Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 22
Samstarf safns og skóla
Börnin í bænum
- nýtt verkefni í
smíðum
Undanfarin tuttugu ár hefur Ár-
bæjarsafn - Minjasafn Reykjavíkur
boðið upp á fræðslu fyrir skóla-
börn. Á safninu er starfrækt sér-
stök fræðsludeild sem skipuleggur
móttöku hópa, vinnur að gerð
námskrár fyrir safnið og þróar
verkefni fyrir öll skólastig.
Safnið er útisafn með um 25 hús þar sem
finna má heimili, sýningar og verkstæði.
Hér gefst því börnum og fullorðnum ómet-
anlegt tækifæri til að ganga inn í fortíðina,
sjá húsakynni og hluti sem forfeður okkar
og formæður notuðu, finna lykt af torfi,
kúamykju og tjöru og velta vöngum yfir
breyttum tímum. Hingað koma hópar af
öllum skólastigum til að fræðast um fortíð-
ina út frá mismunandi forsendum. Kennar-
ar í samfélagsgreinum, listgreinum og
heimilisfræði fjölmenna með nemendur
sína. Á undanförnum árum hefur verið
boðið upp á sex til átta verkefni fyrir
grunnskólabörn á hverjum vetri og stöðugt
er unnið að endurskoðun og endurnýjun
verkefna.
Á síðasta ári var opnuð ný sýning í safn-
inu: Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. Í
vetur hefur verið unnið að þróun kennslu-
efnis í tengslum við þá sýningu. Börnin í
bænum nefnist verkefnið og er einkum
miðað við tíu og ellefu ára gömul börn. Þar
fræðast nemendur um sögu borgarinnar frá
landnámi til nútímans á nýstárlegan hátt
með því að kynnast Reykjavíkurbörnum
fortíðarinnar. Hverjum bekk er skipt í hópa
og hver þeirra fær úthlutað einni persónu.
Nemendur eiga að finna út hvaða tímabili
sögunnar viðkomandi tilheyrir og leysa
verkefni. Síðan kynna þeir niðurstöður sín-
ar fyrir bekknum. Að lokum eru umræður
sem safnkennari stýrir þar sem mismunandi
aðstæður barna fyrr og nú eru bornar sam-
an. Meginmarkmið þessa verkefnis er að
gera fortíðina lifandi og efla áhuga og skiln-
ing nemenda á fortíð, nútíð, framtíð og
fjölbreytileika mannlífsins. Árbæjarsafn -
Minjasafn Reykjavíkur óskar því eftir
áhugasömum kennurum sem vilja koma
með nemendur (tíu og ellefu ára) til að
prufukeyra þetta verkefni nú í apríl og maí.
Verkefnið verður fínpússað í sumar og boð-
ið öllum áhugasömum næsta vetur. Þeir
sem vilja leggja okkur lið hafi samband við
Gerði Róbertsdóttur, deildarstjóra fræðslu-
deildar í síma 577-1111 eða á netfangi:
gr@rvk.is
Pist i l l , f rétt
24
Fyrir um tíu árum var lítið minnst á skólamál í okkar stærstu og öflugustu fjöl-
miðlum. Þegar leitað var á þau mið með málefni sem snertu menntun og skóla-
göngu mættu manni miklar efasemdir um fréttagildi og áhuga almennings. Eink-
um og sér í lagi þótti grunnskólastigið eiga fáa áhangendur, þrátt fyrir skóla-
skyldu allra barna og að þau verji drjúgum hluta æskunnar innan veggja skólans.
Mikið hafa tímarnir breyst. Umræðan sem
áður átti sér stað í kennarastofum skóla,
eldhúskrókum heimila, kaffistofum vinnu-
staða, saumaklúbbum og sundlaugum um
allt land hefur nú á nokkrum árum brotist
út í skilningarvit samfélagsins - fjölmiðla.
Fréttir og margskonar umfjöllun um skóla-
starf á öllum stigum skila sér nú til okkar á
öldum ljósvakans og síðum fréttablaða.
Mennt er máttur, lífið er menntun. Fjöl-
miðlar fylgjast með lífinu.
Auðvitað þýðir þessi útrás upplýstari og
málefnalegri umræðu í samfélaginu og
hún hefur án efa lyft skólamálum skör
hærra. Til að mynda þykir mér Morgun-
blaðið hafa staðið sig vel með reglulegum
fréttasíðum um menntun sem ég les af
áhuga. Nýlegur greinaflokkur Önnu Krist-
jánsdóttur, prófessors við KHÍ, um
stærðfræðikennslu var stórfróðlegur.
Sömuleiðis var áhugaverð umfjöllun
um fyrirlestur Dr. Jeffrey D. Wilhelm
um lestrarhæfni, námsáhuga og
námsleiða.
Ég staldra hugsi við þessar grein-
ar, get „mátað“ efnið við eigin að-
stæður. Anna segir að æfingadæmi
án tengsla, skilningsleitar og um-
ræðu hafi gengið sér til húðar fyrir
löngu. Sá sé og vandinn að nemend-
ur átti sig ekki á því hvaða fyrirbærum í lífinu almenn brot lýsa og um hvað algebra
snýst, að læsi á stærðfræðileg fyrirbæri í umhverfinu sé of lítið. Dr. Wilhelm heldur
því fram að mörg börn skilji ekki hvers vegna þau eru að læra, eitthvað við hefð-
bundna kennslu orsaki námsleiða hjá sumum ungum nemendum og lestrarhæfni
dvíni í efri bekkjum grunnskóla einmitt þegar kröfur aukast og nám þyngist. Börn
séu sífellt að nema námsefni sem aðrir hafa skrifað og aðrir setja fyrir. Þau hafi tak-
mörkuð tækifæri til að gagnrýna eða vera ósammála. Þó markast hæfni barna til
náms af áhuga þeirra á efninu eða þeim tökum sem það er tekið. Dr. Wilhelm telur
mikilvægt að kennarar hjálpi nemendum að temja sér lestrarvenjur sem gera þeim
kleift að fylla í eyður texta svo þeir megi njóta lestursins og draga eigin ályktanir.
Hvað er þá til umræðu? Hvað getur lestrarhestur lesið milli línanna? Gömul sann-
indi og ný: Einstaklingur þarf að geta þrifist á eigin áhuga og getu. Hann þarf að
geta séð samhengi náms við líf og leik. Markmiðið hlýtur að vera að hann verði vel
læs á lífið.
Kennari þarf að næra vilja nemenda til að læra, kynda undir fróðleiksfýsn þeirra
og aðstoða við að svala forvitninni. Er það gert í skólum eða er ef til vill enn of mik-
ið um að nemendur séu mataðir og þeim sett fyrir án samhengis við umhverfið? Ef
svo er, hvernig eiga einstaklingar þá að læra að lesa á milli lína í lífinu sjálfu?
Guðbjörg Björnsdóttir
Höfundur er formaður Barnaheilla og móðir tveggja ungmenna
Læsi á lífiðGestas
kr i f