Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 10
Rannsóknir 12 Almennt gildi tónlistar er óumdeilt. Spurn- ingar hafa hins vegar iðulega vaknað um hvort tónlistin búi einnig yfir sérstökum töfrum sem geti nýst eða haft gildi á ein- stökum sviðum. Talað er um lækningarmátt tónlistar sem er beinlínis beitt sem meðferð við ýmsum mannlegum kvillum. Meint áhrif tónlistar og tónlistariðkunar á námsgetu og skilning hafa víða vakið áhuga og forvitni sem hefur leitt til margvíslegra rannsókna. Margir kannast við umræðuna um svokölluð „Mozart áhrif“ í þessu sambandi. Tónlistarnám og námsgengi Vorið 2000 útskrifaðist höfundur þessar- ar greinar með M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum við KHÍ. Meistaraprófs- ritgerðin ber heitið Tónlistarnám og náms- gengi grunnskólabarna. Meginviðfangsefni hennar er að leitast við með tölfræðilegum aðferðum að svara þeirri spurningu hvort samband sé á milli tónlistariðkunar barna á grunnskólaaldri og námsgengis í bóklegum greinum. Könnunin byggist á spurninga- lista, sem lagður var fyrir 506 nemendur í 7. og 8. bekk í grunnskólum Kópavogs vormisserið 1999, og úrvinnslu hans. Þátt- takendum var skipt í tvo hópa sem bornir voru saman, tónlistarhóp og samanburðar- hóp. Í tónlistarhópnum voru þeir nemend- ur sem höfðu lokið a.m.k. einu stigi í hljóð- færanámi. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að af nemendum, sem könnunin náði til, vegn- aði tónlistarhópnum betur í samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði en saman- burðarhópnum. Meðaleinkunn er 6,46 á móti 5,07. Einkunnir tónlistarhópsins hækka auk þess eftir því sem nemendur hafa verið fleiri vetur í tónlistarnámi. Aðrir þættir Munurinn á einkunnum verður þó tæp- lega skýrður með tónlistarnámi og tónlist- ariðkun einni saman. Þar kemur vissulega fleira til. Niðurstöður sýna að fjölmargir þættir, auk tónlistarinnar, tengjast árangri í námi með marktækum hætti. Fjölskyldu- hagir, sjálfsmynd, félagsleg umgjörð nem- andans og þátttaka í skipulögðu tómstunda- starfi skipta máli. Tölfræðileg úrvinnsla og samanburður, svo langt sem slíkt nær, á því hvort og hve mikil tengsl séu á milli tónlist- arnáms og ýmissa félagslegra áhrifaþátta annars vegar og einkunna í bóklegum greinum hins vegar virðist þó skipa tónlist- inni ofar öðru sem könnunin náði til. Mun algengara er að tónlistarhópurinn búi í rúmgóðu húsnæði, bæði hvað varðar gerð þess (fjölbýli/sérbýli) og herbergja- fjölda, og minna er um búferlaflutninga hjá honum. Tvöfalt algengara er að tónlistar- hópurinn eigi móður og/eða föður með háskólamenntun og sem gegnir krefjandi starfi. Sjálfsmynd hans er sterkari, langtum fleiri innan hans eru alveg vissir um að þeir séu jafnklárir og jafnaldrarnir. Tónlistar- hópurinn býr síður við félagslega einangrun og mun fleiri innan hans telja að samskipti við kennara gangi vel. Athyglisverðar vísbendingar Athyglisvert er að sókn tónlistarhópsins í aðrar greinar en tónlist utan grunnskólans virðist síst minni en hjá samanburðarhópn- um, eða 84% á móti 78%. Tónlistarnámið virðist m.ö.o. oft vera hrein viðbót hjá tón- listarhópnum, fram yfir samanburðarhóp- inn, en það hlýtur að krefjast mikillar skipulagningar. Þessar niðurstöður gefa þó aðeins vís- bendingar en leyfa ekki afdráttarlausar ályktanir um jákvætt gildi tónlistar fyrir námsgengi. Svo virðist sem þeir er stunda tónlistarnám njóti fyrir ýmissa forréttinda í umhverfi og atgervi sem tónlistariðkun og tónlistarnám bæti síðan við og auðgi. Að öðru leyti vísast til meistaraprófsritgerðar- innar sjálfrar (og heimildaskrár) sem liggur frammi á bókasafni KHÍ. Útdráttur úr rit- gerðinni hefur einnig birst í fagtímaritinu Glæður, 2. tbl. 10. árg. 2000, sem er mál- gagn Félags íslenskra sérkennara. „Mozart áhrif“ Hér verður gerð nokkur grein fyrir þeim erlendu rannsóknum sem höfundur kynnti sér við gerð verkefnis síns. Svo mikið hefur verið fjallað á ýmsum vettvangi um áður- nefnd „Mozart áhrif“ og rannsóknir tengd- ar þeim, sem gjarnan eru kenndar við Rauscher og félaga við Kaliforníuháskóla í Irvine í Bandaríkjunum, að nánari umfjöll- un verður sleppt hér en þess í stað vísað til meistaraprófsritgerðarinnar. Í stuttu máli byggjast þessar rannsóknir m.a. á könnun sem gerð var meðal bandarískra framhalds- skólanema sem voru látnir hlusta á ákveðið tónverk, fjórhenta píanósónötu í D dúr, K 448, eftir Mozart, og kom í ljós að þeir bættu með marktækum hætti hæfni sína til að skynja rými og form. Þau áhrif vöruðu hins vegar aðeins tímabundið. Þetta fyrir- bæri hefur verið kallað „Mozart áhrif“. Skerpir tónlistin skilninginn? Samband tónlistarnáms og bóklegs námsgengis Tónlist er snar þáttur í lífi okkar. Við notum tónlist til að túlka tilfinningar, sorg og gleði, og til að vekja hughrif eins og ættjarðarást, sóknarhug, rómantík, minningar, spennu eða ró. Tónlistin er auk þess „tungumál sem allir skilja“ og á sér ekki landamæri milli þjóða og einstaklinga eins og talað mál og ólíkir menningarheimar. Hún sameinar okkur í takti og tónum. Evrovisionkeppnin er gott - eða vont - dæmi um slíkt.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.