Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 14
Heimsóknin 16 • Í bóknámsskólanum hefur verið boðið upp á margar brautir til stúdentsprófs, m.a. ferðamálabraut, en í samræmi við nýja aðal- námskrá framhaldsskóla verða brautirnar framvegis þrjár, félagsfræðabraut, mála- braut og náttúrufræðabraut. Síðan 1995 hefur verið kennt eftir hreinu áfangakerfi. Nemendur sem stunda nám til stúdents- prófs eru um 700. Auk þess er á bóknáms- sviðinu boðið upp á stutta starfstengda skrifstofubraut og almenna braut fyrir þá sem hafa ekki staðist inntökukröfur á bók- námsbrautir. • Hótel- og matvælaskólinn er kjarna- skóli matvælagreina sem býður jöfnum höndum upp á langt eða stutt nám í mat- vælagreinum og eru nemendur um 300. Flestir þeirra stunda iðnnám til sveinsprófs eða meistararéttinda í fjórum matvælagreinum, bakstri, framreiðslu, kjötiðn og mat- reiðslu. Til þess að hefja námið þurfa nemendur að vera á samn- ingi hjá meistara. Á hótel- og matvælasviðinu eru jafnframt reknar styttri starfsmenntabraut- ir, s.s. matartæknanám, mat- sveinanám og hótel- og þjónustu- braut. • Ferðamálaskólinn er fagskóli í ferðagreinum og er starfræktur sem kvöldskóli. Hann er stærsti ferðamálaskóli landsins þar sem í boði eru fjórar mismunandi námslínur og er unnið að áframhaldandi stækkun hans. Nemendur eru um 250. Mikil umskipti urðu í starfi Menntaskól- ans í Kópavogi þegar byggt var við hann nýtt, glæsilegt verkmenntahús, sérhannað með þarfir matvælagreinanna í huga, sem tekið var í notkun haustið 1996. ,,Allir sem hingað koma eru sammála um hve aðstaðan hér er góð. Uppbygging verknámsaðstöð- unnar tókst mjög vel. Hún er til fyrirmynd- ar og raunverulega á heimsmælikvarða. Við sjáum það ef við berum okkur saman við skóla erlendis að það sem við erum að gera hér stenst fyllilega samanburð við það besta sem gert er annars staðar. Enda kem- ur árangurinn berlega í ljós þegar fagfólk sem útskrifast héðan tekur þátt í ýmiss kon- ar samkeppni um allan heim og vekur at- hygli fyrir frammistöðu sína,“ segir Mar- grét Friðriksdóttir skólameistari. Gott sambýli En hver er reynslan af þessu þríeina sam- býli? „Reynsla okkar af þessu sambýli ólíkra greina er mjög góð. Við þekkjum auðvitað öll umræðuna um að verklegt nám eigi undir högg að sækja í skólakerfinu og leita þurfi leiða til að styrkja það. Þessi þrí- skipting er okkar leið til að veita þessum einingum eins mikið sjálfstæði og unnt er og koma í veg fyrir að verklega námið verði einhver aukastærð sem týnist í stórum skóla.“ Margrét segir að mjög mikið sam- starf sé milli verknáms- og bóknámsdeilda sem hafi styrkjandi áhrif í báðar áttir og bætir við: „Ég held að okkur hafi tekist í þessum skóla að skapa jafnvægi og jafnræði milli bóknáms og verklegs náms.