Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 13
Félagsmál 15 fram allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Kennarasambandsins um aðild FÍL í apríl 2001. Verði aðildin samþykkt verður Félag ís- lenskra leikskólakennara eitt af aðildar- félögum Kennarasambands Íslands sex mánuðum fyrir annað þing sambandsins. Í nefndinni sitja Björg Bjarnadóttir for- maður FÍL, Elna Katrín Jónsdóttir varafor- maður KÍ og formaður FF sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Guðrún Ebba Ólafsdóttir formaður FG, Ólöf Helga Pálmadóttir leikskólastjóri, Sigurður Lyng- dal grunnskólakennari og Þröstur Brynjars- son varaformaður FÍL. Að sögn Elnu Katrínar hélt nefndin alls sjö fundi. Farið var yfir lög og starfsskipu- lag Félags íslenskra leikskólakennara og Kennarasambands Íslands og unnin grein- argerð um starfsemi félaganna og lög þeirra. Nefndin komst að þeirri meginnið- urstöðu að aðild leikskólakennara að KÍ krefðist ekki veigamikilla breytinga á lögum sambandsins né þyrfti að raska miklu í lög- um FÍL ef það yrði eitt af félögum KÍ. Helstu breytingar sem félagsaðild leikskóla- kennara myndi kalla á eru: • Bæta þarf við nafni FÍL í 1., 6. og 16. gr. í lögum KÍ. • Í stjórn KÍ munu sitja þrettán manns í stað ellefu. • Í skólamálaráð bætist skólamálanefnd FÍL. • Í kjararáð bætist samninganefnd FÍL. • Framtíðarskipulag endurmenntunar- sjóðs KÍ er til endurskoðunar, sjóðir verða óbreyttir fram að öðru þingi KÍ. • Hugsanleg fækkun fulltrúa á þingi. Rétt er að taka fram að teknar eru ákvarð- anir um ofangreind atriði eins og allt sem varðar lög Kennarasambands Íslands á þingi sambandsins í samræmi við tillögur sem fyrir kunna að liggja. Félög grunnskóla- og framhaldsskóla- kennara í Kennarasambandi Íslands lögðu einnig spurningar um viðhorf félagsmanna sinna til aðildar FÍL að KÍ fyrir í við- horfskönnun um fagleg og kjaraleg mál sl. haust. Sömuleiðis hefur FÍL kannað hug félagsmanna sinna til aðildar að Kennara- sambandi Íslands. Sagt er frá niðurstöðum þessara kannana annars staðar í greininni. „Verði aðild FÍL samþykkt í atkvæða- greiðslunni sem stendur fyrir dyrum,“ segir Elna Katrín, „höfum við stigið eitt skref enn í áttina að því markmiði að sameina kennarastéttina í samtökum sem vinna jafnt að faglegum málum sem og málum er varða kjör og réttindi. Ég vil leggja áherslu á mik- ilvægi þess að félagsmenn okkar taki þátt í atkvæðagreiðslunni í byrjun apríl þannig að skýr niðurstaða fáist um vilja félagsmanna í Kennarasambandi Íslands um málið.“ keg Rætur vestræns grunnskóla og leikskóla liggja saman í fortíðinni, í sögulegum stefnum og viðburðum eins og upplýsingu og iðnbyltingu og í einstaklingum eins og Pestalozzi. Innan tíðar skildi leiðir og kjarninn í hug- myndafræði leikskóla varð leikurinn, hin sjálfsprottna vinna barnsins, á meðan kjarni grunnskólans varð upp- fræðsla, þar sem kennarinn miðlaði þekkingu og út- deildi aga. Sagan bítur þó ávallt í skottið á sér og núorð- ið eru leikskóli og grunnskóli á nýjan leik að nálgast hvor annan. Hugmyndin um samfellu menntunar frá getnaði til grafar á sér ríkan hljómgrunn sem enduróm- ar í skipulagi kennaramenntunar, samanber flutning leikskólakennaramenntunar inn í Kennaraháskólann. Margir telja að stofnanir samfélagsins endurspegli og elti stærri gildi þess og orðræðu en það taki nokkurn tíma fyrir þær að aðlagast nýjum gildum. Heild- stæð sýn á manneskjuna sem siðræna, hugsandi tilfinningaveru, en þó ekki síst sem einstakling með einstaklingsbundna hæfileika, áhugamál og þarfir, kallar á stofnanir sem hvíla á stoðum samvinnu en um leið sjálfstæðis. Þess vegna er rökrétt að kennarafélög sameinist í einu félagi sem stendur vörð um sameigin- lega hagsmuni alls skólalífs í landinu og virkji möguleika sína til gagnkvæmra skoðanaskipta og samvinnu, en haldi jafnframt í þau séreinkenni sín og sjálf- stæði sem eru þeim nauðsynleg til vaxtar og viðgangs. Stærð er vissulega styrk- ur en í fjöldanum er líka hætta á að týnast ef ekki er að gætt. Skipulag Kennara- sambandsins býður upp á að aðildarfélög njóti tilstyrks hvers annars og meira til, því að þegar margir leggjast á eitt verður afurðin stærri samanlögðu framlagi heildarinnar og nýsköpun á sér stað. Þetta er þó ekki sjálfgefið því að hugmynd, hversu vel sem hún lítur út á pappír, verður ekki að veruleika nema með vinnu einstaklinganna sem aðhyllast hana. Af þessum sökum eru aðhald, ígrundaðar skoðanir og ábendingar hvers félaga innan heildarsamtakanna nauðsynleg. Kannski mætti orða þetta svo að hvert félag lifi aðeins að því marki sem félagar þess blása því lífi í brjóst. Nú er það ekki flugvöllinn burt eða kjurt sem spurt er um, heldur hvort núverandi félagar í KÍ hafi hug á að bæta leikskólakennurum í sínar raðir. Hvað kýst þú? keg Frá getnaði til grafar Slóðin whyfiles.org/teach/index.html hýsir kennslufræðilega hlutann af The Why files vefnum sem er skrifaður af vísinda- og fræðimönnum á ýmsum sviðum. Á þess- um hluta vefsins er hægt að nálgast frá- sagnir um forna orma, dularfulla skips- skaða, siðferðileg álitamál í einræktun, til- urð tungumálsins og allt þar á milli, með krosstengingum í skylt efni á sama vef. Frásagnirnar eru ætlaðar krökkum á mis- munandi aldri og gætu til dæmis nýst í enskukennslu ellegar sem ítarefni fyrir kennarann þegar kafað er í hin ýmsu við- fangsefni. Góður vefur. V e f a n e s t i Hvers vegna - vegna þess Út er komið námsefnið Hljóðskraf um g og k, og Hljóðskraf um b, d og p. Áður hef- ur komið út Hljóðskraf um einfaldan og tvöfaldan samhljóða. Námsefninu er fyrst og fremst ætlað að mæta þörfum nemenda sem eiga við lestrarörðugleika að etja en efnið má einnig nota við almenna kennslu. Hljóðskraf hefst á umfjöllun um kennslu en er að öðru leyti ætlað nemendum til að vinna að inni í almennum bekk. Í hverri möppu eru textar og vönduð spil auk verk- efna af öðrum toga. Hljóðskraf er útbúið sem bekkjarmappa. Skólar fá ótakmarkaðan ljósritunarrétt um leið og þeir festa kaup á efninu. Fluglæsi og Stafur á bók eru eftir sama höfund. Hljóðskraf námsefni í lestri og réttritun eftir Rósu Eggertsdóttur N á m s g ö g n

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.