Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 19
Kynning á fagfé lag i 21 Í samtali við Arnfríði Ólafsdóttur formann félagsins kom fram að félagið hefur starfað um tveggja áratuga skeið og félagsmenn eru nú um 190 talsins. Námsráðgjöf hefur verið kennd við félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands síðastliðin tíu ár, en námið er fram- haldsnám að loknu BA prófi í sálfræði eða uppeldis- og menntunarfræði, BEd. prófi frá Kennaraháskólanum eða BA/BS gráðu og kennsluréttindanámi frá HÍ. Náms- og starfsráðgjafar starfa á öllum skólastigum, hjá vinnumiðlunum og einka- fyrirtækjum. Flestir starfa innan skólakerf- isins og felst starf þeirra í ráðgjöf, stuðn- ingi og miðlun upplýsinga til nemenda varðandi áhugasvið, námsval, vinnubrögð í námi og stuðning og ráðgjöf í persónuleg- um málum. „Eitt af meginhlutverkum FNS er að sjá um fræðslu og endurmenntun félagsmanna sinna,“ segir Arnfríður, „og félagið heldur fræðslufundi og skipuleggur sérhæfð endur- menntunarnámskeið árlega í þeim tilgangi. Félagsmenn sækja jafnframt fundi og ráð- stefnur um fagleg málefni erlendis og má í því samhengi nefna að formennska og stjórn norrænu náms- og starfsráðgjafasam- takanna sem FNS á aðild að er í höndum Íslendinga um þessar mundir.“ Rannsóknarþjónusta Háskóla Íslands rek- ur Evrópumiðstöð í náms- og starfsráðgjöf sem styrkt er af Evrópusambandinu. Mark- miðið er að styðja náms- og starfsráðgjafa á Íslandi og stuðla að evrópsku samstarfi á sviði upplýsingatækni, starfsþjálfunar og sí- menntunar. Fræðslunefnd FNS sér um útgáfu frétta- bréfs, Skutlu, sem kemur út 4-5 sinnum á ári. Að sögn Arnfríðar er mikill vaxtarbrodd- ur í náms- og starfsráðgjöf hérlendis líkt og í nágrannalöndum okkar. Hvað námið við HÍ varðar verður bætt við fjarnámi í náms- og starfsráðgjöf í haust og undirbún- ingur er nú þegar hafinn að meistaranámi í greininni. „Um þessar mundir er vaxandi þörf fyrir námsráðgjöf bæði í grunn- og framhalds- skólum með tilkomu nýrra aðalnámskráa. Í grunnskólum þurfa nemendur að velja sér samræmd próf og í framhaldsskólum verða inntökuskilyrði inn á námsbrautir, mismun- andi eftir brautum, þar sem lágmarksein- kunn þarf að vera á samræmdum prófum. Nemendur framhaldsskólans þurfa einnig að velja sér kjörsvið á stúdentsbrautum í samræmi við það nám sem þeir hyggjast stunda á háskólastigi. Þetta kallar auðvitað á aukna upplýsingamiðlun og ráðgjöf við námsval,“ segir Arnfríður. „Mikil þörf er á menntuðum náms- og starfsráðgjöfum til starfa á svæðisvinnumiðlunum á lands- byggðinni. Einnig sjá einkafyrirtæki í auknum mæli hag í því að ráða til sín fólk með menntun í náms- og starfsráðgjöf í starfsmannastjórnun og sem fræðslufulltrúa svo að eitthvað sé nefnt.“ Mikill meirihluti félagsmanna í FNS er í Kennarasambandi Íslands og sótt hefur ver- ið um að félagið verði sérfélag innan KÍ. „Nefnd skipuð aðilum frá KÍ og FNS hefur unnið að málinu síðan í fyrrahaust,“ segir Arnfríður að lokum, „en félagsmenn telja að sérstöðu og hagsmuna námsráðgjafa inn- an skólakerfisins verði betur gætt með þess- um hætti.“ Vaxandi þörf fyrir námsráðgjöf Kennarasambandi Íslands tengjast fjölmörg fagfélög, eitt þeirra er Félag náms- og starfsráðgjafa (FNS). Sótt hefur verið um að FNS verði sérfélag innan KÍ og að sögn Arnfríðar Ólafsdóttur telja félags- menn að sérstöðu og hagsmuna námsráðgjafa innan skólakerfisins verði betur gætt með þessum hætti. Er gaman í starfinu? Já, þetta er mjög gefandi starf. Sér- staklega er gaman þegar jákvæðar breytingar verða í málum sem ég er að vinna að. Skilar starfið árangri? Já, það er ég fullviss um. Ég fæ stað- festingu á því hjá nemendum, foreldrum og samstarfsfólki. Hvernig gengur dagurinn fyrir sig? Engir tveir dagar eru eins. Suma daga verða óvæntar uppákomur sem þarf að bregðast fljótt við. En flesta daga er ég með bókuð viðtöl eða fundi með nemendum, foreldrum og samstarfsfólki. Þessa dagana er ég líka að fara í heimsóknir í framhalds- skóla með nemendum 10.bekkjar. Hvað þarf að bæta í starfskilyrðum námsráðgjafa? Það sem mér er efst í huga núna er handleiðsla fyrir námsráðgjafa. Ég vildi að námsráðgjöfum í grunnskólum yrði gert mögulegt að sækja faglega handleiðslu reglulega. Líta þarf á handleiðslu sem sjálfsagðan hluta af starfi okkar. Guðný Pálsdóttir námsráðgjafi í Seljaskóla tók því vel að svara nokkrum spurningum um starfið:

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.