Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 24
Kjaramál 26 Í kjarasamningum grunn- skólans er það nýmæli að skólastjóri hefur til umráða fjárhæð sem svarar til þriggja launaflokka kennara, leið- beinenda og námsráðgjafa við skólann. Þessa flokka á hann að nota til að endurraða starfsheitum eftir því hvernig störf skiptast, hvar þau eru í skipuriti, ábyrgð, álagi og hve störfin eru sérhæfð. Þegar horft er til ábyrgðar skal hann athuga sérstaklega umfang umsjónar- starfa, faglega, stjórnunarlega og fjárhags- lega ábyrgð. Þá skal hann meta andlegt og líkamlegt álag og persónulega færni. Ofan- greinda þætti skal meta út frá viðvarandi og stöðugum þáttum starfsins. Launaákvörðun þessi gildir til eins árs, þ.e. frá 1. ágúst til 31. júlí. Skólastjóri skal árlega endurskoða röð- un samkvæmt þessu ákvæði út frá störfum og persónulegri færni og við slíkt endurmat geta laun kennara hækkað eða lækkað. Leikreglur byggðar á málefnalegum rökum Skólastjóri ráðstafar launaflokkum úr launapottinum eftir reglum sem hann hefur áður kynnt öllum kennurum og skal í þeim koma fram hvenær ákvörðun um launa- flokkaúthlutun skal lokið. Reglur skóla- stjóra verða að byggjast á málefnalegum rökum. Með því er átt við að í þeim sé gætt óhlutdrægni og þær byggist annars vegar á mati á störfum einstaklinga og hins vegar á mati á færni þeirra. Við undirbúninginn verður skólastjóri að fara að rannsóknar- reglum stjórnsýsluréttarins og uppfylla jafnræðisreglur hans. Mikilvægt er að kynna trúnaðarmanni drög að reglum áður en frá þeim er gengið og ennfremur er mikilvægt að upplýsa kenn- ara um reglurnar og hvernig þeim er beitt. Sérhver kennari á svo rétt á því að hon- um sé í eigin persónu gerð grein fyrir mati skólastjóra á störfum hans og færni með til- liti til reglnanna. Ef hann er ósáttur við niðurstöðuna getur hann kært málið til næsta yfirmanns skólastjóra eða vísað mál- inu til stéttarfélagsins ef hann telur að um brot á samningnum sé að ræða. Kennarar skólans eiga rétt á að fá að vita hvernig flokkarnir skiptast og trúnaðar- maður á jafnframt rétt á að fá upplýsingar um forsendur skiptingarinnar. Hannes Þorsteinsson launafulltrúi FG Grunnskólar Launaflokkar sem skólastjóri hefur til umráða Kröfugerð Félags tónlist- arskólakennara og Félags ís- lenskra hljómlistarmanna frá því í haust er enn í fullu gildi og er þar efst á blaði krafan um stórhækkuð grunnlaun tónlistarskóla- kennara. Eins og er hefur tónlistarskólakennari með 12 til 15 ára tónlistarnám að baki 102.020 kr. í byrjunarlaun. Um það þarf vart að hafa fleiri orð, launakjör tónlistarskólakennara eru með öllu óviðunandi. Meðal annarra mikilvægra þátta sem samninganefndir FT og FÍH hafa lagt áherslu á í samningaviðræðunum eru breyt- ingar og ný áhersluatriði sem fylgja nýrri aðalnámskrá tónlistarskóla og kalla á end- urmenntun og endurskoðun á störfum tón- listarskólakennara. Námið skiptist nú í þrjá megináfanga og lýkur hverjum þeirra með áfangaprófi þar sem samræmis er gætt og ákveðnar lágmarkskröfur í námi eru tryggðar. Lögð er áhersla á skapandi starf og samleik í tónlistarnáminu og samþætt- ingu í kennsluháttum. Þegar samningsaðilar urðu ásáttir um að gera með sér skammtímasamning í lok jan- úar sl. bar mikið í milli og er því ljóst að mikið og erfitt verk er fyrir höndum. Samninganefnd Félags tónlistarskólakenn- ara vill hér nota tækifærið og þakka fyrir bréf sem barst nýverið frá tónlistarkennur- um við Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar þar sem þeir hvetja fulltrúa sína í samninganefnd til dáða. 51,5% félagsmanna tóku þátt í atkvæða- greiðslu um nýgerðan skammtímasamning. Það er vel viðunandi þegar litið er til þátt- töku í atkvæðagreiðslum síðastliðinna ára og tillit tekið til þess að starf tónlistarskóla- kennara er mun einangraðra og einnig dreifðara en til dæmis starf grunnskóla- og framhaldsskólakennara. Afar mikilvægt er að samninganefnd félagsins finni fullan stuðning að baki sér í viðræðunum sem nú fara í hönd og hún hvetur tónlistarskólakennara til að sýna samstöðu í verki. Mikið liggur við og á brattann er að sækja! Sigrún Grendal Formaður Félags tónlistarskólakennara Samkvæmt þeim skammtímasamn- ingi sem tónlistarskólakennarar sam- þykktu nýverið munu samninga- nefndir Félags tónlistarskólakennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna brátt hefja viðræður á ný við samn- inganefnd launanefndar sveitarfélaga um gerð kjarasamnings til lengri tíma. Í yfirlýsingu með skammtíma- samningnum er gert ráð fyrir að samningsaðilar hittist á nýjan leik eigi síðar en 15. apríl nk. Tónlistarskólar Á brattann að sækja Evrópsku kennarasamtökin ETUCE (European Trade Union Committee for Education) og evrópsku foreldrasamtökin EPA (European Parents Association) hafa samþykkt yfirlýsingu um árangursríkt tungumálanám. Hún var undirrituð í Reykjavík þann 26. nóvember sl. þegar margir fulltrúar beggja samtakanna komu saman í tengslum við ráðstefnu um fram- lag foreldra í tungumálanámi. Í yfirlýsing- unni er m.a. rætt um mikilvægi málafærni í alheimsvæðingu og fjölmenningu samtím- ans. Samtökin fagna ákvörðun ráðherra- nefndar ES og Evrópuþingsins um að lýsa árið 2001 evrópskt tungumálaár. Þarna er einnig að finna tillögur að því hvernig ná megi fram betri árangri í tungumálanámi og -kennslu, en yfirlýsinguna í heild er að finna á heimasíðu Kennarasambandsins. Yfirlýsing um tungumálanám F r é t t i r Á aðalfundi Félags dönskukennara sem haldinn var 16. febrúar sl. lét Þyri Kap Árna- dóttir af formennsku í félaginu, en í hennar stað var Hafdís Bára Kristmundsdóttir kenn- ari í Garðaskóla kjörin formaður. Aðrir í stjórn félagsins eru: Varaformaður: Jette Dige Pedersen (Borgarholtsskóla). Gjaldkeri: Marta Guðmunsdóttir (Árbæjarskóla). Ritari: Bergljót Böðvarsdóttir (Rimaskóla). Meðstjórnendur: Ágústa Harðardóttir (Laugalækjarskóla), Ásdís Ásmundsdóttir (Fjölbrautaskólanum við Ármúla) og Guðrún Ragnarsdóttir (Menntaskólanum í Reykjavík). Netfang Hafdísar Báru Kristmundsdóttur, formanns Félags dönskukennara, er hafdisbara@isl.is. Ný stjórn í Félagi dönskukennara

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.