Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 21
skemmtilegt. Helga Guðrún segir að það
sem vanti mest í deildina séu tvítyngdir
kennarar, þannig að hægt sé að halda úti
móðurmálskennslu. Stór munur sé á ís-
lensku þeirra barna sem fá móðurmáls-
kennslu jafnframt íslenskunámi og þeirra
sem eingöngu fá íslenskukennslu. Hingað
til hafa verið starfræktir móðurmálshópar í
tengslum við Miðstöð nýbúa þar sem tví-
tyngd börn hafa fengið kennslu í sínu móð-
urmáli. Ekki er vitað á þessari stundu hvað
verður um þessa kennslu þegar Miðstöð
nýbúa verður lögð niður.
,,Íslenska er skólamálið þeirra og hið op-
inbera en heima tala þau móðurmál sitt og
því vantar oft og tíðum brú þarna á milli og
hugtakaskilning,“ segir hún.
Börnin tala ýmist íslensku eða móðurmál
sitt við önnur börn frá sama þjóðlandi en
þau segjast yfirleitt nota íslensku í frímínút-
um, sérstaklega þegar þau eru í hóp með
þeim sem eiga íslensku að móðurmáli. Að
sjálfsögðu grípa þau til eigin móðurmáls
þegar þau tala saman sín á milli.
Ekki orðið vör við fordóma
Nokkur umræða hefur verið í íslenskum
fjölmiðlum undanfarið um að kynþáttahat-
ur sé að aukast á landinu. Þau Santi, Yanz-
hen og Óðinn segjast ekki verða fyrir barð-
inu á því og þeim hafi verið tekið
mjög vel. Helga Guðrún segir að
móttökudeildir veiti börnum ákveðna
vernd. Erfiðara sé að fara beint inn í
bekk, sitja þar og skilja lítið hvað
fram fer. Í móttökudeildum fá þau
hnitmiðaða íslenskukennslu og ör-
yggi til að takast á við námið.
Fjölmenningarleg kennsla er ný hér á
landi og kennsla því kannski stutt á veg
komin hvað viðkemur menningu og trúar-
brögðum annarra landa. Börnin í móttöku-
deildinni hafa sum kynnt land sitt og
menningu fyrir heimabekknum og í 8. bekk
er kennd trúarbragðafræði þannig að allir
nemendur skólans kynnast mismunandi
trúarbrögðum. Helga Guðrún segir að fjöl-
breyttara námsefni vanti. Þarfir nemenda
séu mjög mismunandi og það sé leiðinlegt
til lengdar að fá bara ljósrituð verkefni en
ekki fallegar bækur með litprentuðum
myndum. Verið sé að bæta úr því.
Ekki virðist þessi skortur á kennsluefni
þó fara í taugarnar á börnunum og þau
segja að í raun sé ekkert sem ætti að vera
öðruvísi í kennslunni í skólanum. Væru þau
að koma til landsins núna, vildu þau geta
komist í móttökudeild og tekið þátt í því
starfi sem þar fer fram. Þessi skemmtilegu
og jákvæðu ungmenni eru bjartsýn á fram-
tíðina. Þau bera nýja landinu sínu vel sög-
una og eru sammála um að það sé frábært
að vera í skólanum.
Þóra Karlsdóttir grunnskólakennari
á Ísafirði hafði umsjón með mót-
tökudeild fyrir börn flóttamanna
sem komu frá fyrrum Júgóslavíu
árið 1996 til nýrra heimkynna fyrir
vestan. Hún segir að allt samfélag-
ið fyrir vestan hafi verið vel undir-
búið fyrir komu hópsins og að það
hafi í raun skipt sköpum um hversu
vel hefur gengið.
,,Þetta var í fyrsta sinn sem flóttamanna-
hópur kom til búsetu á landsbyggðinni og
auðvitað vorum við svolítið hrædd við þetta
verkefni og ægilega stressuð. En ég segi
fullum fetum að þetta hefur gengið mjög
vel. Fólkið hefur aðlagast vel og við erum
stolt og glöð yfir hversu vel því hefur vegn-
að,“ segir Þóra. Hún segist telja að lands-
byggðin hafi ýmsa kosti umfram höfuð-
borgina varðandi það að taka á móti flótta-
mönnum. Úti á landi sé hægt að undirbúa
allt samfélagið og virkja hvern og einn til
að aðstoða nýbúa.
