig og tekst á við spurningar er lúta að manngildi og gæfu lífsins. Sú glíma er nefnilega ekki aðeins háð í byggingum háskólanna heldur á heimilum, í leikskólum, grunn- og framhaldsskólum. Glímunni sem háð er innan skólanna við spurningar um manngildi og lífsgæfu er ætlað það sérstæða hlutverk að gera þann, sem til hennar gengur, betur undir það búinn að mæta raunverulegum áskorunum fyrr eða síðar á lífsleiðinni. Sá sem fengið hefur tækifæri til þess að vega og meta hluti, aðstæður, jafnvel orð, á vogarskálum réttlætis og þess gildismats sem samfélagið byggir á er líklegri til þess að standast freistingar, gylliboð og siðlausa framgöngu, en sá sem ekki hefur glímt undir leiðsögn þeirra sem veginn hafa fetað á undan. Hver er leiðarsteinninn? Hér að ofan fullyrti ég að lykillinn að því að þekkja sjálfan sig væri meðal annars fólginn í því að þekkja það samfélag sem maður er sprottinn úr, menningu þjóðar sinnar, tungumál, bókmenntir og annað það erfðafé sem kynslóðir fyrri tíðar hafa skilið eftir sig. Skólakerfið hefur mikilvægu hlutverki að gegna í þessum efnum og í aðalnámskrá grunnskólanna frá 2007 er sérstaklega tiltekið að nám í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum sé: „ætlað að stuðla að menntun og þroska nemenda og efla skilning þeirra á íslensku samfélagi og menningu í fortíð og nútíð.“ Er þar ennfremur sagt að: „saga og menning þjóðarinnar verður vart skilin án þekkingar á kristinni trú og siðgæði og sögu kristinnar kirkju.“ Aðalnámskráin er skýr hvað þetta varðar en á síðustu árum hefur þó gætt aukinnar gagnrýni í garð skólakerfisins fyrir þann þátt uppfræðslunnar sem lýtur að kristnum lífsskoðunum og kristnum trúararfi. Hafa þar ýmsir aðilar gengið hart fram og krafið skólakerfið um hlutlausa afstöðu gagnvart trúarbrögðum heimsins. Hefur því meðal annars verið haldið á lofti að þekking á lífi og starfi Jesú frá Nasaret þjóni þeim tilgangi einum að vinna kristinni kirkju brautargengi. Ekki skal ég halda öðru fram en að frásagnir þessar birti jákvæða mynd af kristinni kirkju og þeirri lífsskoðun sem hún heldur á lofti, en þessar frásagnir hafa öðru og ekki síður mikilvægu hlutverki að gegna. Þær gefa ungu fólki færi á því að spyrja áleitinna siðferðilegra spurninga um rétt og rangt, náungakærleika og réttlæti. Þær miðla gildismati sem verið hefur förunautur íslensku þjóðarinnar um allar aldir í sögu hennar. Árin framundan Íslenska þjóðin hefur nú orðið fyrir miklu áfalli og enn munu neikvæðar fréttir berast um framtíðarhorfur í efnahagslegu tilliti. En íslensk þjóð mun um ókomna framtíð byggja landið sem hún hefur hlotið í arf og ekki er ástæða til að ætla annað en að með samhentu átaki og fyrirhyggju megi reisa landið við að nýju og byggja upp blómlega atvinnuvegi. Það verður þó aðeins gert ef unga fólkið í landinu fær til þess það veganesti sem best getur dugað til langrar framtíðar. Kennarar dagsins í dag hafa þar ríku hlutverki að gegna og munu ráða miklu um það hvernig til tekst á komandi áratugum. Í allri kennslu og nálgun á viðfangsefni nemenda verður að kosta kapps við að tala máli góðs siðgæðis, þeirra gilda sem lengst og best hafa dugað landi og þjóð. Verkvitið eitt og sér dugar skammt ef siðvitinu er áfátt. Stefán Einar Stefánsson Höfundur er sið- og guðfræðingur. Þegar orðsporið er þannig vegið og metið til fjár með einum eða öðrum hætti, er ætíð hætta á því að einstaklingurinn finni sig í þeim aðstæðum að aðeins það sem sjáist og kunngjört er skipti máli en ekki grundvallarviðhorf og hegðan, jafnvel þar sem enginn sér til. �������������������������������������������������������������� ���������� ���������� ����������� ��������������� ���������� ��������������

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.