“ Hún segir að bóknámskennarar við skól- ann hafi unnið mikið starf og lagt mikinn metnað í að laga bóklega námið á verk- námsbrautunum að þörfum greinanna sem þar eru kenndar. Tungumálakennarar skól- ans hlutu nýlega Evrópuverðlaun fyrir þró- unarstarf við að laga tungumálakennsluna að þörfum og viðfangsefnum verk- námsnema. „Námsefnið er af sömu þyngd- argráðu og hjá nemendum á bóknáms- brautum en áhersla er lögð á orðaforða og texta sem tengjast þeim greinum sem nem- endurnir eru að vinna með. Allir verk- námsnemar læra dönsku og ensku og marg- ir taka líka frönsku. Málakennslan er með öðrum orðum skipulögð með til dæmis þarfir matreiðslumanna og þjóna í huga sem þurfa að geta skýrt matseðilinn á erlendum málum. Matreiðslunemar taka próf í frönsku inni í eldhúsi þar sem þeir eru að matreiða og þurfa þá að gera grein fyrir því sem þeir eru að gera og matnum á frönsku.“ Verklegt val í bóknámi Margrét segir að bóknámsnemendum sé líka styrkur af sambúðinni við verknámið. „Þeim stendur til boða að taka alls konar valáfanga í verknámi sem er mjög vinsælt, til dæmis í matreiðslu, bakstri, konfektgerð eða jafnvel vínsmökkun sem er að sjálf- sögðu hluti af námi framreiðslumanna.“ Af þessu má ráða að Menntaskólinn í Kópa- vogi er um margt ólíkur öðrum mennta- skólum. „Já, það finnst mörgum sérstakt að ganga hér um skólann og kíkja inn í kennslustofu þar sem verið er að smakka léttvín, jafnvel klukkan átta að morgni. En þetta eru bara hefðbundnar kennslustundir í þessum skóla hjá nemendum í fram- reiðslu,“ segir Margrét. Samhliða gildistöku nýrrar aðalnámskrár fyrir framhaldsskóla hefur orðið mikil breyting á skipulagi bóknáms við skólann. Mikið þróunarstarf hefur átt sér stað innan bóknámsins og í haust hófst kennsla á nýrri braut, almennri braut. Þá eru kennarar á bóknámsbrautum að laga kennsluaðferðir að nýjum og breyttum kennslu- háttum með tilkomu fartölva í námi og af orðum skólameist- ara má ráða að mikill metnað- ur og áhugi ríki meðal kenn- ara skólans. Undanfarin ár hafa nem- endur í bóknámi átt kost á því að taka stúdentspróf af sér- stakri ferðamálabraut. Breyt- ing verður nú á þessu því að samkvæmt nýrri aðalnámskrá framhaldsskóla verða stúdentsprófsbraut- irnar framvegis aðeins þrjár, félagsfræða-, náttúrufræða- og málabraut. „Við ákváðum því að stilla ferðamálanáminu okkar upp sem sérnámi, þ.e.a.s. starfsnámi, sem nem- endur máladeildar geta tekið samhliða námi sínu til stúdentsprófs án þess að það sé verulega íþyngjandi fyrir þá. Þetta er ágæt lausn því að tungumálin eru sameiginleg fyrir þessi svið,“ segir skólameistari MK. Prófin koma frá Sviss Þriðji hornsteinn Menntaskólans í Kópa- vogi er ferðamálasviðið, oft nefnt Ferða- málaskóli MK, sem starfrækt er á kvöldin sem öldungadeild. Þar gefst nemendum kostur á fjölbreyttu námi í ferðamálafræð- um sem er starfstengt og yfirleitt tvær til þrjár annir. Það er mjög markvisst starfs- nám, sniðið fyrir viss störf í fyrirtækjum á Merki Menntaskólans í Kópavogi er þrjár súlur undir einum hatti, enda má segja að hann sé þrír skólar í ein- um. Hann er menntaskóli í víðasta skilningi og starfar á þremur sviðum, bóknámssviði, ferðamálasviði og hót- el- og matvælasviði. Alls stunda um 1.300 nemendur nám við skólann. Menntaskólinn í Kópavogi Þrír skólar í einum „Uppbygging verknámsaðstöðunnar tókst mjög vel. Hún er til fyrirmyndar og raunverulega á heimsmælikvarða“, segir Margét Friðriksdóttir.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.