,,Það er auðvelt að týnast og einangrast í
Reykjavík sem hefur á sér nokkurn stór-
borgarbrag, þrátt fyrir smæðina. Í litlum
samfélögum verður hver einstaklingur mik-
ilvægari. Ókostur fámennisins er hins vegar
að tæplega er unnt að starfrækja sérstaka
móttökubekki fyrir nýbúa að öllu venju-
legu,“ bendir hún á.
Grimm hvert við annað
Í þessum fyrsta hópi Júgóslava voru tíu
börn og unglingar sem skiptust á níu ár-
ganga. Þau voru í upphafi í móttökudeild
en fóru síðar í almenna bekki. Af þessum
hópi er ein stúlka eftir í grunnskólanum á
Ísafirði. Sú er nú í níunda bekk en kom inn
í fjórða bekk árið 1996.
,,Við erum með ferðakerfi í elstu bekkj-
unum, hægferð, miðferð og hraðferð. Þessi
stúlka var í miðferð í íslensku og var á síð-
ustu önn hæst í íslensku í sinni deild og er
nú í hraðferð í íslensku. Þessum krökkum
var gefinn kostur á að sleppa dönsku, því að
þau lærðu einnig sitt eigið móðurmál hér,
en þessi stúlka var ekki á því og er í hrað-
ferð þar líka,“ segir Þóra en tekur fram að
auðvitað séu börnin mismikið fyrir bókina
eins og gengur þótt almennt hafi þeim
gengið vel.
,,Krökkunum gekk ágætlega að aðlagast
og eignast félaga. Það sem kom mér mest á
óvart voru innbyrðis deilur þeirra og hvað
þau voru grimm hvort við annað. Í hópnum
sem hingað kom var fólk í blönduðum
hjónaböndum Serba og Króata. Börnin
voru því af báðum þjóðarbrotunum en engu
að síður kom upp misklíð milli þeirra. Þau
höfðu auðvitað upplifað miklar hörmungar
og kannski kom ótti þeirra og óvissa fram í
grimmd við eina fólkið sem þau gátu tjáð
sig við og skilið, þó að manni hefði fundist
eðlilegra að þau þjöppuðu sér saman. En
þetta jafnaði sig, þau hafa þroskast og fjar-
lægst þessar hörmungar og ég veit ekki til
þess að þetta sé vandamál lengur.“
Vestfirðingar fordómalausir
Núna eru nokkur börn af erlendu bergi
brotin í grunnskólanum, stúlkan sem
minnst var á fyrr og einnig börn frá Pól-
landi og Tælandi. Þóra segir að þeim gangi
yfirleitt vel og vegni vel í flestu tilliti. Hún
hefur ekki heyrt af því að þau hafi orðið
fyrir aðkasti vegna uppruna eða framandi
útlits.
,,Ég held að Vestfirðingar séu þokkalega
lausir við fordóma og það sé gott að vera
útlendingur á Vestfjörðum. Vestfirðingar
trúa á guð og lukkuna og mátt sinn og
megin. Þeim er nokkuð sama um hvað aðrir
trúa á eða hvernig þeir líta út. Þeir horfa
fremur á manneskjuna og til verka hennar
en á uppruna eða aðstæður,“ segir Þóra
Karlsdóttir grunnskóla- og nýbúakennari
á Ísafirði að lokum.
Steinun Þorsteinsdóttir og
Haraldur Jónsson
Skól i og samfélag
23
Vestfirðingar trúa á guð
og lukkuna og mátt sinn
og megin. Þeim er
nokkuð sama um hvað
aðrir trúa á eða hvernig
þeir líta út.
Ljósmynd: Einar Þ. Guðjohnsen
Gott að vera útlendingur
á Vestfjörðum