Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 12
12
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009
ÁRSFUNdIR
Ágætu félagar.
Aðstæður eru um margt óvenjulegar nú
þegar við hittumst á sameiginlegum árs-
fundi KÍ og ársfundi skólamálaráðs KÍ.
Daginn sem þingi KÍ lauk í apríl 2008 setti
Ísland met í háum vöxtum, vaxtastig á
Íslandi fór þá upp í hæðir sem ekki höfðu
þekkst áður. Segja má að efnahagslægðin
sem við glímum nú við hafi hafist um þetta
leyti. Ég held að fáa hafi hins vegar órað fyrir
því að ástandið gæti orðið eitthvað í líkingu
við það sem nú er raunin. Öll starfsemi
Kennarasambands Íslands hefur með einum
eða öðrum hætti mótast af ríkjandi ástandi.
Þannig hafa allar raunverulegar viðræður
um kjaramál legið niðri og satt að segja
eru ekki miklar líkur á að félögin komist að
samningaborðinu á næstunni til að ræða
kjarasamninga í venjulegri merkingu þess
orðs.
Það kann að vera erfitt að bera saman
ástand frá einum tíma til annars. Er lægðin
nú til dæmis dýpri en lægðin 1968? Er
vandi húsnæðiseigenda nú meiri en í byrjun
níunda áratugarins? Við þessu eru engin ein-
hlít svör þar sem aðstæður eru um margt
gjörólíkar. Samfélagið er nú gjörólíkt því
samfélagi sem 68 kynslóðin lifði í, kröfurnar
aðrar, lífsgæðin allt önnur. Það hefur e.t.v.
ekki mikinn tilgang að velta sér upp úr
svona samanburði nema ef vera kynni
þann að leitast við að læra af reynslunni.
Reynsla okkar frá 1968 er sú að ástandið
þá var erfitt, fjöldaatvinnuleysi og landflótti
ásamt kaupmáttarrýrnun, gengisfellingum
og vaxtaokri. Þetta lifðum við af og náðum
okkur á strik að nýju. Ég er þess fullviss að
við lifum þetta af líka núna, það er einungis
spurning um hve langan tíma það tekur.
Það er vissulega ánægjulegt að á þeim
tíma sem liðinn er frá síðasta þingi hafa líka
gerst jákvæðir hlutir. Ný lög um leikskóla,
grunnskóla og framhaldsskóla hafa verið
samþykkt frá Alþingi sem eru um margt til
bóta þó að sumt í þeim hafi verið gagnrýnt.
Þá hafa verið samþykkt lög um menntun
og ráðningu kennara og skólastjóra en þau
marka tímamót og segja má að Ísland hafi
með þeim skipað sér á bekk með þeim
þjóðum sem leggja hvað mestan metnað í
kennaramenntun í heiminum. Vissulega er
hætta á því að stjórnmálamenn velti fyrir sér
þeim möguleika að fresta gildistöku laga-
ákvæða sem fela í sér kostnaðarauka eins
og til dæmis því að lengja kennaramenntun.
Það verður því hlutverk okkar, ef til kemur, að
reyna að opna augu stjórnmálamanna fyrir
þeirri hættu sem fylgir slíkum ákvörðunum.
Að fresta lengingu kennaramenntunar eða
gefa einhvern afslátt frá markaðri stefnu,
væri mikið ógæfuspor því ólíklegt er að slík
ákvörðun yrði til skamms tíma og því gæti
orðið löng bið eftir lengingunni ef horfið
yrði frá þessum áformum nú. Þetta segi
ég ekki vegna þess að ég hafi heyrt um
slíkar fyrirætlanir heldur eingöngu vegna
þess að efnahagslegur vandi þjóðarinnar er
af þeirri stærðargráðu að allir hlutir eru í
hættu þegar kemur að því að forgangsraða
verkefnum. Það er von mín að vinna næstu
vikna við reglugerðasmíði og námskrár skili
okkur fram á veginn og víðtæk sátt náist
um skólastarf næstu ára. Fátt er okkur
mikilvægara á tímum eins og nú en að slá
skjaldborg um skólana og tryggja með því
starfsemi þeirra.
Kennarasamband Íslands ákvað fljót-
lega eftir fjármálahrunið að skoða með
hvaða hætti það gæti best stutt við
félagsmenn sína og þar með skólastarfið í
heild. Í þessu sambandi tók KÍ upp form-
legt samstarf við menntavísindasvið HÍ og
landlæknisembættið. Einnig hefur fulltrúi
KÍ setið í samráðshópi á vegum mennta-
málaráðuneytis og í velferðarvaktinni sem
félagsmálaráðherra setti á laggirnar fyrir
skömmu, svo að dæmi séu tekin. Í öllum
þessum starfshópum sitja fulltrúar margra
hagsmunasamtaka sem láta sig varða hag
heimila, skóla og samfélagsins í heild.
Þá ákvað stjórn KÍ að semja við þau
Hugo Þórisson og Þórkötlu Aðalsteinsdóttur
sálfræðinga um að þau veittu félagsmönn-
um sálfræðilega ráðgjöf í síma og styddu
þannig við þá sem stæðu frammi fyrir
erfiðleikum í starfi eða einkalífi. Mein-ingin
er að meta árangurinn af þessari nýjung nú
um páska og taka ákvörðun um áframhaldið
eftir það. Efnt var til fundaraðar í janúar og
febrúar þar sem fulltrúar KÍ mættu á samtals
mótun nýs samFélags
Setningarávarp Eiríks Jónssonar formanns KÍ á ársfundi sambandsins 13. mars sl.
reynsla okkar frá 1968 er sú að ástandið þá var erfitt,
fjöldaatvinnuleysi og landflótti ásamt kaupmáttarrýrnun,
gengisfellingum og vaxtaokri. Þetta lifðum við af og náðum
okkur á strik að nýju. ég er þess fullviss að við lifum þetta
af líka núna.