Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 23

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 23
Frá skólamálaráði 25 Í skólamálaráði KÍ sitja allir fulltrúar í skólamálanefndum félaga innan KÍ ásamt formanni skólamálaráðs, samtals 27 manns. Mesta faglega starfið innan KÍ fer fram í skólamálanefndum félaganna. Skólamálaráð hittist einu sinni á ári en á milli ársfunda starfar framkvæmdastjórn þess sem í sitja formenn skólamálanefnda félaga og for- maður skólamálaráðs. Hlutverk skólamálaráðs er að fjalla um uppeldis- og skólamál á hverjum tíma, vera stjórn KÍ til ráðuneytis um stefnumörkun í skólamálum, fjalla um mál sem tengjast fag- legri menntun félagsmanna, halda ráð- stefnu eða þing á hverju kjörtímabili og fjalla um skólastefnu Kennarasambands Íslands. Ársfundur 2000 — kennaramenntun Ársfundur skólamálaráðs KÍ var haldinn á Grand Hóteli þann 22. september 2000. Þar hittust fulltrúar í skólamálaráði ásamt gestum fundarins, sem voru formenn aðild- arfélaga KÍ, og Eiríkur Jónsson formaður KÍ sem flutti ávarp í upphafi fundarins. Fundarstjóri var Bjarni Ólafsson. Megin- viðfangsefnið var kennaramenntun á Ís- landi, bæði grunn- og endurmenntun. Breytingar á grunnmenntun Auður Torfadóttir deildarforseti grunn- deildar KHÍ, Guðmundur Heiðar Frí- mannsson forstöðumaður kennaradeildar HA og Hafdís Ingvarsdóttir lektor við félagsvísindadeild HÍ fluttu erindi um grunnmenntun kennara. Auður fjallaði um breytingar á grunn- námi fyrir grunnskólakennara í kjölfar sam- einingar fjögurra menntunarstofnana í einn Kennaraháskóla Íslands 1997. Helstu breytingarnar felast í því að nú er aukin breidd fyrir kennara yngri barna og miðstig en sérhæfing í kennslugrein eykst hjá kenn- urum elstu aldurshópanna. Meiri áhersla er lögð á íslenskukennslu og upplýsingatækni og val nemenda og sjálfstæði þeirra í námi eykst. Guðmundur lýsti þeim breytingum sem gerðar hafa verið á kennaranámi við HA á síðasta ári. Sérhæfing var aukin en því er nú skipt í yngri og eldri barna svið. Það síðara skiptist síðan í raungreinar og hugvísindi. Sérstök áhersla hefur verið lögð á vett- vangsnám kennaranema og að sinna menntun kennara fyrir fámenna skóla. Bæði Auður og Guðmundur töldu æski- legt að lengja kennaranámið í fjögur ár. Hafdís fjallaði um helstu þróunarsvið innan kennsluréttindanámsins við HÍ und- anfarið en þau eru í fyrsta lagi ígrundun (reflection) nemenda um nám sitt, til dæmis með því að láta þá skrifa starfskenningar sínar bæði að hausti og vori, færa dagbók í æfingakennslu og útbúa ferilmöppu, í öðru lagi efling æfingakennslunnar því að sögn Hafdísar virðist hún vera sá þáttur sem hef- ur mest áhrif á nemendur, í þriðja lagi upp- lýsingatækni, sem er orðin fastur liður í náminu og fer fram í fjarkennslu, og í fjórða lagi að bjóða upp á kennsluréttinda- námið í fjarkennslu. Endurmenntun Rósa Eggertsdóttir sérfræðingur á skóla- þróunarsviði Rannsóknarstofnunar HA, Karl Kristjánsson deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu og Eiríkur Jóns- son formaður KÍ og fulltrúi þess í stjórn endurmenntunarsjóðs grunnskóla fluttu er- indi um endurmenntun. Rósa ræddi um starfsþróun kennara og endurmenntun. Hún gagnrýndi fyrirkomu- lag endurmenntunar, telur að hún sé ekki nógu vel sniðin að þörfum einstakra skóla og að lítið rúm sé fyrir kennara til að læra ný vinnubrögð. Hún leggur áherslu á að endurmenntunin fari fram á vettvangi inni í kennslustofunum, að hún stjórnist af mark- miðum skólans og verði sjálfsagður hluti af starfsþróun kennara. Karl lýsti skipulagi endurmenntunar fyrir framhaldsskólakennara og fjallaði um aukna áherslu á vettvangsnám úti í skólunum sem mætir þörfum kennara fyrir endurmenntun á starfstíma skóla og tengir saman endur- menntun og þróunarstarf í skólunum. Eiríkur fjallaði um úthlutunarreglur og framkvæmd úthlutunar úr endurmenntunar- sjóði grunnskóla sem hefur starfað í tvö ár. Félag íslenskra leikskólakennara Í lok ársfundarins kynntu Elna Katrín Jónsdóttir formaður FF og Björg Bjarna- dóttir formaður FÍL starf nefndar vegna umsóknar FÍL um inngöngu í KÍ. Skólamálaþing 2001 Kennarasamband Íslands mun halda skóla- málaþing í samstarfi við Félag íslenskra leik- skólakennara á þessu ári. Þingið verður haldið í Reykjavík og á Akureyri í september. Umfjöllunarefnið á skólamálaþinginu verður fagmennska kennara og breytingar á skólastarfi og munu bæði erlendir og inn- lendir fyrirlesarar fjalla um það út frá ólík- um sjónarhornum. Efnið er valið í ljósi þess að á skólastigunum þremur, þ.e. í leik-, grunn- og framhaldsskólum, hafa nýjar námskrár tekið gildi á síðustu árum og í ár voru gerðir nýir kjarasamningar sem eiga að auka möguleika og svigrúm skólanna til að laga skólastarfið að nýrri námskrá. Hjördís Þorgeirsdóttir Formaður skólamálaráðs KÍ Breytingar á kennaramenntun Ársfundur skólamálaráðs KÍ var hald- inn sl. haust og framundan er skóla- málaþing í samstarfi við Félag ís- lenskra leikskólakennara. Hjördís Þor- geirsdóttir formaður ráðsins segir frá.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.