Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 15
Heimsóknin 17 sviði ferðamála. Fyrsta önnin er sameigin- legt grunnnám. Að henni lokinni skiptist námið annars vegar í hótel- og gestamót- tökunám, sem lýkur með starfsþjálfun á hóteli eða veitingahúsi, og hins vegar sér- hæfðara ferðafræðinám sem spannar alls þrjár annir og miðast m.a. við störf við upplýsingaþjónustu á sviði ferðamála og störf á ferðaskrifstofum. Auk starfstengda ferðamálanámsins býð- ur Ferðamálaskóli MK upp á alþjóðlegt IATA-UFTAA nám. Um er að ræða staðl- að nám sem miðar að því að þjálfa einstak- linga til starfa við alþjóðleg bókunarkerfi ferðaskrifstofa og flugfélaga og er það skipulagt af Alþjóðaflugmálastofnuninni í Sviss. ,,Við fáum öll kennslugögn þaðan og kennslan fer að mestu leyti fram á ensku. Prófin koma líka frá Sviss og þau eru yfir- farin þar. Þetta er tveggja anna nám sem veitir nemendum alþjóðleg réttindi til að starfa hjá flugfélögum og ferðaskrifstofum.“ Nú er í undirbúningi ný námsbraut ferðamálaskólans í samstarfi við flugfélögin. Það er flugþjónustubraut fyrir verðandi flugliða. Búist er við að hún eigi eftir að verða mjög vinsæl. Þriðja meginstoðin í ferðamála- námi MK er Leiðsöguskólinn. Mark- mið með náminu er að þjálfa nem- endur til að veita erlendum ferða- mönnum leiðsögn um landið. Þetta er sérnám eftir stúdentspróf og út- skrifast nemendur eftir einn vetur sem leiðsögumenn á a.m.k. einu er- lendu tungumáli. Það vekur athygli að þó að Menntaskólinn í Kópavogi tengist matvælagreinum í ríkara mæli en aðrir skólar landsins hefur hann lítil tengsl við sjávarútveginn. Fisk- vinnsluskólinn í Hafnarfirði braut- skráir fiskiðnaðarmenn sem geta tek- ið að sér gæða-, verk- og framleiðslu- stjórnun í fiskvinnslufyrirtækjum og er í raun eini skólinn á matvælasviði sem tengist fiskvinnslufyrirtækjum. „Þegar þessi skóli var byggður var sú ákvörðun tekin að hér skyldi fara fram viss kennsla sem tengdist fiskiðnaði, einkum framleiðsla á fullunnum réttum. Ekki var gert ráð fyrir að við menntuðum fólk til starfa í frystihúsum en það hefur Fisk- vinnsluskólinn í Hafnarfirði séð um. Hér er hins vegar sérbúin aðstaða fyrir þessa kennslu og er það eina rýmið í húsinu sem ekki er ennþá að fullu nýtt. Ekki hefur ver- ið mótuð endanleg stefna um hvað eigi að kenna á þessu sviði, hvernig námið eigi að vera, eða hversu langt. Þetta hefur verið á undirbúningsstigi í um það bil tvö ár og ég tel að kominn sé tími til að það komist á framkvæmdastig.“ Lykilnám í íslensku atvinnulífi MK er eini framhaldsskólinn í Kópavogi. Hvernig sér skólameistari fyrir sér áfram- haldandi þróun skólans? ,,Við erum í nokk- urri húsnæðisþröng hér í Kópavogi. Bæjar- félagið hefur stækkað mikið á undanförnum árum með þeim afleiðingum að þessi eini framhaldsskóli bæjarins getur nú ekki tekið við nema hluta þeirra framhaldsskólanema sem eiga heima í bæjarfélaginu. Mikil um- ræða er í gangi um hvort stækka eigi skól- ann eða byggja nýjan. Menn hafa ekki kom- ist að niðurstöðu um þetta enn, en ég er þeirrar skoðunar að gera eigi hvort tveggja. Það má enn stækka þennan skóla, bæta við nokkrum bóklegum kennslustofum, en einnig þarf að byggja nýjan skóla í ein- hverju af nýjum hverfum bæjarins. Annars sé ég fyrir mér að Menntaskólinn í Kópa- vogi haldi áfram að þróast á þeim sérsvið- um sem hann starfar nú, þ.e. á ferðamála- sviðinu og hótel- og matvælasviðinu.Ég tel ljóst að í framhaldi af þeirri góðu aðstöðu sem búið er að koma hér upp munum við halda áfram að þróa kennslu á þessum svið- um samhliða því sem við munum að sjálf- sögðu leggja mikla áherslu á sterkan bók- námsskóla. Ég hef fylgt þeirri stefnu að ekki eigi að bjóða hér upp á alla skapaða hluti heldur takmarka námsframboðið við tiltekin svið. Ég sé ekki fram á að við förum að bjóða upp á fleiri iðngreinar en hér eru fyrir. Við ætlum að vinna áfram á þeim sviðum sem við höfum sérhæft okkur á og ætlum að gera það vel. Vaxtarbroddurinn í íslensku atvinnulífi er einmitt í ferðaþjónustu og matvælagreinum, þess vegna er námið sem hér er í boði lykilnám fyrir þróun íslensks atvinnulífs,“ segir Margrét Friðriks- dóttir að lokum. Helgi E. Helgason Ljósmyndir : Arnaldur Hal ldórsson og Jón Svavarsson

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.