Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 8
Leikræn t ján ing 10 þennan mat, hvað er konan eiginlega með á höfðinu o.s.frv? Bekkjarumræða um for- dóma á eftir. Sagan færð í leikbúning Lokaverkefnið gæti verið sýning fyrir foreldra, þar sem hóparnir semja litla þætti og færa þá í leikbúning. Til hjálpar gæti kennarinn gefið hverjum hópi ákveðið efni til að fjalla um. Mikilvægt er að sagnfræð- inni séu gerð góð skil. Hér koma nokkrar tillögur að efnisþáttum sem nemendur geta spreytt sig á • Þið eruð stödd við kirkjuna að Hóli og er messu er nýlokið. Fólk er prúðbúið en dauft í dálkinn, harðindi hafa verið mikil þennan vetur. Aðvífandi kemur „agent” sem hvetur fólk til þess að flytja vestur um haf. Hann lýsir fyrirheitna landinu á lof- samlegan hátt • Hópur Íslendinga stígur á land í Kanada. Hvern hitta þau fyrst, hvernig geta þau gert sig skiljanleg, hvað þarf að gera í upphafi dvalar? • Nú eruð þið búsett í Kanada. Hvernig er lífið þar, hvað skrifið þið í bréfum heim, hvernig er með atvinnu og húsnæði? • Íslendingadagur í Gimli. Fólk spyr eftir fréttum og fær fréttir. Vínartertur og kleinur eru á kaffiborðinu. Spurt er um laun, búsetu, fæðingar og dauða. • Þið eruð Vestur-Íslendingar í heim- sókn á Íslandi. Þið talið bjagaða íslensku. Þið eruð að heimsækja ættingja og skoða æskustöðvar mömmu og pabba og komið með gjafir frá Kanada. Gangi ykkur vel. Ef nánari upplýsinga er þörf eða aðstoðar þá er netfang mitt asara@isl.is Ása Helga Ragnarsdóttir Höfundur er leikari frá Leiklistarskóla Íslands og kennari í Háteigsskóla. Spuni - leikhússport Í námskrá grunnskóla fyrir leik- ræna tjáningu segir að greinin geti tengst skólastarfi á þrjá vegu: - Aðferð eða leið við kennslu. - Sjálfstæð námsgrein. - Listasmiðjur af ýmsu tagi. Ég tel að leikræna tjáningu og framsögn eigi að kenna sem mest í samþættingu við aðrar námsgreinar og í námskránni er sagt frá því hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Þegar leikræn tjáning er kennd sem sjálf- stæð námsgrein er það oftast í efstu bekkj- um grunnskólans sem skyldugrein eða val- grein. Ef hún er skyldugrein, þar sem allir þurfa að taka þátt, þarf að passa að ofgera ekki í byrjun. Gott er að byrja á einhverju sem nemendur þekkja, til dæmis framsögn og léttum spunaleikjum, og þannig kemst kennari að því hvað hann getur farið langt með nemendur. Leiklist er þess eðlis að hún stjórnast af þeim sköpunarkrafti sem ríkir í hópnum hvert sinn og því erfitt að skipuleggja hana fyrirfram. Kennari þarf því að vera tilbúinn til að finna út hvað hentar hópnum best og hann þarf að sjá til þess að allir séu algjörlega sáttir við sinn hlut. Ég get til dæmis látið nemendur skrifa enskan stíl þó að þeir séu ekki endilega til- búnir til þess þá stundina en ég get ekki lát- ið þá í spuna eða hlutverk í leikriti nema þeir séu fúsir til þess. Í valhópum er hægt að gera meiri kröfur til nemenda og oft er endapunkturinn einhvers konar sýning. Nemendur hafa gaman af svokölluðum spuna sem er mjög góð aðferð til að efla ímyndunarafl, hugmyndaflug og sköpunar- orku, auk þess sem hann þjálfar samvinnu og eykur sjálfstraust. Spuni er nefnilega fyrst og fremst þjálfun í að fá hugmyndir, hlusta á aðra og vinna saman að því að skapa. Stundum tekst þetta og stundum ekki og eitt af því fyrsta sem nemendur læra í spuna er að það má mistakast. Keppni í spuna Síðastliðin ár hef ég notað mikið svokall- að leikhússport sem er þýðing á orðinu teatersport en ef til vill væri réttara að kalla það leikhúsíþrótt. Það eina sem þetta á sameiginlegt með íþróttum er að það er keppt í greininni og oftast milli liða. Þetta er sem sé spunakeppni og það eitt að skipta í lið og keppa gerir þetta spennandi fyrir nemendur. Ég fór að nota þetta eftir að ég komst í bók sem heitir Teatersport og er til sölu hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga. Hún er mjög handhægur leiðarvísir. Þar er bæði að finna greinar um þá tækni sem þarf í spuna og einnig margar spunaæfingar. Hún er þyngdarskipt og því mjög auðvelt að feta sig áfram og finna út hvað er hægt að bjóða nemendum upp á. Þar eru léttir spunaleikir fyrir byrjendur og allt upp í mjög krefjandi spunaæfingar sem henta vel í valhópum. Nánast undantekningarlaust finnst nem- endum þetta afskaplega skemmtilegt. Ef vel tekst til er svo hægt að vera með keppni með áhorfendum. Þar gildir, eins og alltaf í spuna, að vera jákvæður gagnvart andstæð- ingnum og þó að alltaf sé skemmtilegast að vinna er aðalatriðið þó fyrst og fremst að vera með. Gott námskeið til að þora að byrja Ég tel nauðsynlegt að skólar sem bjóða nemendum sínum valgreinar hafi leiklist með. Ekki treysta allir kennarar sér til að kenna hana og vissulega er betra að hafa prófað sjálfur. Ég er viss um að margir kennarar hafa áhuga og hæfileika en treysta sér ekki til að byrja. Ég vil benda kennurum á að Bandalag íslenskra leikfélaga, sem eru samtök áhugaleiklistarfólks, rekur skóla sem býður upp á tíu daga námskeið í júní ár hvert að Húsabakka í Svarfaðardal. Kennar- ar skólans eru mjög hæft atvinnuleikhúsfólk og boðið er upp á grunn- og framhalds- námskeið svo að allir fá kennslu við sitt hæfi. Þarna er kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að efla leiklist í grunnskólum landsins. Gunnhildur Sigurðardóttir Höfundur er kennari við Gagnfræðaskólann í Mosfellsbæ. Spuni er mjög góð aðferð til að efla ímynd- unarafl, hugmyndaflug og sköpunarorku, auk þess sem hann þjálfar samvinnu og eykur sjálfstraust. Gunnhildur Sigurðardóttir: „Nánast undantekn- ingarlaust finnst nemendum leikhússportið af- skaplega skemmtilegt.” Lengri gerð greinar er á heimasíðu KÍ.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.