Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 3
4 Leiðar i Efni Greinar Allir vilja, færri fá 6 Viðtal við Hilmar Ingólfsson um stöðuna í orlofs- málum. Leikræn tjáning 8 Þrír kennarar sem allir hafa reynslu af leiklist sem kennslutæki fjalla um möguleika hennar og sam- þættingu við annað skólastarf. Skerpir tónlistin skilninginn? 12 Sigríður Teitsdóttir segir frá eigin rannsóknum og annarra á tengslum tónlistarnáms og námsgengis. Atkvæðagreiðsla um aðild FÍL að KÍ 14 Dagana 2. - 4. apríl fer fram allsherjaratkvæða- greiðsla meðal félaga í Kennarasambandi Íslands um aðild Félags íslenskra leikskólakennara að sam- bandinu. Kjarasamningur grunnskólans 18 er mörgum umræðuefni um þessar mundir. Eiríkur Brynjólfsson og Guðrún Ebba Ólafsdóttir skiptast á skoðunum. Vaxandi þörf fyrir námsráðgjöf 21 Kynning á Félagi náms- og starfsráðgjafa. Skóli í samfélagi fjölmenningar 22 Í þessari seinni grein er rætt við nemendur og kennara um eigin reynslu af sambúð og samvinnu fólks af mörgum þjóðernum. Breytingar á kennaramenntun 25 Hjördís Þorgeirsdóttir flytur okkur fréttir af starfi Skólamálaráðs. Túlkun kjarasamnings grunnskólans 27 Nokkur styrr hefur staðið um hugsanlega ólíka túlk- un SÍ og FG. Fastir liðir Formannspistill 3 Guðrún Ebba Ólafsdóttir skrifar. Umræðan 5 Á að byrja fyrr að kenna börnum erlend tungumál? Auður Torfadóttir og Valgerður Eiríksdóttir hafa skoðun á því. Skólalíf í landinu 11 Námsgögn og Vefanesti 15 Heimsóknin 16 Menntaskólinn í Kópavogi er í raun þrír skólar í ein- um eins og Helgi E. Helgason komst að raun um þegar hann leit þar við. Fréttir og smáefni 20, 26, 24, 29 Náttúrufræðiráðstefna í Bretlandi (20), Árbæjarsafn (24) o.fl. Skóladagar 20 Myndasaga Skólavörðunnar. Gestaskrif 24 Guðbjörg Björnsdóttir formaður Barnaheilla sækir okkur heim. Kjaramál 26, 29 Hannes Þorsteinsson og Sigrún Grendal (26), Elna Katrín Jónsdóttir (29). Smáauglýsingar og tilkynningar 28 Smiðshöggið 30 Jón Guðmundsson fjallar um tónlistarskóla sem öflugar menningarstofnanir. Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason Ritstjórn: Auður Árný Stefánsdóttir, Ása H. Ragnarsdóttir, Eiríkur Jónsson, Helgi E. Helgason, Kristín Elfa Guðnadóttir, Kristín Stefánsdóttir, Magnús Ingvason, Sigurrós Erlingsdóttir Hönnun: Penta ehf. Ljósmyndun: Jón Svavarsson Teikningar: Ingi Auglýsingar: Öflun ehf. Prentun: Prentsmiðjan Grafík ehf. Forsíðumynd: ljósmyndir - Jón Svavarsson, hönnun - Penta ehf. Eenie, Meenie, Miney Moe Catch a nigger by the toe If he hollers let him go Eenie Meenie Miney Moe Þessari gömlu vísu, sem notuð var eins og úllen dúllen doff, var síðar breytt og í stað orðsins nigger kom tiger. Orðið nigger var ekki niðrandi í upphafi. Það merkti „maður frá svæðinu í kringum ána Níger“ og var hlutlaust orð, án gildismats. Það fékk ekki merkingu kynþáttafor- dóma fyrr en síðar. Til þess að gildishlaða orð þurfa skoðanir að koma til. Hommi, kelling, hálfviti, öll þessi orð hafa verið notuð á niðrandi hátt um margt fólk, ekki bara þá hópa sem má heimfæra þau upp á í bókstaflegum skilningi. En þetta eru jafnframt orð sem hófu göngu sína lítt gildishlaðin. Orðið hommi hefur reyndar sótt í sig veðrið sem já- kvætt orð með réttindabaráttu homma og litríkri menningu sem mörg- um sem ekki eru hommar finnst aðlaðandi. Og orðið hálfviti er að hverfa úr tungunni. En fordómar lifa sem aldrei fyrr. Nú eru það nigg- arar. Negrarnir, skáeygða pakkið og tæjurnar, eins og konur af asísku bergi eru æ oftar kallaðar á Íslandi, hvort sem þær eru frá Tælandi, Fil- ippseyjum, Kína eða jafnvel annarri álfu eins og afrísk kona fékk að reyna. Við erum öll fordómafull, hvert og eitt okkar. Óþægileg staðreynd en sönn. Til þess að losna við fordóma er fyrsta skrefið að horfast í augu við þá. Fordómar eru ekki það sama og kynþáttahyggja. Hugsun er ekki það sama og athöfn en hún getur verið fyrsta skrefið í átt að röngum verknaði ef ekki er að gætt. Í þessu tölublaði Skólavörðunnar er meðal efnis seinni grein af tveim um fjölmenningarlega kennslu. Í viðtölum við nemendur úr hópi nýbúa og ísfirskan kennara sem hefur tekið þátt í uppbyggingu fjölmenningarlegrar kennslu í sinni heimabyggð kemur fram að ekkert þeirra hefur orðið vart við kynþáttafordóma svo nokkru nemi. Hins vegar er ekki ástæða til að fagna of fljótt, þá gleymist að vera á varðbergi og bregðast við í tíma. Reynsla annarra landa sýnir okkur að kynþáttahyggja gerir vart við sig fyrr en síðar og við þurfum ekki að leita út fyrir landsteinana, sögur af slíku eru þegar farnar að heyrast og berast í okkar litla fagra landi. Í ritstjórnarstefnu blaðsins, sem birt var í 1. tölublaði, kemur fram að því sé ætlað að vera lifandi, öflugur og lýðræðislegur miðill félagsmanna Kennarasambandsins. Í kjölfar kjarasamninga spinnast gjarnan heitar umræður. Í blaðinu að þessu sinni sér þessa stað í grein Eiríks Brynjólfs- sonar og svari Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur sem og í skoðanaskiptum Skólastjórafélags Íslands og Félags grunnskólakennara um túlkun kjara- samnings grunnskóla. Félagsmenn eru sem fyrr hvattir til að láta í sér heyra og taka þátt í umræðum á síðum blaðsins. Kristín Elfa Guðnadóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.