Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 12
Félagsmál 14 Nefnd sem kjörin var á stofnþingi Kenn- arasambands Íslands 11. - 13. nóvember 1999 til að undirbúa hugsanlega aðild Félags íslenskra leikskólakennara að sam- bandinu hefur nú lokið störfum sínum. Nefndin mælir með aðild félagsins að því tilskildu að hún verði samþykkt í allsherjar- atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Kenn- arasambandsins í samræmi við ályktun stofnþingsins. Stjórnir Kennarasambands Íslands og Félags íslenskra leikskólakennara hafa samþykkt niðurstöðu nefndarinnar og hefur stjórn KÍ falið kjörstjórn sambandsins að framkvæma atkvæðagreiðsluna í sam- ræmi við lög þess. Verði aðildin samþykkt verður Félag ís- lenskra leikskólakennara sjöunda aðildar- félag Kennarasambandsins sex mánuðum fyrir næsta þing þess, en það verður haldið fyrri hluta árs 2002. Náið samstarf á undanförnum árum Félag íslenskra leikskólakennara (FÍL) var stofnað í núverandi mynd 7. maí 1988. Það er landsfélag sem starfar í tíu umdæmisdeild- um. Í félaginu eru um 1.240 leikskólakenn- arar með menntun í leikskólafræðum, en að auki eiga aðild að því fag- félagar (heimavinnandi og í öðrum störfum) og fyrrverandi leikskólakennarar á eftirlaun- um. Nemar geta einnig átt aukaaðild. Heild- arfjöldi félagsmanna er um 1.500 manns. Félag íslenskra leikskólakennara er hvort tveggja í senn fagfélag og hagsmunafélag um kjaramál leikskólakennara. Hlutverk þess er m.a.: • að efla stétt leikskólakennara, stuðla að samstöðu og gæta hagsmuna þeirra; • að auka stéttarvitund leikskólakennara; • að styrkja og standa vörð um menntun leikskólakennara. Félagsmenn FÍL starfa flestir hjá sveitar- félögum og örfáir hjá ríki og einkaleikskólum. Félagið gekk úr BSRB í árslok 1999 og hefur staðið utan heildarsamtaka síðan. Á stofnþingi Kennarasambands Íslands var skipuð nefnd með fulltrúm beggja samtaka til að undirbúa hugsanlega aðild félagsins að Kennarasambandinu. Verði sameiningin samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu nú í apríl verður Félag íslenskra leikskólakenn- ara sjöunda aðildarfélag Kennarasambands Íslands. Náið samstarf hefur verið milli aðildar- félaga Kennarasambandsins og FÍL á und- anförnum árum. Tvö síðustu skólamálaþing voru haldin í samvinnu gamla Kennarasam- bandsins, HÍK og FÍL. Nú er í undirbún- ingi þriðja þingið sem verður haldið í sam- vinnu Kennarasambands Íslands og Félags íslenskra leikskólakennara næsta haust. Undanfarin ár hafa aðildarfélög KÍ og FÍL haldið sameiginlega upp á árlegan alþjóða- dag kennara 5. október. Ennfremur taka þessi samtök virkan þátt í norrænu sam- starfi saman, til dæmis á vettvangi NLS. Um 70% félagsmanna FG og FF hlynnt eða hlutlaus Í september 1999 fór fram atkvæða- greiðsla meðal félagsmanna FÍL um úrsögn úr BSRB og jafnframt um framtíðarstöðu félagsins. Þar kom fram mjög eindreginn stuðningur við aðild að nýju Kennarasam- bandi Íslands. 64,2% þeirra sem á kjörskrá voru greiddu atkvæði. 95,7 sögðu já en 2,9% sögðu nei. Í könnun sem efnt var til meðal félags- manna Félags grunnskólakennara síðastlið- ið vor var spurt um afstöðu þeirra til hugs- anlegrar aðildar leikskólakennara að Kenn- arasambandinu. Niðurstöður voru þær að 37,2% sögðust vera hlynnt aðild, 32,5% sögðust hvorki hlynnt né andvíg, en 30,2% voru andvíg aðild leikskólakennara. Félag framhaldsskólakennara efndi einnig til viðhorfskönnunar sl. haust þar sem m.a. var spurt um skoðun félagsmanna á hugsanlegri aðild FÍL að Kennarasam- bandinu. 39% voru hlynnt aðild, 34% voru hlutlaus, en um 28% sögðust vera frekar eða mjög andvíg. Helgi E. Helgason Engar viðamiklar breytingar -ef FÍL verður aðili að KÍ Á stofnþingi Kennarasambands Íslands 11. - 13. nóvember 1999 var gerð eftirfar- andi samþykkt um fyrirliggjandi umsókn Félags íslenskra leikskólakennara að sam- bandinu: Stofnþing Kennarasambands Íslands haldið 11. - 13. nóvember 1999 samþykkir að skipa sameiginlega nefnd með Félagi ís- lenskra leikskólakennara sem hafi það verk- efni að undirbúa hugsanlega aðild félagsins að Kennarasambandi Íslands. Nefndina skipi sex fulltrúar, þrír kjörnir á stofnþingi Kennarasambandsins og þrír skipaðir af Félagi íslenskra leikskólakennara. Nefndin ljúki störfum 1. desember 2000 og skal bera tillögur sínar undir stjórnir Kennarasambandsins og Félags íslenskra leikskólakennara. Hljóti þær samþykki þeirra, skal fara Dagana 2. - 4. apríl fer fram allsherj- aratkvæðagreiðsla meðal félags- manna Kennarasambands Íslands um aðild Félags íslenskra leikskólakenn- ara að sambandinu. Atkvæði verða talin þriðjudaginn 17. apríl. Úrslitum ræður einfaldur meirihluti atkvæða þeirra sem afstöðu taka. Atkvæðagreiðsla um aðild FÍL Í aprílbyrjun taka félagar Kennarasambands Íslands afstöðu til hvort þeir vilja að leikskólakennarar fái aðild að sambandinu. að Kennarasambandi Íslands 2.-4. apríl

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.