Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 16
Sjónarmið 18 Ég ákvað að senda Skólavörðunni þessa grein þótt langt verði liðið frá atkvæða- greiðslunni þegar hún birtist. Formaður FG lét hafa eftir sér í fjölmiðl- um að hún hefði viljað að fleiri samþykktu samninginn og kenndi því um að rangar túlkanir og blekkingar hefðu verið í gangi. Þessar röngu túlkanir eru sem sagt aðrar en þær sem forysta félagsins lét frá sér fara. Nú er það svo að þegar kjarasamningar eru gerðir hafa menn á þeim misjafnar skoðanir og það er enginn einn réttur handhafi sann- leikans í því máli. Ekki einu sinni þeir sem eru í forystu. Ég er einn þeirra sem tók eindregna af- stöðu gegn samningnum. Það var ekkert einfalt mál. Sumt er gott í samningnum en annað slæmt. Niðurstaða mín var sú að gallarnir vægju mun þyngra en kostirnir. Kauphækkun greidd með vinnu Samkvæmt samningnum er nemenda- dögum fjölgað um tíu og starfsdögum kennara um tvo. Þessir tólf dagar eru við- bót við vinnu kennara. Laun fyrir þessa vinnu tel ég ekki til launahækkunar heldur er einfaldlega verið að kaupa meiri vinnu af kennurum. Mér er svarað með því að vinnu- vikan yfir veturinn styttist sem þessu nemur. Hver er styttingin? Jú, und- irbúningur undir kennslu er styttur. Með öðrum orðum, næsta vetur eiga grunnskólakennarar að hugsa sem svo: Ég á að vinna fleiri daga en í staðinn á ég að eyða minni tíma í að undirbúa kennslustundir! Vitaskuld gerir enginn kennari þetta. Þetta er orðaleikur sem marg- ir kennarar sætta sig ekki við. Þessir dagar eru aukin vinna. Líklega er það einsdæmi að launamenn semji um meiri vinnu á þennan hátt! Önnur atriði Önnur atriði sem taka varð með í reikn- inginn eru meiri vinna undir verkstjórn skólastjóra, afnám kennsluafsláttar og sú staðreynd að flestöll sveitarfélög höfðu gert viðbótarsamninga við kennara. Ég lít á þetta sem frádrátt frá launahækkuninni. Reyndar held ég að það sé einsdæmi að stéttarfélag skili aftur launahækkun með þökkum fyrir lánið eins og gert er varðandi viðbótarhækkanirnar. Á móti kemur að grunnlaun kennara hækka og þau laun fá þeir greidd allt árið. Einnig má nefna launaflokkana tvo eða þrjá sem skólastjóri hefur til umráða. Þeir eru einn af kostum samningsins. Á hinn bóginn var ekki annað að skilja á þeim sem kynnti samninginn í mínum skóla en að kennarar ættu að reikna með að skólastjóraflokkun- um yrði skipt meira og minna jafnt milli allra. Það gengur þvert á hugsunina með þessum flokkum. Þá er mjög stór galli á samningnum að hann gefur nánast engar launahækkanir fyrstu átta mánuðina. Ég gæti rætt ýms fleiri atriði en læt staðar numið enda verður ekki aftur snúið: Meiri- hluti kennara samþykkti samninginn. Því miður. Kynningin slæm? Guðrún Ebba lét hafa eftir sér að kynn- ingin á samningnum hefði ekki verið nógu góð. Það má vel vera. Ég var aðeins við- staddur kynningu forystumanns FG í mín- um skóla. Hún var að mínu mati mjög vill- andi. Ég öðlaðist miklu betri yfirsýn með því að skoða samninginn rækilega. En léleg kynning skýrir ekki andstöðuna gegn samn- ingnum. Þá er því ekki að neita að biðin eftir að samningurinn kæmi fyrir sjónir manna og asnalegi feluleikurinn vegna launalöggunn- ar í ASÍ fór í taugarnar á kennurum. En það skýrir heldur ekki andstöðuna gegn samningnum. Hana er einungis hægt að skýra með þeirri staðreynd að hann hef- ur bæði kosti og galla og að margra mati vega gallarnir þyngra en kostirnir. Og þeg- ar eru farnar að heyrast óánægjuraddir frá þeim sem samþykktu samninginn. Þetta verður forysta FG að sætta sig við og horfast í augu við meðan samningurinn er í gildi. Verk hennar eru metin og hún má ekki fara í fýlu þótt félagsmennirnir myndi ekki halelújakór í kringum hana. Hún verður að sætta sig við að kennarar kunna að lesa og geta túlkað lesefnið hjálp- arlaust. Mér fannst mjög óviðeigandi þegar for- maður FG sagði í sjónvarpi meðan at- kvæðagreiðslan stóð yfir að sumir samning- arnefndarmenn ætluðu að segja af sér yrði samningurinn felldur og að blásið yrði til verkfalls án tafar. Svona hótanir eru fyrir neðan allt velsæmi og samninganefndar- menn sem eru með slíkar hótanir eiga auðvitað að vinna við eitthvað annað. Að laða að unga kennara Allir eru sammála um að endur- nýjun er grunnskólunum nauðsyn. Ella fer skólinn á mis við þær nýj- ungar sem væntanlega fylgja nýút- skrifuðum kennurum frá Kenn- araháskóla Íslands og þeir sjálfir missa af reynslu hinna eldri. Ég er ekki vongóður um að þessi nýgerði samningur verði til að laða unga kennara að grunnskólunum. Fyrirkomulag á umbun vegna endurmenntunar er til dæmis ekki til þess fallið, fyrir utan aðra galla. Niðurstaða mín er því að þetta sé ein- faldlega lélegur samningur sem muni ekki leiða til þeirra breytinga á skólastarfi sem höfundar hans hafa talið vísar. Höfundur er kennari í Austurbæjarskóla. Eiríkur Brynjólfsson: Kjarasamningur grunnskólakennara Andstöðuna gegn samn- ingnum er einungis hægt að skýra með þeirri stað- reynd að hann hefur bæði kosti og galla og að margra mati vega gall- arnir þyngra en kostirnir. „Ég er einn þeirra sem tók eindregna afstöðu gegn samningnum,“ segir Eiríkur Brynjólfsson.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.