Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 2

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 2
Formannspist i l l 3 Fyrir dyrum stendur atkvæðagreiðsla allra félagsmanna í Kennarasambandi Íslands um aðild Félags íslenskra leikskólakennara að sambandinu. Formlegur undirbúningur hefur staðið yfir allt frá sameiningu HÍK og KÍ í nóvember 1999 en samstarf gömlu félaganna og FÍL á sér lengri sögu. Mörgum kemur sjálfsagt á óvart hve hljótt hefur verið um undirbúning atkvæðagreiðslunnar í samanburði við langan að- draganda og ítarlega kynningu áður en KÍ og HÍK sameinuðust. Þessi munur á sér nokkra skýringu. Í fyrsta lagi hafa öll félögin í KÍ auk FÍL átt í kjara- viðræðum undanfarna mánuði, kastljósið hefur beinst að þeim og önnur mál verið í skugganum á meðan. Í öðru lagi er um talsvert ólíkt ferli að ræða vegna þess að hér er ekki verið að leggja niður félög við samruna og stofnun nýrra samtaka heldur sækir sjálfstætt félag um aðild að samtökum kennara og skólastjórnenda. Hvers vegna eiga leikskólakennarar erindi í Kennarasamband Íslands? Ég ætti kannski frekar að spyrja hvers vegna ekki? Margt kallar á aukið samstarf og tengsl á milli grunn-, framhalds-, tónlistar- og leikskólakennara. Leikskólastigið er fyrsta lögbundna skólastigið og menntun leik- og grunnskólakennara er nú komin undir einn hatt, bæði í Kennaraháskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Ágætt samstarf var hjá FÍL og gömlu kennarafélögunum og nú nýju Kennarasambandi Íslands. Við höfum haldið sam- eiginleg skólamálaþing og staðið að dagskrám í til- efni alþjóðlegs dags kennara 5. október ár hvert. KÍ og FÍL eru í norrænu kennarasamtökunum NLS og stóðu sameiginlega að sumarnámskeiði norr- ænna kennara á Laugarvatni sl. sumar. Eitt af lög- bundnum hlutverkum KÍ er að vinna áfram að sam- einingu allra kennara og er aðild FÍL auðvitað liður í að ná því markmiði. Spurningin er því frekar sú hvort fleiri kennarafélög, til dæmis á háskólastigi, eigi ekki erindi í nýtt Kennarasamband Íslands? Umsókn um aðild Fyrirhuguð atkvæðagreiðsla snýst um aðild Félags íslenskra leikskólakennara að Kennarasam- bandi Íslands en ekki um stofnun nýrra samtaka eins og þegar gömlu kennarafélögin sameinuðust í eitt. Að baki stofnunar nýs Kennarasambands Ís- lands lá margra ára undirbúningsvinna að æskilegu skipulagi og uppbyggingu. Aðild FÍL ein og sér kallar ekki á uppstokkun. Í rauninni þarf ekki að gera miklar breytingar á Kennarasambandinu þótt nýtt aðildarfélag með um 1200 félagsmenn bætist við. Sem dæmi má nefna að gera þyrfti fáeinar breytingar á lögum KÍ, fjölga myndi um tvo í stjórn og skólamálanefnd leikskólakennara bættist í skóla- málaráð KÍ. Sjálfstæð félög Þegar félagsmenn í KÍ fá atkvæðaseðilinn í hend- ur er vert að hafa í huga hve félögin í sambandinu eru sjálfstæð, eins og glögglega kom í ljós í kjaravið- ræðunum í vetur. Eitt meginhlutverk þeirra er að gera kjarasamninga fyrir félagsmenn sína og þau kjósa í því skyni stjórn og samninganefnd. Einnig er á verksviði aðildarfélaganna að annast tengsl við trúnaðarmenn. Þó að félögin færu ólíkar leiðir í samningunum höfðu formennirnir náið samstarf enda sitja þeir allir í stjórn KÍ. Sjálfstæði félaganna leyfir þeim að njóta sérkenna sinna og er í raun við- urkenning á því að þrátt fyrir að starfsvettvangur nær allra félagsmanna sé skóli er hann margbreyti- legur og þarfir þeirra sem þar starfa ekki alltaf þær sömu. Félagsblaðið Skólavarðan og heimasíða KÍ eru vettvangur félagslegra skoðanaskipta, þar hafa birst ólík sjónarmið og jafnvel gagnrýni milli aðild- arfélaga. Má í seinna tilvikinu nefna ályktun félags- fundar Félags tónlistarskólakennara vegna afnáms kennsluafsláttar tónmenntakennara og í því fyrra hugleiðingar formanns og launafulltrúa FG um stöðu skólastjóra innan KÍ. Ég tel þetta merki um félagslega virkni og held líka að ef setja ætti hömlur á félögin myndu einhverjir hugleiða hvort hags- munum þeirra væri betur borgið annars staðar. Hitt er þó meira um vert að félögin leiti leiða til að styðja hvert annað, eins og þau gerðu reyndar í verkfalli framhaldsskólakennara. Félag grunnskólakennara, Félag tónlistarskólakennara og Skólastjórafélag Ís- lands lögðu sitt af mörkum með fjárframlögum, greinaskrifum og stuðningsyfirlýsingum. Samstaða í Kennarasambandi Íslands Þó að ljóst sé að hugsanleg aðild FÍL að KÍ kalli ekki á miklar breytingar gefst með henni ágætis tæki- færi til að skoða innviði sambandsins og velta fyrir sér hvernig til hefur tekist og hvað megi fara betur. Hvert er hlutverk KÍ með svo sjálfstæð félög innanborðs sem raun ber vitni? Það hlýtur að vera að efla samstöðu félaganna, draga fram það sem sameiginlegt er en líka að styðja og efla félögin eftir því sem við á. Félögin þarfnast mismunandi þjónustu frá samtökunum enda gefur augaleið að talsverður munur er á starfsemi stærsta félagsins, Félags grunnskólakennara með tæp- lega fjögur þúsund félaga, og þess fámennasta sem er Félag stjórnenda í framhaldsskólum með innan við hundrað félagsmenn. Kennarasamband Íslands er okkar stéttarfélag og því ber að gæta hagsmuna allra félagsmanna. Ég er ekki í nokkrum vafa um að aðild Félags leikskólakennara að Kennarasambandi Íslands mun styrkja okkur og efla enn frekar. Guðrún Ebba Ólafsdóttir Verður Félag íslenskra leikskólakennara sjöunda félagið í Kennarasambandi Íslands?

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.