Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 5
Ásókn í orlofshúsin var gífurleg fyrir pásk- ana og að sögn Hilmars er hún alltaf að aukast. „Áður en frestur rann út sóttu 120 manns um hús og fjölmargir bættust í hóp- inn eftir á. Til úthlutunar voru 34 leiguein- ingar á Flúðum, í Kjarnaskógi og á Sóleyj- argötu í Reykjavík. Það er því ljóst að þörf er fyrir aukið húsnæði.“ Ferðablað Orlofssjóðs KÍ 2001 er ný- komið út. Hilmar segir að enn sé að bætast við framboð á orlofshúsnæði. „Sumarið 2000 voru 780 leiguvikur til umráða fyrir félagsmenn en sýnt er að þær verða fleiri en 800 á komandi sumri.“ Hilmar bendir á að leiguverð orlofshúsa KÍ sé afar hagstætt og einnig er það til hagsbóta fyrir félagsmenn að leiga er mishá eftir því hversu stór og vel búin húsin eru. „25% af tekjum Orlofs- sjóðs, eða ríflega sex miljónir, eru notaðar til að niðurgreiða leigu í sumarúthlutun. Hæsta vikuleiga hjá okkur er 16 þúsund krónur, en til samanburðar má nefna að verð á almennum markaði er 35-40 þúsund. Vegna þess að við leigjum húsin allt sumar- ið næst leiga nokkuð niður og til viðbótar kemur okkar niðurgreiðsla.“ Þann 24. febrúar sl. var tekin fyrsta skóflustunga að nýjum orlofshúsum við Háumóa í Heiðarbyggð sem er í landi Ása- túns í Hrunamannahreppi. Síðastliðið haust fór fram forval um smíði nýrra orlofshúsa í Heiðarbyggð. Stefnt er að því að byggja sautján hús á svæðinu en í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að byggja sex. Um er að ræða timburhús á steyptum grunni, klædd með aluzinc að utan. Húsin eru 87,1 m2 að flat- armáli (rúmmál 313 m3) og við hvert þeirra verður um það bil 30 fermetra verönd með setlaug. Stefnt er að því að taka fyrstu húsin í notkun sumarið 2002. „Reynslan sýnir að það vantar hús sem geta hýst tvær fjölskyldur,“ segir Hilmar. „Þess vegna var tekin ákvörðun um að byggja svona stór hús. Albína Thordarson arkitekt var fengin til að teikna þau, hún er svolítið framúrstefnuleg og með skemmti- legar hugmyndir. Þetta eru vönduð hús og þurfa lítið viðhald. Þau verða búin leður- húsgögnum og öllum helstu heimilistækj- um, þ.m.t. uppþvottavél. Þetta eru glæsileg og falleg hús þar sem aðbúnaður er eins og hann getur bestur orðið.“ Pöntunarþjónusta á netinu Kennarasamband Íslands er fyrsta stéttarfélagið sem tekur upp þá ný- breytni að bjóða pantanir á netinu. „Veflausnir er sú leið sem almennt er farin í ferðageiranum og við ætlum að fara hana líka,“ segir Hilmar. „Okkar markmið er að bæta þjónustu við félaga og gera rekstur hagkvæmari. Í tengslum við þetta erum við að breyta greiðslufyrirkomulagi og taka upp staðfest- ingargjald frá og með 1. júní. Öll leiga er greidd við úthlutun eða pöntun ef ljóst er að húsin eru laus. Hluti leiguverðs er stað- festingargjald þannig að ef fólk afpantar með minna en tveggja vikna fyrirvara er 20% leiguverðs haldið eftir, en sé afpantað með lengri fyrirvara er öll leiguupphæðin endurgreidd. Endurgreiðsla verður reikni- færð í banka og þetta sparar mikið í sím- hringingum og viðtölum.“ Í framtíðinni mun fólk geta pantað og borgað á netinu en enn um sinn er einungis pöntunarþjónustan í boði. „Þegar fram í sækir verða lausar vikur settar beint inn á vefinn og fólk getur fest sér þær og borgað um leið. Sumar- og páskaleiga er eftir sem áður háð úthlutun, en að vetri til og þegar einhver afpantar að sumri eða um páska verður semsagt hægt að gera þetta svona ef fólk vill. Að sjálfsögðu verður gamla leiðin samt enn fær,“ segir Hilmar og brosir, „enda ekki allir með kort eða á netinu.“ Fleira á döfinni Ýmislegt fleira er á döfinni hjá orlofs- nefnd. Meðal annars er verið að athuga með kaup á húsi í Reykjavík og öðru á Ak- ureyri. „Við höfum gert tilboð í nokkur hús í Reykjavík en það hefur ekki skilað ár- angri,“ segir Hilmar. „Ekki stendur til að selja á Sóleyjargötunni en það kom þó til álita þegar boðið var í mjög stórt hús á Túngötu. Það mál er ekki frágengið, en markmiðið er að tvöfalda framboð í Reykjavík. Við vitum þó ekki nákvæmlega hver þörfin er vegna þess að fólk skráir sig ekki á biðlista. Ef það kemur til Reykjavíkur og fær ekki inni á Sóleyjargötu fer það til vina og ættingja. Einnig er í athugun að kaupa hús á Akur- eyri en þar er mikil eftirspurn. Jafnframt höfum við kannað uppbyggingu á Steins- stöðum í Skagafirði þar sem sveitarfélagið bauð okkur land, en það mál er í biðstöðu,“ segir Hilmar að lokum. keg Viðta l 6 „Í páskaúthlutun er einungis ráðstaf- að þeim leigueiningum sem Kennara- sambandið á,“ segir Hilmar Ingólfs- son stjórnarformaður Orlofssjóðs. „Á sumrin höfum við hins vegar mun fleiri einingar til ráðstöfunar vegna þess að þá framleigjum við fullt af íbúðum og sumarhúsum. Í sumar mun- um við nánast anna eftirspurn á þenn- an hátt, með framleigu húsnæðis.“ Ástæðan? Gífurleg eftirspurn Allir vilja Færri fá

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.