Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.03.2009, Blaðsíða 28
28 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 9. ÁRG. 2009 SMIÐSHÖGGIÐ Eitt sinn átti ég í rökræðum sem mér finnst lýsa vel ólíkum viðhorfum til menntunar. Þær urðu í matarboði og kveikjan var sú að maður nokkur, sem ekki var viðstaddur, hafði ákveðið að hefja doktorsnám. Það er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að maðurinn glímdi við illvígan sjúkdóm. Sumir gagnrýndu ákvörðun hans og töldu óábyrgt að eyða almannafé í dýra menntun til þess eins að taka hana með sér í gröfina. Öðrum fannst nám sem fyllti líf dauðvona manns tilgangi hafa meðferðargildi ef ekki lækningarmátt. Enn aðrir bentu á að þekking er flókið fyrirbæri og að nemendur sjúgi ekki þekkingu út úr skólum heldur skapi þeir hana ekki síður með þátttöku í skólastarfi. Sjálf aðhyllist ég síðari sjónarmiðin. Ég tel að menntun geti verið mannbætandi og bætt árum við lífið og lífi við árin. Ég held að nemendur séu ekki bara þiggjendur þekkingar heldur skapi þeir hana líka. Þekking er ekki föst stærð heldur síbreytileg í meðförum manna. Hún er ekki eingöngu afurð hugsunar andans jöfra heldur það sem sérhver manneskja býr sér til úr reynslu sinni, forvitni og samskiptum. Engir tveir búa yfir sömu þekkingu þó að þeir hafi orðið samferða á skólagöngunni. Ég tel að skóli sé ekki bara bygging þar sem kennarar útdeila þekkingu heldur geti skóli verið öll miðlun og mannleg samskipti. Þar af leiðandi er menntun ekki aðeins sú þekking sem viðurkenndir skólar staðfesta að nemendur hafi numið heldur öll reynsla sem hver og einn aflar sér á lífsleiðinni utan skóla sem innan. Menntun er að mínu viti miðlun á báða bóga og því held ég að maðurinn sem ég minntist á hafi af óeigingjörnum ástæðum ákveðið að fara í langt og strangt rannsóknarnám. Hann fór í doktorinn af því að hann vildi færa heiminum þekkingu sína í stað þess að taka hana með sér í gröfina. Nám eða kennsla Framangreindar hugmyndir um þekkingu, skóla og menntun hafa verið áberandi í menntunarfræðum síðastliðinna áratuga. Ein þeirra er hugsmíðahyggja sem felur í sér að þekking sé ekki til í sjálfri sér heldur smíði hver og einn sér eigin þekkingarheim. Hugsmíðahyggjan er sprottin úr hugmynd- um nútímans um að allt sé í heiminum afstætt og enginn stór sannleikur sé til heldur búi hver manneskja sér til eigin þekkingu úr námi sínu, reynslu og samskiptum. Með hugsmíðahyggju færist áherslan frá því að skoða hvernig kennarar kenna til þess hvernig nemendur læra. Mér finnst ekki þurfa nema stutta sögu til að réttlæta það breytta sjónarhorn: Maður nokkur sagði við kunningja sinn: - Ég er búinn að kenna hundinum mínum að syngja. - Ja hérna! Og kann hundurinn þinn að syngja? - Nei, en ég er búinn að kenna honum það. Þó að kennari fari samviskusamlega yfir námsefni er ekki tryggt að nemendur læri. Þá er ég ekki að halda því fram að kennsla Fáir Verða Fullnuma Í sJálFum sér - hugleiðingar um skóla, þekkingu og sjálfsþekkingu ég held að framlag kennara sé það sem vegur þyngst í skólastarfi og að góðir kennarar geti jafnvel fengið hunda til að syngja. Björg Árnadóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.