Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 25
Yfirlýsing frá stjórn Skólastjóra- félags Íslands: Í Skólavörðunni 2. tbl. 1. árg. er viðtal við for- mann Félags grunnskólakennara, Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur, um nýjan kjarasamning og niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um hann. Þar er látið að því liggja að skólastjórar muni mismuna kennurum og kennarar fái ekki það út úr samningum sem þeim ber! Orðrétt stendur: „En við viljum koma í veg fyrir að skólastjórar geti misnotað aðstöðu sína og að sveitarstjórnir greiði ekki laun í samræmi við samninginn“. Stjórn SÍ lýsir furðu sinni á slíkum yfir- lýsingum og því hugarfari sem þar kemur fram í garð stjórnenda og sveitarfélaga og telur slík ummæli ekki til þess fallin að auð- velda framkvæmd nýs samnings. Þá er látið að því liggja að skýringin á því hve margir greiddu atkvæði gegn samn- ingnum sé sú að skólastjórar hafi skilið samninginn á annan hátt en formaður FG og rangtúlkað hann. Samningurinn er mjög skýr og stjórn SÍ fullyrðir að félagsmenn SÍ hafi farið eftir orðanna hljóðan við túlkun á honum. Stjórnin vísar því alfarið á bug að skóla- stjórar eigi „sök“ á því að hlutfall þeirra sem samþykktu samninginn varð ekki hærra en raun bar vitni. Sé forysta FG ósátt með niðurstöðu at- kvæðagreiðslunnar, þar sem nær 60% greiddu atkvæði með samningi sem felur í sér jafnmiklar breytingar og þessi gerir, verður hún að leita ástæðna annars staðar en hjá skólastjórum. F.h. stjórnar SÍ Þorsteinn Sæberg Svar Guðrúnar Ebbu: Ég mótmæli yfirlýsingu stjórnar Skóla- stjórafélags Íslands þar sem orð mín í við- tali við Helga E. Helgason í síðasta tölu- blaði Skólavörðunnar eru slitin úr sam- hengi. Orðrétt segir í viðtalinu: „Að sögn Guðrúnar Ebbu óttast sumir kennarar að skólastjórar geti mismunað kennurum, þeir fái ekki það út úr samningnum sem þeim ber og njóti ekki sama stuðnings stéttar- félagsins og áður“. Eins og Þorsteinn Sæ- berg, félagi minn í stjórn Kennarasambands Íslands til nokkurra ára, veit manna best felast í þessum orðum mikil sannindi og einnig skilaboð til okkar í forystu félaganna um að á þessari tortryggni þurfi að taka á félagslegum grunni. Þorsteinn situr einnig með mér í verk- efnisstjórn samningsaðila en þar höfum við farið yfir túlkun á ákvæðum kjarasamnings- ins og undirbúið sameiginleg námskeið fyr- ir trúnaðarmenn, skólastjóra og fulltrúa sveitarfélaganna. Á námskeiðunum er lögð höfuðáhersla á góða stjórnsýslu og þar segir orðrétt í texta með einni glærunni: „Jafn- ræðisreglan vísar til þeirrar skyldu stjórn- enda að gæta samræmis og jafnræðis og mismuna ekki starfsmönnum í neinu tilliti. Þannig verður ákvörðun skólastjóra að grundvallast á þekktum leikreglum.“ Þessi texti var einmitt settur inn til að draga úr ótta kennara og leggja áherslu á góða stjórnsýslu skólastjóra. Ég held að stjórn Skólastjórafélags Íslands mætti hugleiða betur þá ímynd sem margir kennarar hafa af skólastjórum sem stjórnendum og hvers vegna sumir þeirra óttast að skólastjórar muni mismuna kennurum. Guðrún Ebba Ólafsdóttir Sjónarmið 27 Í síðasta tölublaði Skólavörðunnar birtist viðtal við Guðrúnu Ebbu Ólafs- dóttur og pistill eftir Hannes Þor- steinsson sem vöktu talsverða at- hygli, meðal annars vegna þess að þar var komið inn á hugsanlega ólíka túlkun SÍ og FG, á kjarasamningi grunnskólans á kynningarfundum í skólunum. Nú er umræðunni fram haldið með yfirlýsingu SÍ sem hér birtist og svari Guðrúnar Ebbu Ólafs- dóttur. Túlkun kjarasamnings grunnskólans • Samningurinn er mjög skýr og stjórn SÍ fullyrðir að félagsmenn SÍ hafi farið eftir orðanna hljóðan við túlk- un á honum. Stjórnin vísar því alfarið á bug að skóla- stjórar eigi „sök“ á því að hlutfall þeirra sem sam- þykktu samninginn varð ekki hærra en raun bar vitni. • Ég held að stjórn Skólastjórafélags Íslands mætti hugleiða betur þá ímynd sem margir kennarar hafa af skólastjórum sem stjórnendum og hvers vegna sumir þeirra óttast að skólastjórar muni mismuna kennurum. Skólasamfélagið byggir á samvinnu margra hópa og þrífst á stöðugri umræðu þeirra á milli.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.